Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 49
Dagbók 49 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 2009 Sudoku Frumstig 6 2 3 8 5 8 6 7 1 6 4 3 5 5 1 2 4 9 6 8 8 3 7 9 4 2 5 6 9 7 1 8 5 6 2 1 8 4 5 1 4 2 1 8 6 9 3 1 8 9 5 9 8 4 2 7 3 9 2 4 6 8 1 3 4 2 5 7 1 7 5 1 4 7 9 6 5 2 3 8 3 5 8 1 2 4 6 9 7 9 6 2 7 8 3 1 5 4 4 9 5 6 3 8 7 2 1 2 7 6 4 1 9 5 8 3 8 3 1 2 5 7 4 6 9 5 1 9 3 7 6 8 4 2 7 8 3 5 4 2 9 1 6 6 2 4 8 9 1 3 7 5 2 8 5 7 1 3 9 4 6 9 6 7 5 2 4 8 3 1 3 4 1 9 8 6 7 2 5 6 3 9 8 4 7 5 1 2 8 5 4 2 9 1 3 6 7 7 1 2 3 6 5 4 8 9 4 9 8 6 5 2 1 7 3 1 2 3 4 7 9 6 5 8 5 7 6 1 3 8 2 9 4 7 2 5 6 1 4 3 8 9 8 4 6 5 9 3 1 2 7 3 1 9 2 8 7 4 5 6 1 5 2 9 7 6 8 4 3 4 3 7 1 5 8 9 6 2 6 9 8 3 4 2 7 1 5 9 7 4 8 2 5 6 3 1 2 8 3 7 6 1 5 9 4 5 6 1 4 3 9 2 7 8 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er sunnudagur 23. ágúst, 235. dagur ársins 2009 Orð dagsins: En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur. (I.Kor. 13, 13.) Það kom Víkverja engan veginn áóvart þegar fréttist að banda- rískir vísindamenn hefðu komist að því að eldra fólk væri almennt ham- ingjusamara en þeir sem yngri eru. Þetta hefur Víkverji vitað árum sam- an. Sjálfur er hann vitrari í dag en hann var í gær og býst við að viska hans aukist enn með morgundeg- inum. Samt gerir Víkverji ekki ráð fyrir að ná fullkomnun áður en hann deyr. En vonast samt til að fá að halda áfram að þroskast og vitkast á himnum þegar þar að kemur, og er reyndar sannfærður um að svo verði. x x x Víkverji furðar sig oft á því hvaðfólk er nöldurgjarnt og lætur alls konar óþarfa koma sér úr jafn- vægi. Víkverji þekkir jafnvel fólk sem gengur um með fýlusvip mest allan daginn. Víkverji botnar ekkert í svoleiðis úthaldi. Stundum fer Vík- verji í fýlu og það er yfirleitt verulegt átak fyrir hann að halda fýlunni við í einhverjar klukkustundir. Venjulega gefst hann upp og leyfir sér að kom- ast í betra skap löngu áður en dagur er liðinn. x x x Víkverji getur endalaust skrifaðum mat. Honum finnst einfald- lega svo óskaplega gaman að borða. Um daginn fór Víkverji með vinum sínum á Tapasbarinn. Þar er gott að borða. Alls kyns smáréttir fylltu borðið og Víkverji réð sér vart fyrir kæti yfir öllu gúmmulaðinu. Það er viss sælukennd sem fylgir því að smakka góðan mat og maturinn á ís- lenskum veitingastöðum er yfirleitt góður. Þjónustan mætti hins vegar stundum vera betri. Á tímum eins og þessum, þegar allir reyna að bjarga sér, hlýtur að vera mikilvægt að fyr- irtæki veiti góða þjónustu. Ánægður viðskiptavinur kemur aftur á staðinn þar sem vel var tekið á móti honum. x x x Víkverji hrökk við þegar hannheyrði auglýsingu frá Hús- gagnahöllinni þar sem talað var um „outlet“ sölu. Íslenskar verslanir hljóta að geta notað íslensk orð. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 11 rugludallar, 8 býr til, 9 hnugginn, 10 flani, 11 magran, 13 ná- lægur, 15 nötraði, 18 reyksúlu, 21 fugl, 22 dána, 23 óskar, 24 barninu. Lóðrétt | 2 snákur, 3 kaupið, 4 snúin, 5 tré, 6 guðir, 7 umkringi, 12 máttur, 14 kyn, 15 kryddvara, 16 end- urtekið, 17 ferðalag án markmiðs, 18 lítillægja, 19 hlupu, 20 hreyfing- arlaus. Lausn síðustu krossgátu Larétt: 1 mjöls, 4 þolir, 7 lemur, 8 ólyst, 9 ger, 11 rúmt, 13 fita, 14 óraga, 15 fimm, 17 tagl, 20 stó, 22 geipa, 23 talar, 24 nóana, 25 aurar. Lóðrétt: 1 mýlir, 2 örmum, 3 sorg, 4 þjór, 5 leyni, 6 rotna, 10 efast, 12 tóm, 13 fat, 15 fegin, 16 meina, 18 aflar, 19 lærir, 20 saka, 21 ótta. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 a6 5. c5 Rbd7 6. Bf4 Rh5 7. e3 Rxf4 8. exf4 b6 9. b4 Dc7 10. Dd2 g6 11. Hc1 Bh6 12. g3 bxc5 13. bxc5 O-O 14. h4 e5 15. dxe5 Rxe5 16. Rxe5 He8 17. Be2 Hxe5 18. h5 gxh5 19. Kf1 He8 20. Hxh5 Bg7 21. Kg2 De7 22. Bd3 h6 23. f5 Df6 24. Rd1 d4 25. Rb2 De5 26. Rc4 Dxc5 27. Hch1 f6 28. Hxh6 Ha7 29. H6h5 Hae7 Staðan kom upp á alþjóðlegri skákhátíð sem lauk fyrir skömmu í Kaupmannahöfn í Danmörku. Ísra- elski stórmeistarinn Boris Avrukh (2.641) hafði hvítt gegn rússneska koll- ega sínum Vladimir Malakhov (2.707). 30. Rb6! Bxf5 svartur hefði einnig tap- að eftir 30. …Dxb6 31. Bc4+ Hf7 32. Hh7! 31. Hxf5 Dxb6 32. Bc4+ Hf7 33. Dc2 Db7 34. Hfh5 He5 35. Hxe5 fxe5 36. Hb1 og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Á fíflabeit. Norður ♠K52 ♥D105 ♦K942 ♣KD9 Vestur Austur ♠G10863 ♠ÁD7 ♥82 ♥73 ♦D1085 ♦G6 ♣72 ♣ÁG10864 Suður ♠94 ♥ÁKG964 ♦Á73 ♣53 Suður spilar 4♥. Skoski höfundurinn Hugh Kelsey kallaði þá áráttu sumra spilara að melda í tíma og ótíma „daisy picking“. Menn vafra um sagnengin og slíta upp þau blóm sem þar spretta, bara af því þau eru þarna. Svona svipað og þegar Þorgeir Hávarsson hjó höfuðið af smal- anum af því hann lá svo vel við höggi. En sagnir eiga að hafa tilgang. Suður vakti á 1♥ og norður krafði í geim með 2♦. Og austur? Hann var á fíflabeit og sagði 3♣. Skömmu síðar enduðu sagnir í 4♥ og vestur kom auð- vitað út með lauf. Austur drap kóng blinds og spilaði ♣G til baka. Sagnhafi tók tvisvar tromp, tvo efstu í tígli, spil- aði ♣9 og henti tígli heima. Lagði svo upp. Þriggja laufa sögnin var vita til- gangslaus. Styrkurinn er augljóslega í NS og varla vill austur fá út lauf frekar en spaða. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Suma daga er nauðsynlegt að muna að vinnan snýst ekki um peninga eða viðurkenningu heldur það góða sem má gera öðrum. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú þarft að leita þér aðstoðar ef þú ætlar ekki að drukkna í vinnu. Ef þú vinnur í þínum efasemdum munu þær að lokum hverfa. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú byrjaðir á því að skilgreina þig gagnvart umheiminum. Þú skalt ekki hræðast það að þú vitir ekki hvað skuli gera næst. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Það þarf ekki meira en eina ást- úðlega hugsun til þess að miðla orku ástarinnar í þínum heimi á ný. Leyfðu því öðrum að njóta sín og sinnt þú þínu. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Ástvinur er sjálfselskur þessa dag- ana. En þú getur líka valið að líta á hana sem innblástur í stað þess að pir- rast. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Hláturinn lengir lífið, á því leikur enginn vafi. Hvað þú átt að gera í því er svo önnur saga. Notaðu kvöldið fyrir sjálfan þig. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Ágreiningur er partur af lífinu, lag- aðu þig að aðstæðum og eitthvað meiri- háttar gæti gerst ef þú tekur þetta al- varlega. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Dagskrá þín krefst þess að þú gerir margt í einu, en samt ekki allt- af. Mundu að hálfnað er verk þá hafið er. Láttu það eftir þér að njóta dagsins með vinum þínum. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Það eru margar hliðar á sömu málum og þú kemst ekki hjá því að kynna þér þær ef þú vilt komast að réttlátri niðurstöðu. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Það er einhver losarabragur á þér og þú gætir þess ekki nógu vel að hafa hlutina á hreinu svo ekki komi til vandræða þín vegna. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þér finnst mikið hvíla á þér og þú hefur áhyggjur af fjárhagnum og af- komu heimilisins. Láttu þig dreyma stóra drauma og gerðu ráð fyrir því besta. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Kláraðu það sem þú hefur frest- að, þannig færð þú gott svigrúm til þess að hleypa meiri spennu í líf þitt og jafn- vel ástríðu. Stjörnuspá 23. ágúst 1946 Gunnar Huseby „vann það ein- stæða afrek að verða Evrópu- meistari í kúluvarpi með all- miklum yfirburðum,“ eins og Morgunblaðið orðaði það. Keppt var í Osló og Gunnar kastaði 15,56 metra. Hann var fyrsti Evrópumeistari Íslend- inga. 23. ágúst 1967 Íslendingar töpuðu fyrir Dön- um í landsleik í knattspyrnu í Kaupmannahöfn með fjórtán mörkum gegn tveimur. Mörk Íslendinga gerðu Helgi Núma- son og Hermann Gunnarsson. „Ég gerði það sem ég gat, en skot Dananna voru frábær,“ sagði markvörðurinn í samtali við Morgunblaðið. 23. ágúst 1995 Vatnslistaverkið Fyssa í Grasagarðinum í Laugardal var afhent, en það var gjöf frá Vatnsveitu Reykjavíkur í til- efni hálfrar aldar afmælis lýð- veldisins. Verkið er eftir lista- konuna Rúrí, Þuríði Árnadóttur Fannberg. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Berglind Þorsteinsdóttir og Elva Arinbjarnar héldu tombólu fyrir ut- an Bónus við Ögurhvarf og Smára- torg. Þær söfnuðu 8.356 kr. sem þær afhentu í sjálfboðamiðstöð Rauða krossdeildarinnar í Kópa- vogi. Hlutavelta LINDA Laufey Bragadóttir innanhússarkitekt fór út að borða á Lækjarbrekku gær, laugardag, ásamt eiginmanninum, Gunnari Gunnarssyni, í til- efni 55 ára afmælisins sem er í dag, sunnudag. Hún segir Lækjarbrekku í miklu uppáhaldi, þar sé notalegt að sitja og virða fyrir sér miðborgarlífið yfir ljúffengum mat. Ekki hafi komið að sök að menningarnótt var fyrir utan gluggann í gær þeg- ar hún og eiginmaðurinn héldu þar upp á afmælið. Á sjálfan afmælisdaginn ætlar hún að taka því rólega en þó bjóða vinum og fjölskyldu í kaffi sam- kvæmt hefð. Linda menntaði sig í innanhússarkitektúr í Danmörku á sínum tíma. Hún segir augljóst að viðhorf fólks til hönnunar og síns nánasta umhverfis sveiflist í takt við tíðarandann hverju sinni. „Núna vill fólk hafa heimili sín meira persónuleg. Flestir eru komnir með leið á því að hafa eins og húsgagnaverslun í kringum sig. Fólk er tvímælalaust farið að horfa meira inn á við og vill hafa sitt nánasta umhverfi í þeim anda. Það leggur til dæmis meiri rækt en áður við erfðagóss og annað slíkt sem það dregur nú fram í kreppunni. Fólk vill almennt hafa um- hverfi sitt hlýlegra.“ sunna@mbl.is Linda Laufey Bragadóttir er 55 ára í dag Mannlíf og ljúffengur matur Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.