Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 2009 – meira fyrir áskrifendur Glæsilegt sérblað um heilsu og lífstíl fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 28. ágúst Heilsa og lífstíll Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Í blaðinu Heilsa og lífstíll verður kynnt fullt af þeim möguleikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og bættan lífstíl haustið 2009. Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16 mánudaginn 24. ágúst. Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 netfang: kata@mbl.is Meðal efnis verður : • Ný og spennandi námskeið í heilsuræktarstöðvum • Flott föt í ræktina • Andleg vellíðan • Afslöppun • Dekur • Svefn og þreyta • Matarræði • Skaðsemi reykinga • Fljótlegar og hollar uppskriftir • Líkaminn ræktaður heimafyrir • Ásamt fullt af fróðleiksmolum og spennandi efni Notar þú bara GSM símann til að vekja þig eða leggur þú metnað í að kreista út lengri svefn á morgnana? Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl.is S vefnvenjur fólks eru eins og gefur að skilja afar mismunandi. Talað er um A- og B-persónur. A eru þá þeir sem fara snemma í háttinn en spretta svo á lappir eins og stálfjöður á morgnana, B eru auðvitað nátthrafnarnir, sem sofa fram eftir öllu ef þeir fá tæki- færi til. Eðli máls samkvæmt getur fólk svo samt þurft að vakna til vinnu á ólíklegustu tímum hvort sem það er í A- eða B-flokknum – til dæmis þeir sem vinna vaktavinnu. Það getur því reynst sumum afar erfitt að vakna og þetta hafa vekjaraklukku framleiðendur nýtt sér með hugvitssamlegri fram- leiðslu. Löng saga Fyrir nokkrum áratugum voru vekjaraklukkur flestar eins; sígild- ar, upptrekktar vekjaraklukkur með stórri bjöllu og litlum hamri sem saman gátu skapað mikinn há- vaða. Vekjaraklukkur eru þó mjög langt frá því að vera nýleg uppfinn- ing. Heimildir um fyrstu vekjara- klukkuna eru eitthvað á reiki en flestum virðist bera saman um að fyrsta klukkan með hringingu eða einhvers konar hljóði hafi verið bú- in til fyrir tíma Krists, jafnvel svo snemma sem tvö þúsund árum fyrr. Með nokkurri vissu má samt segja að fyrstu vekjaraklukkurnar hafi verið búnar til í Nürnberg í Þýskalandi enda bærinn sá nokkuð þekktur fyrir klukkur sínar. Það á að hafa verið á sextándu öld þegar veggklukka var búin til með kopar- bjöllu áfastri. Eina fyrstu vekjaraklukkuna sem á einhvern hátt minnir á vekjaraklukkur eins og flestir þekkja þær í dag gerði hins vegar Levi Hutchins í New Hampshire í Bandaríkjunum. Klukka Levis var þó þeim galla haldin að hún hringdi aðeins klukkan fjögur um nótt og ekki var hægt að stilla hana öðru- vísi. Ástæðan fyrir þessu var sú að það var tíminn sem Levi fór á fætur til að sinna vinnu sinni – hann hefur ef- laust ekki verið B-persóna. Fyrsta alvöru vekjaraklukkan, sem enn í dag myndi uppfylla þær kröfur sem al- mennt eru gerðar til slíkra tóla, var hins vegar fundin upp af Seth Thomas og fékk hann einnig einka- leyfi fyrir hönnun sinni. Vekjara- klukka Thomas var upptrekkt klukka með bjöllu og var hægt að láta hana hringja á hvaða tíma sem var. Þetta var því hin fyrsta eigin- lega vekjaraklukka eins og þær eru kunnuglegastar. Ótrúlegt úrval Síðan þá hafa ýmsar tæknilegar útfærslur rutt sér til rúms í vekjaraklukkum. Westclox- fyrirtækið tók nokkra forystu í slíkum nýjungum og fékk meðal annars einkaleyfi á vekjaraklukk- um sem geymdar voru í öskju, með klukkuspilshringingu, og svo fram- leiddi fyrirtækið einnig hina ótrú- Blætisblundur lega flottu Moonbeam-vekj- araklukku árið 1949 sem blikkaði fyrst og hringdi svo ef blikkið dugði ekki til. Árið 1956 kom svo hin vinsæla viðbót „snooze“-hnappurinn frá GE-Telechron sem frestar hring- ingu vekjaraklukkunnar um nokkr- ar mínútur, fyrir þá sem finnst best að kreista út nokkrar aukamínútur í bælinu á morgnana, fimm og tíu mínútur nánar tiltekið. Eftir það varð ekki aftur snúið; nánast allar vekjaraklukkur síðan þá eru með svipaðri útfærslu og aftur er orðið auðvelt að sofa yfir sig fyrir þá sem sækja í blundinn. Það virðist reyndar vera þörf á fjölbreyttari lausnum. Útvarps- vekjarar voru mjög vinsælir á sjö- unda og áttunda áratugnum þang- að til einhverjir héldu því fram að það væri óhollt að sofa með slík tæki sér við hlið. Tæknilegar klukkur með LCD- (fljótandi krist- all) eða LED-skjám (ljósdíóður) hafa einnig verið vinsælar og ný-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.