Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 2009 G reinargerðir með lögum útskýra tilgang þeirra, hver þörfin hafi verið á lagasetningu og hverju eigi að ná fram með lögunum. Þegar mál koma til kasta dómstóla eru greinargerðir því eitt lögskýringargagna, sem gjarnan er stuðst við. Þannig leitast dómarar við að finna vilja löggjafans; hver sé andi laganna. Segja má að álit meirihluta fjár- laganefndar Alþingis um Icesave- samningana lýsi líðan löggjafans, eða a.m.k. þeirra nefndarmanna sem að því standa. Það er um margt óvenjulegt, eins og viðfangsefni nefndarinnar. Mannasiðir Í áliti sínu lýsir meirihlutinn for- sögu Icesave-málsins, lagalegum, efnahagslegum og pólitískum álita- efnum. Sá hluti, sem ritaður er undir fyrirsögninni „siðferðileg álitaefni“, er óvenjulegur. Þar skín í gegn sú reiði, sem margir finna fyrir í kjölfar bankahrunsins. Kaflinn hefst svo: „Siðferðileg álitaefni voru mjög áberandi í um- fjöllun fjárlaganefndar sem og í fjöl- miðlaumræðu. Sú ágenga spurning vokir yfir allri Icesave-deilunni hvort mönnum beri að borga skuldir sem þeir hafa ekki stofnað til. Spurningin verður jafnvel enn ágengari þegar í ljós kemur að at- hafnamenn geta, í skjóli frjáls hag- kerfis, hirt arðinn af starfsemi sinni en skilið skuldirnar eftir hjá almenn- ingi ef illa fer. Sér er nú hver áhætt- an, segir almenningur sem vitnar til góðra gilda og almennra mannasiða í viðskiptum forfeðra sinna þar sem handsalið gilti og orðin stóðu. Ef til vill má segja að Icesave-deilan sé ein helsta birtingarmynd bankahruns- ins sem varð á Íslandi haustið 2008. Hún dregur á strigann þá liti sem helst skera í augun, óbeislaða mark- aðshyggju sem fær næsta eftirlits- lítið að leika lausum hala. Hún af- hjúpar nýjar og óvenjulegar viðskiptavenjur sem í skjóli banka- leyndar var aldrei ætlað að koma fyrir augu almennings, hinna raun- verulegu ábyrgðaraðila sem þó höfðu ekki minnstu hugmynd um að þeir væru ábekingar hins frjálsa hagkerfis. Í þessari mynd blasir það einnig við að bankastjórar, sem fengu ofurlaun og óskiljanlega háa kauprétti fyrir að bera hina miklu samfélagslegu ábyrgð, gátu þegar upp var staðið velt afleiðingum gjörða sinna yfir á hin raunverulegu breiðu bök sem alltaf hafa haldið uppi samfélaginu, almenning í land- inu. Hér er kominn kjarni Icesave- deilunnar á Íslandi; bera menn ekki ábyrgð á gjörðum sínum, eða er ekki einmitt svo þegar bankarnir sjálfir krefja almenning um ábyrgðir og ábyrgðarmenn – og hver er mis- kunnin í frjálsum viðskiptum? Hér verður löggjafinn að staldra við.“ Verndin var ekki sem skyldi Meirihlutinn segir Icesave- deiluna á Íslandi einnig fjalla um samfélagsgerð. „Hún snýst öðrum þræði um endimörk frelsisins í við- skiptum og samskiptum manna – og hvenær frelsið reynir raunverulega á regluverk samfélagsins. Hér kall- ast því á frelsi og ábyrgð, svigrúm og traust, tækifæri og takmörk. Við aukið frelsi í íslensku viðskiptalífi á tíunda áratug síðustu aldar var því staðfastlega haldið fram að þeir fjár- munir sem þar leystust úr læðingi væru varðir af lögum og reglum, með öðrum orðum að frelsinu fylgdi ábyrgð. Segja má að allur almenn- ingur, sem lagði fé sitt inn í nýfrjálsa banka, hafi talið sig verndaðan af eftirlitsstofnunum ríkisins og grand- vörum bankastarfsmönnum sem lutu ströngum reglum um banka- viðskipti. Reyndin var að verndin var ekki sem skyldi – frelsið bar ábyrgðina ofurliði – og þar með var vegið að grunngerð samfélagsins; af- leiðingin var siðrof og viðvarandi vantraust á helstu stofnunum sam- félagsins, samskiptasáttin var úr sögunni, og spurningin varð ágeng sem aldrei fyrr: Var það raunveru- lega svo, spyr almenningur eftir hrunið, að fáeinir aðilar komust upp með að koma heilu samfélagi á kné? Íslenskt alþýðufólk er ekki hryðju- verkafólk og á skýlausan rétt til þess að lenda aldrei í aðstöðu sem þess- ari; það er skylda stjórnvaldsins. Við bankahrunið lenti íslenskt samfélag í fordæmislausum aðstæðum. Ís- lendingar, sem um nokkra hríð voru til alls líklegir í viðskiptum og fóru mikinn í þeim efnum um höf og lönd, einangruðust á einni haustnóttu.“ Í besta falli að athlægi Og enn ritar meirihlutinn: „Frjálsa hagkerfið, sem á tímabili virtust engin takmörk sett, var allt í einu í fjötrum sjálfs sín – og trausti rúið. Í samfélagi þjóðanna varð Ís- land í besta falli að athlægi, í versta falli útilokað frá alþjóðaviðskiptum. Hér var úr vöndu að ráða fyrir niðurlút stjórnvöld sem fyrst um sinn gátu ekki gert margt annað en að biðja þjóð sinni guðs blessunar. Hver var ábyrgð þeirra í sam- skiptum þjóða? Hver var hlutur þeirra í fallinu? Og hver var staða al- mennings þegar kemur að ábyrgð samfélagsins?