Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 2009 Fyrir tveimur árum pakkaðihinn sænski Kristian Matt-son öllu niður í ferða-tösku, hætti í hljómsveit- inni Montezumas og yfirgaf Stokkhólm til þess að búa um hríð í sveitakofa til þess að vinna að sinni fyrstu þröngskífu. Þar hljóðritaði hann samnefnda þröngskífu sem kom út árið 2007 og svo síðar breið- skífuna Shallow Grave. Kristian valdi sér listamannsnafnið The Tall- est Man on Earth þar sem hann vildi vekja forvitni fólks áður en það heyrði í honum. Ef nafngiftin væri stórfengleg myndi það setja pressu á hann sem listamann til þess að verða stórkostlegur. Ef hann stæðist ekki væntingar myndi nafnið eitt og sér virka fáránlegt. Shallow Grave kom fyrst út í heimalandinu í fyrra en náði ekki teljandi vinsældum. Það var ekki fyrr en vefsíðan Pitchfork.com gaf diskinum afbragðs dóma sem hann fór að hljóta athygli annars staðar en í heimalandinu. Hlutirnir gerðust hratt og á mettíma var Kristian far- inn að ferðast um heiminn sem upp- hitunaratriði fyrir Bon Iver. Tónlist Kristians hefur djúpar rætur í amerískri sveitatónlist og sjálfur segist hann hafa komist á bragðið eftir að hann uppgötvaði Bob Dylan, en hljómsveitin Montez- umas lék hefðbundið rokk og ról undir áhrifum frá Dylan, Roy Orbin- son og Link Wray. Á þeim tíma seg- ist Kristian hafa sökkt sér djúpt í sögu bandarískrar sveitatónlistar og uppgötvað gamla blúshunda á borð við Skip James, Son House og Book- er White. Sandpappírsrödd Kristians fór víst svo í taugarnar á umboðs- manni sveitarinnar að hann sagði honum að ef hann breytti ekki stíl sínum myndi hann aldrei ná neinum vinsældum. Skilaboð sem Kristian hunsaði algjörlega og hann ýkti röddina ef eitthvað var þegar kom að því að hljóðrita lög sín sjálfur. Kristian segist ekki hafa rekist á eigin hljóm fyrr en eftir ótal margar mislukkaðar tilraunir til þess að spila jafn vel á gítarinn og þær blús- hetjur sem hann vildi í fyrstu stæla. Eitt kvöldið hafi hann þá fundið gátt innra með sér þar sem hann gat stuðst við þá orku er fyllti tónlistina er hann heillaðist af í stað þess að reyna að apa eftir flóknu gít- arspilinu. Það kvöldið hafi hann samið sitt fyrsta lag og hefur flóð- gáttin verið opin æ síðan. Í greinum er fjölluðu um tónleika- ferð Bon Iver var oft skrifað um það að The Tallest man on Earth hafi stolið senunni. Að það sé hreint út sagt ótrúlegt að sænskur, 27 ára gamall patti sé jafn beintengdur í sálu bandarískrar blús og sveita- tónlistar. Hann þykir líka kröftugur skemmtikraftur og hikar ekki við að beita öllum tilteknum brögðum til þess að þagga niður í áhorfendum fái hann ekki nægilega þögn til þess að leika lög sín. Á meðan á tónleika- ferðinni stóð nýtti Kristian frítíma sinn til þess að semja ný lög sem hann