Morgunblaðið - 23.08.2009, Síða 26

Morgunblaðið - 23.08.2009, Síða 26
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 2009 – meira fyrir áskrifendur Glæsilegt sérblað um heilsu og lífstíl fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 28. ágúst Heilsa og lífstíll Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Í blaðinu Heilsa og lífstíll verður kynnt fullt af þeim möguleikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og bættan lífstíl haustið 2009. Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16 mánudaginn 24. ágúst. Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 netfang: kata@mbl.is Meðal efnis verður : • Ný og spennandi námskeið í heilsuræktarstöðvum • Flott föt í ræktina • Andleg vellíðan • Afslöppun • Dekur • Svefn og þreyta • Matarræði • Skaðsemi reykinga • Fljótlegar og hollar uppskriftir • Líkaminn ræktaður heimafyrir • Ásamt fullt af fróðleiksmolum og spennandi efni Notar þú bara GSM símann til að vekja þig eða leggur þú metnað í að kreista út lengri svefn á morgnana? Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl.is S vefnvenjur fólks eru eins og gefur að skilja afar mismunandi. Talað er um A- og B-persónur. A eru þá þeir sem fara snemma í háttinn en spretta svo á lappir eins og stálfjöður á morgnana, B eru auðvitað nátthrafnarnir, sem sofa fram eftir öllu ef þeir fá tæki- færi til. Eðli máls samkvæmt getur fólk svo samt þurft að vakna til vinnu á ólíklegustu tímum hvort sem það er í A- eða B-flokknum – til dæmis þeir sem vinna vaktavinnu. Það getur því reynst sumum afar erfitt að vakna og þetta hafa vekjaraklukku framleiðendur nýtt sér með hugvitssamlegri fram- leiðslu. Löng saga Fyrir nokkrum áratugum voru vekjaraklukkur flestar eins; sígild- ar, upptrekktar vekjaraklukkur með stórri bjöllu og litlum hamri sem saman gátu skapað mikinn há- vaða. Vekjaraklukkur eru þó mjög langt frá því að vera nýleg uppfinn- ing. Heimildir um fyrstu vekjara- klukkuna eru eitthvað á reiki en flestum virðist bera saman um að fyrsta klukkan með hringingu eða einhvers konar hljóði hafi verið bú- in til fyrir tíma Krists, jafnvel svo snemma sem tvö þúsund árum fyrr. Með nokkurri vissu má samt segja að fyrstu vekjaraklukkurnar hafi verið búnar til í Nürnberg í Þýskalandi enda bærinn sá nokkuð þekktur fyrir klukkur sínar. Það á að hafa verið á sextándu öld þegar veggklukka var búin til með kopar- bjöllu áfastri. Eina fyrstu vekjaraklukkuna sem á einhvern hátt minnir á vekjaraklukkur eins og flestir þekkja þær í dag gerði hins vegar Levi Hutchins í New Hampshire í Bandaríkjunum. Klukka Levis var þó þeim galla haldin að hún hringdi aðeins klukkan fjögur um nótt og ekki var hægt að stilla hana öðru- vísi. Ástæðan fyrir þessu var sú að það var tíminn sem Levi fór á fætur til að sinna vinnu sinni – hann hefur ef- laust ekki verið B-persóna. Fyrsta alvöru vekjaraklukkan, sem enn í dag myndi uppfylla þær kröfur sem al- mennt eru gerðar til slíkra tóla, var hins vegar fundin upp af Seth Thomas og fékk hann einnig einka- leyfi fyrir hönnun sinni. Vekjara- klukka Thomas var upptrekkt klukka með bjöllu og var hægt að láta hana hringja á hvaða tíma sem var. Þetta var því hin fyrsta eigin- lega vekjaraklukka eins og þær eru kunnuglegastar. Ótrúlegt úrval Síðan þá hafa ýmsar tæknilegar útfærslur rutt sér til rúms í vekjaraklukkum. Westclox- fyrirtækið tók nokkra forystu í slíkum nýjungum og fékk meðal annars einkaleyfi á vekjaraklukk- um sem geymdar voru í öskju, með klukkuspilshringingu, og svo fram- leiddi fyrirtækið einnig hina ótrú- Blætisblundur lega flottu Moonbeam-vekj- araklukku árið 1949 sem blikkaði fyrst og hringdi svo ef blikkið dugði ekki til. Árið 1956 kom svo hin vinsæla viðbót „snooze“-hnappurinn frá GE-Telechron sem frestar hring- ingu vekjaraklukkunnar um nokkr- ar mínútur, fyrir þá sem finnst best að kreista út nokkrar aukamínútur í bælinu á morgnana, fimm og tíu mínútur nánar tiltekið. Eftir það varð ekki aftur snúið; nánast allar vekjaraklukkur síðan þá eru með svipaðri útfærslu og aftur er orðið auðvelt að sofa yfir sig fyrir þá sem sækja í blundinn. Það virðist reyndar vera þörf á fjölbreyttari lausnum. Útvarps- vekjarar voru mjög vinsælir á sjö- unda og áttunda áratugnum þang- að til einhverjir héldu því fram að það væri óhollt að sofa með slík tæki sér við hlið. Tæknilegar klukkur með LCD- (fljótandi krist- all) eða LED-skjám (ljósdíóður) hafa einnig verið vinsælar og ný-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.