Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 48
48 Auðlesið efni MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 2009 Úrslita-keppni EM í kvenna-knatt-spyrnu hefst í Finnlandi í dag, sunnudag. Íslenska liðið leikur sinn fyrsta leik á morgun, mánudag, gegn Frökkum. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að íslenska liðið sé eins vel búið undir keppnina og kostur er. „Íslenska kvenna-lands-liðið er stolt okkar og hin já-kvæða ímynd knatt-spyrnunnar hér á landi byggist að miklu leyti á kvenna-lands-liðinu í dag,“ sagði Geir. Síðasta æfing liðsins var á fimmtudag og hélt liðið til Finnlands á föstudag. Íslenska liðið leikur gegn Noregi fimmtudaginn 27. ágúst og sunnudaginn 30. ágúst gegn Evrópu-meisturum Þjóðverja. Stelpurnar okkar til Finnlands Þorkell Skúli Þorsteinsson, ein-hverfi drengurinn sem fjallað er um í heimildar-myndinni Sólskins-drengur, er nú fluttur til Texas ásamt fjölskyldu sinni. Þar sækir hann með-ferð sem gerir honum kleift að eiga sam-skipti við fjölskyldu sína. Hefur með-ferðin gefist vel og segir Margrét Dagmar Eiríksdóttir, móðir hans að fjölskyldan fái nú fyrst að kynnast Þorkeli. Þó ekki sé um að ræða neina töfra-lausn eða skjótar fram-farir segir móðir Þorkels son sinn hafa breyst nokkuð nú þegar til hins betra. Með-ferðin byggist meðal annars á því að ein-hverfum er kennt að tjá sig með því að stafa og gerir ráð fyrir að þeir hafi eðlilega greind þó hegðun og annað bendi til að svo sé ekki. Farinn að geta tjáð sig „Það er upp-lifun bóka-út-gefenda að sala á bókum hafi gengið mjög vel í sumar,“ segir Kristján B. Jónasson, formaður félags bóka-útgefenda. Hann segir flesta sam-mála um að sala á kiljum hafi gengið sér-staklega vel og einnig sala á inn-lendum ferða-bókum. Hag-stæðir samningar um prentun erlendis hafi ráðið mestu um lækkað verð. Nú þegar allar bækur eru prentaðar hér heima þá sé óhjá-kvæmilegt að bóka-verð hækki eitthvað á næstunni. Pappír og prentun hefur hækkað mikið og því ljóst að um einhverjar en þó hóf-legar hækkanir verður að ræða.“ Bók-sala eykst í kreppunni Á síðustu árum hefur svo-kölluðum skúffu-fyrirtækjum fjölgað gríðarlega, en það eru fyrir-tæki án eigin-legrar starf-semi. Fjöldi óvirkra fyrir-tækja á Íslandi í dag er 14.912 talsins, sem þýðir að 47 prósent skráðra fyrir-tækja í Hluta-félaga-skrá eru í raun skúffu-fyrirtæki. Þetta kemur fram í út-tekt Creditinfo á Íslandi sem unnin var fyrir Morgun-blaðið. Tveir þriðju þessara fyrir-tækja eru skúffu-fyrirtæki í orðsins fyllstu merkingu, þar er um að ræða kenni-tölur fyrir-tækja í engri starf-semi sem hvíla í skúffum eigenda sinna óháð upphaf-legum til-gangi þeirra. Þriðjungur fyrir-tækjanna virðist hafa þann eina tilgang að vera einhvers konar fjár-mögnunar-fyrirtæki eigenda sinna þar sem skuld-setningar eru háar en rekstrar-starfsemi hefur aldrei verið til staðar. Í flestum til-vikum þýðir þetta að hluta-félagið er í ábyrgð vegna skulda fyrir-tækisins en ekki einstak-lingur. Fjölgun skúffu- fyrirtækja Sequences er íslensk gjörninga-hátíð sem verður haldin í Reykjavík í fjórða sinn nú í haust og að þessu sinni verður hún með sérstökum áherslum á hinn lifandi við-burð og sviðs-listir. Hátíðin var áður í nánum tengslum við Airwaves-- tónlistar-hátíðina en í ár hefur hún verið færð til og verður haldin fyrstu vikuna í nóvember. Heiðurs-lista-maður á hátíðinni í ár verður Magnús Pálsson sem verður 80 ára á árinu. Gjörningur eða radd-skúlptúr Magnúsar verður fluttur í fjöl-nota-sal Listasafns Reykjavíkur með að-stoð Nýló-kórsins og nemenda leik-listar-deildar Listaháskóla Íslands. Meðal annarra sem halda sýningar á hátíðinni eru Egill Sæbjörnsson og Gjörninga-- klúbburinn. Einnig taka ýmsir erlendir lista-menn þátt í hátíðinni. Í ár verður í fyrsta sinn boðið upp á fyrir-lestra í tengslum við hátíðina. Þeir verða í sam-starfi við Listaháskóla Íslands og Norræna húsið. Morgunblaðið/Frikki Gjörninga-hátíðin Sequences í haust Magnús Pálsson Flutninga-skipið Arctic Sea sem hvarf hinn 28. júlí síðast-liðinn er komið í „leitirnar“. Anatolí Serdjúkov, varnar-mála-ráð-herra Rússlands, sagði að átta menn hefðu verið hand-teknir sakaðir um að hafa rænt skipinu í Eystra-salti. Því fer hins vegar fjarri, að málið hafi verið upp-lýst, og margir sér-fræðingar telja, að það verði dular-fyllra með degi hverjum. . Arctic Sea lagði úr höfn í Finnlandi 21. júlí með timbur-farm og var ferðinni heitið til Alsírs. Hvarf skipsins þykir mjög dular-fullt en það hvarf úr rat-sjá er það sigldi um Ermar-sundið hinn 28. júlí og deildu sér-fræðingar um hvort sjó-ræningjar, mafía eða viðskipta-ágreiningur væri ástæða hvarfsins. Dular-fullt skips-hvarf Reuters Að minnsta kosti 95 manns týndu lífi í tveimur miklum bíl-sprengingum í Bagdad í Írak síðast-liðinn miðvikudag. Um 560 særðust og margir alvarlega. Sprakk önnur sprengjan við utan-ríkis-ráðuneytið og olli þar gífurlegri eyðileggingu, hin við fjármála-ráðuneytið. Er dagurinn sá blóðugasti eftir að bandarískir her-menn drógu sig út úr borgum landsins í lok júní. Talið er að sprengjunum hafi verið komið fyrir á vöru-bílum. Frá því Írakar tóku yfir stjórn öryggis-mála í Bagdad í júní-lok hafa flestar árásir verið gerðar á fátækra-hverfi sjía-múslima í út-hverfum borgarinnar. Blóð-bað í Írak
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.