svo prófaði strax á áheyr- endum. Þannig þróaði hann næstu plötu sína nánast alla fyrir framan hóp áheyrenda sem gefur von um að þar sé jafnvel kröftugra efni á ferð. Kristian hljóðritar lög sín ávallt einn og velur sér herbergi í húsi sínu eftir því hvernig hljóm hann leitar eftir í hverju lagi. Það er ekkert nýtt né framúr- stefnulegt við tónlist The Tallest man on Earth. Hins vegar býr flutn- ingur og hljóðheimur yfir öllum sjarma blúsara á borð við Robert Johnson og rödd hans og túlkun skerst djúpt í minni og heillar flesta sem leggja við hlustir. Þriðja plata The Tallest Man on Earth er væntanleg í lok árs. biggi@mbl.is Risi með blúsrætur AF LISTUM Birgir Örn Steinarsson The Tallest Man on Earth Kristian Mattson er ekki hár í loftinu en stór- fenglegt nafnið passar við hæfileika drengsins. Helstu áhrifa- valdar Kristians eru Delta- blúsgítarleik- ararnir Skip James, Son House, Robert Johnson og Boo- ker White. Deltablúsinn er sagður vera elsta fyrirbrigði blúsrokksins en hann á rætur að rekja til blökku- manna Deltahéraðs Mississippi- ríkis. Deltablúsinn var fyrst hljóðrit- aður á seinni hluta þriðja áratugar síðustu aldar en fyrstu blúsararnir fengu útgáfu hjá Race Re- cords. Talið er að Tommy John- son og Ishman Bracey hafi ver- ið fyrstu delta- blúsararnir sem voru hljóðrit- aðir. Menn deila um hvort Deltablús- inn sé frábrugðinn öðrum teg- undum blússins er spratt upp á öðrum stöðum. Helstu einkenni Deltablússins eru hljóðfæraskipan og áhersla á hrynjandi og notkun flöskuhálsrennslis. Deltablús Skip JamesRobert Johnson 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Söngvaseiður (Stóra sviðið) Harry og Heimir (Litla sviðið) Leikferð um landið 13. - 22. september Fim 10/9 kl. 20:00 Fors U Fös 11/9 kl. 20:00 Fors U Lau 12/9 kl. 20:00 Frums U Sun 13/9 kl. 20:00 U Fim 17/9 kl. 20:00 U Fös 18/9 kl. 19:00 U Lau 19/9 kl. 19:00 U Sun 20/9 kl. 20:00 U Fim 17/9 kl. 20:00 Ö Fös 18/9 kl. 19:00 Ö Lau 19/9 kl. 19:00 Ö Sun 20/9 kl. 20:00 Fös 4/9 kl. 19:00 U Lau 5/9 kl. 19:00 Ö Sun 6/9 kl. 19:00 Ö Mið 9/9 kl. 20:00 U Fim 10/9 kl. 19:00 Ö Fös 11/9 kl. 19:00 Ö Fös 18/9 kl. 19:00 Ö Lau 19/9 kl. 19:00 U Sun 20/9 kl. 14:00 U Lau 26/9 kl. 14:00 U Djúpið (Litla sviðið) Mið 23/9 kl. 20:00 Ö Sun 27/9 kl. 16:00 Ö Mið 30/9 kl. 20:00 Sun 4/10 kl. 16:00 Allt að seljast upp - tryggðu þér miða Opið hús laugardaginn 29. ágúst kl. 13-16 Líf og fjör um allt hús - allir velkomnir Áskriftarkort á 8.900 kr – sama verð og í fyrra KARDEMOMMUBÆRINN (Stóra sviðið) FRIDA... viva la vida (Stóra sviðið) UTAN GÁTTA (Kassinn) Leitin að Oliver! Við leitum að 8–13 ára strákum til að fara með hlutverk í söngleiknum OLIVER! Skráning í áheyrnaprufur fer fram á Opna húsinu. Opið hús í Þjóðleikhúsinu 29. ágúst Sun 30/8 kl. 14:00 U Sun 