“ „Svo sómi sé að“ Í álitinu er rakið að með neyðar- lögunum hafi þess verið freistað að koma í veg fyrir algert kerfishrun. Bankarnir hafi hins vegar allir fallið nokkurn veginn samtímis. Þá hafi vaknað spurningar um hvort og þá hvernig evrópskum trygginga- kerfum innstæðna væri ætlað að taka á slíkri stöðu. „Meginspurn- ingin var þessi og hún er ekki síður siðferðileg en lögfræðileg: Á íslenskt samfélag að borga umfram það sem það getur? Stjórnvöld á Íslandi höfðu fyrir sitt leyti staðið við skuld- Morgunblaðið/Ómar Líðan löggjafans  Tilfinngaþrungið álit meirihluta fjárlaganefndar um Icesave-frumvarpið á sér ekkert fordæmi Á fundi fjárlaganefndar Ólöf Nordal, Höskuldur Þórhallsson, Sig- mundur Ernir Rúnarsson, Guðbjartur Hann- esson og Árni Þór Sigurðsson. Eftir Ragnhildi Sverrisdóttur rsv@mbl.is Meirihluti fjárlaganefndar lætur ekki nægja að leggja til breytingar á Icesave-frumvarpinu heldur vill að sérstöku ákvæði verði bætt við, sem felur ríkisstjórninni að grípa til „allra nauðsynlegra ráðstafana til að sjá til þess að sem mest end- urheimtist af fjármunum sem lagðir voru inn á Icesave-reikningana“. Samstarf við önnur lönd Meirihlutinn kveðst telja þetta at- riði samofið því að ná breiðri sátt í samfélaginu um að ríkið gangist í ábyrgð fyrir Icesave-skuldunum. „Þáttur í því er að rekja hvert inn- stæður af Icesave-reikningunum voru fluttar en til þess að það sé unnt er nauðsynlegt að ríkisstjórnin eigi samstarf við þar til bæra aðila hér á landi sem erlendis, þar á meðal yfirvöld í Bretlandi, Hollandi og Evr- ópusambandinu. Þeir innlendu aðilar sem hér um ræðir eru einkum Fjár- málaeftirlitið, slitastjórn og skila- nefnd Landsbanka Íslands hf. og er- lend yfirvöld, t.d. lögregluyfirvöld.“ Bankamenn fyrir dóm Meirihlutinn leggur enn fremur til að ríkisstjórninni verði falið að gera ráðstafanir til að þeir sem kunna að bera ábyrgð á tilurð Icesave- reikninganna, og því hvernig farið var með fjármuni sem söfnuðust, axli fjárhagslega ábyrgð á því tjóni sem af hefur hlotist fyrir ríkið. „Meirihlutinn telur rétt að rík- isstjórnin hafi í því sambandi sam- ráð við ríkislögmann sem fer með bótakröfur fyrir hönd ríkisins. Einn- ig má gera ráð fyrir að atvik mála verði mun ljósari þegar rannsókn- arnefnd Alþingis hefur lokið störf- um síðar á þessu ári.“ Stjórnvöld hafa þegar ákveðið að skoða málsókn á hendur þeirra sem stofnuðu til Icesave-reikningana í Bretlandi og Hollandi, að því er fram kom í máli Steingríms J. Sigfússon- ar fjármálaráðherra á föstudag. Hann sagði að allt yrði gert til að endurheimta féð sem var geymt á Icesave-innistæðunum. Nefndarálit meirihluta fjárlaga- nefndar er undirritað af þeim Guð- bjarti Hannessyni, formanni nefnd- arinnar, Árna Þór Sigurðssyni, Ásmundi Einari Daðasyni, Bjarkeyju Gunnarsdóttur, Oddnýju G. Harð- ardóttur, Sigmundi Erni Rúnarssyni og Þór Saari. Hvar eru peningarnir? Morgunblaðið/Heiddi HAUST 1 Tónlistarborgin Vín og Balatonvatn í Ungverjalandi eru helstu áfangastaðir fyrstu haustferðarinnar. Flogið til Frankfurt, en þaðan er ekið til menningarborgarinnar Regensburg við Dóná. Farið verður í skoðunarferð um borgina og síðan í siglingu á Dóná að Weltenburg klaustrinu sem er hvað þekktast fyrir elsta bjórbrugghús landsins. Gist verður síðan í 3 nætur í hinni heillandi Vínarborg og farið þar í skoðunarferð. Áfram er haldið að Balatonvatni í Ungverjalandi þar sem dvalið er í 4 nætur og farið í skoðunarferð til höfuðborgarinnar Búdapest. Einnig verður tími til að skoða sig um við vatnið, heimsækja Tihany, taka þátt í sveitabrúðkaupi og margt fleira. Eftir ánægjulega daga er falleg leið ekin til eins elsta bæjar Austurríkis, Krems, þar sem við gistum 2 nætur. Ferðinni lýkur í nágrenni Frankfurt áður en flogið er heim. Fararstjóri: Margrét Gunnarsdóttir Verð: 236.200 kr. á mann í tvíbýli Örfá sæti laus! Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, allar skoðunarferðir með rútu, hálft fæði og íslensk fararstjórn. 18. - 30. september Sp ör eh f. s: 570 2790www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Hálftfæðiogallarskoðunarferðirinnifaldar Vínarborg - Balatonvatn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.