30/8 kl. 17:00 U Sun 6/9 kl. 14:00 Ö Fös 11/9 kl. 20:00 frums. U Lau 12/9 kl. 20:00 2.sýn. Ö Fös 18/9 kl. 20:00 3.sýn. Ö Fös 4/9* kl. 20:00 Lau 5/9 kl. 20:00 Ö Lau 12/9 kl. 20:00 Sun 6/9 kl. 17:00 Ö Sun 13/9 kl. 14:00 Ö Sun 13/9 kl. 17:00 Ö Lau 19/9 kl. 20:00 4.sýn. Ö Fös 25/9 kl. 20:00 5.sýn. Lau 26/9 kl. 20:00 6.sýn. Lau 19/9 kl. 20:00 Lau 26/9 kl. 20:00 Sun 20/9 kl. 14:00 Ö Sun 27/9 kl. 14:00 Ö Fös 2/10 kl. 20:00 7.sýn. Lau 3/9 kl. 20:00 8.sýn. Sýningar haustsins komnar í sölu Sýningar haustsins komnar í sölu *Til styrktar Grensásdeild. Ath. stutt sýningartímabil Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ kostar aðeins 9.900 kr.Fjögurra sýninga leikhúskort THE NEW FILM BY QUENTIN TARANTINO UNIVERSAL PICTURES AND THE WEINSTEIN COMPANY PRESENT A BAND APART PRODUCTION A ZEHNTE BABELSBERG FILM GmbH PRODUCTION A FILM BY QUENTIN TARANTINO “INGLOURIOUS BASTERDS” BRAD PITT CHRISTOPH WALTZ MICHAEL FASSBENDER ELI ROTH DIANE KRUGER DANIEL BRÜHL TIL SCHWEIGER AND MÉLANIE LAURENT AS SHOSANNA GUEST STARRING AUGUST DIEHL JULIE DREYFUS SYLVESTER GROTH JACKY IDO DENIS MENOCHET MIKE MYERS ROD TAYLOR MARTIN WUTTKE EDITEDBY SALLY MENKE, A.C.E. VISUAL EFFECTSDESIGNER JOHN DYKSTRA COSTUMEDESIGNER ANNA B. SHEPPARD PRODUCTIONDESIGNER DAVID WASCO DIRECTOR OFPHOTOGRAPHY ROBERT RICHARDSON, ASC ASSOCIATEPRODUCER PILAR SAVONE EXECUTIVE PRODUCERS BOB WEINSTEIN HARVEY WEINSTEIN ERICA STEINBERG LLOYD PHILLIPS PRODUCEDBY LAWRENCE BENDER WRITTEN ANDDIRECTED BY QUENTIN TARANTINO www.InglouriousBasterds-Movie.com AN INGLORIOUS, UPROARIOUS THRILL-RIDE OF VENGEANCE ELI ROTH BRAD PITT CHRISTOPH WALTZ MICHAEL FASSBENDER DIANE KRUGER TIL SCHWEIGER MÉLANIE LAURENTAND DANIEL BRUHL MasterCard korthafar fá tvo miða á verði eins á sérstakar MasterCard forsýningar mánudaginn 24. ágúst, í Laugarásbíói, Smárabíói, Háskólabíói, Sambíóin Álfabakka og Borgarbíói Akureyri, greiði þeir með kortinu. 2 fyrir 1 Mánudaginn 24. ágúst kl. 19.00 kl. 22.00kl. 22.20kl. 20.00 kl. 20.00 S Ý N IN G A R - T ÍM A R ÁLFABAKKI Söngsveitin Fílharmónía 50 ára Söngsveitin Fílharmónía fagnar hálfrar aldar afmæli með glæsilegu og viðburðaríku starfsári þar sem helstu verkefni eru: október: Misa Criolla eftir Ariel Ramírez og Fjölmenningarmessa eftir Yamandú Pontvik, desember: Aðventutónleikar, febrúar: Magnificat eftir John Rutter í samstarfi við Lúðrasveit verkalýðsins og kór Fella- og Hólakirkju, maí: afmælistónleikar: frumflutt verk eftir Tryggva M. Baldvinsson og kaflar úr ýmsum stórverkum sem Söngsveitin hefur sungið. Raddpróf fyrir nýja félaga 30. ágúst, kl. 16 í Melaskóla. Nánari upplýsingar veitir Magnús Ragnarsson söngstjóri í síma 698 9926. Sjá jafnframt www.filharmonia.mi.is. Fáðu úrslitin send í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.