Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 40
40 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 2009 Reykjavík Sími 588 9090 Síðumúla 21 • 108 Reykjavík www.eignamidlun.is Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali Traustur kaupandi óskar eftir 80-130 fm vönduðum sumarbústað við vatn. Staðgreiðsla í boði. Nánari upplýsingar veita Geir Sigurðsson eða Sverrir Kristinsson löggiltir fasteignasalar. Sumarbústaður við vatn óskast – staðgreiðsla Strandvegur Garðabæ – Frábært sjávarútsýni Sérlega glæsileg íbúð á frábærum útsýnisstað við sjávarkambinn í Sjálandshverfinu í Garðabæ. Mikið hefur verið lagt í hönnun (Rut Kára- dóttir) og eru öll tæki og innréttingar fyrsta flokks. Stærð er samtals með bílskúr 174,3 m² (íbúð 152,1 og bílskúr 22,2). Pantið skoðun hjá Þórhalli sími 896-8232 Garðatorg 7 - 210 Garðabæ - sími 545 0800 - Þórhallur Guðjónsson, lögg. fast.sali Til leigu glæsilegt 400 fm verslunarhúsnæði á áberandi stað í Kópavogi, nálægt Byko. Upplýsingar í síma 892 8520. Til leigu 487 m2 atvinnuhúsnæði á jarðhæð. Hentar fyrir fjölþætta starfsemi s.s. heildsölu eða hverskonar iðnaðarstarfsemi. Gluggar. Stórar innkeyrsludyr, laust strax. Frábær staðsetning. Hagstætt leiguverð. Nánari uppl. veitir Dan Wiium s. 896 4013. MÖRKIN 1 - TIL LEIGU Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040 kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali gsm 896 4013 Dan V. S. Wiium Ólafur Guðmundsson hdl., lögg. fasteignasali. s. 896 4013 sölustjóri s. 896 4090 jöreign ehf KIRKJUÞING sam- þykkti í vetur sem leið frumvarp til nýrra þjóðkirkjulaga. Í frum- varpinu felast nauðsyn- leg skref sem kirkju- þing telur að þurfi að taka ef sjálfstæði kirkj- unnar á að fá að aukast. Í frumvarpinu felast umbætur í átt til lýð- ræðislegri vinnubragða í stjórnsýslu kirkjunnar og lagfær- ingar á lögfestum skipulagsmálum hennar. Það er orðið mjög tímabært að fá fram þær breytingar sem felast í þessu samþykkta frumvarpi kirkju- þings. Það er mat mitt að þjóð- kirkjan þurfi að fá aukið svigrúm af hálfu Alþingis til að axla meiri ábyrgð á því en áður hvernig mál- efnum þjóðkirkjunnar er stýrt innan stofnana hennar. Með því, sem kirkjuþing er núna að stefna að með þessu frumvarpi að endurskoðaðri rammalöggjöf, verður til kirkja óháðari ríkisvaldi en kirkjan hefur verið til þessa. Með því gæti kirkjan betur ráðið málum sínum til lykta en nokkru sinni áður. Við sjáum ennþá mörg mál á algjörum for- gangslista hjá rík- isstjórn Jóhönnu Sig- urðardóttur og Alþingi Íslendinga í ljósi þeirr- ar stöðu sem efnahags- mál og utanríkismál hafa verið í það tæpa ár sem liðið er frá bankahruninu, er þetta málefni kirkjunnar trúlega efst í forgangslista hvað varðar kirkju- löggjöf. Það er von mín að ráðherra geti lagt fram frumvarp þetta á Al- þingi strax í haust, en það má líka geta þess að það hefur ekki í för með sér neinn kostnaðarauka, heldur miklu fremur sparnað með einfald- ara skipulagi. Stöðug þróun í áratug Stóra skrefið í átt til aukins sjálf- stæðis og lýðræðis var tekið með setningu rammalöggjafar um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar árið 1997. Undir þessum lögum hef- ur orðið markviss þróun í sömu átt. Á þessum tíu árum hafa menn fundið nauðsyn þess að lagfæra ákvæði lag- anna, hreinsa til vegna ósamræmis í þessum annars merka lagabálki og vinna að breytingum í átt til lýðræðis og ábyrgðar kirkjunnar á eigin mál- um. Eitt lítið dæmi um það er að ákvæði um skipan kirkjuþings og kosningar til kirkjuþings voru tekin úr lögum frá Alþingi og sett í hendur kirkjuþings. Þessi breyting varð að lögum vorið 2006. Þá var skip- unarvaldið fært frá ráðherra til bisk- ups árið 2007, en ráðherra skipar ekki lengur í prestsembætti. Eitt flóknasta mál í samskiptum kirkju og ríkis var leyst með samningi og lögum sem tóku gildi 2007. Í því fólst endanlegt uppgjör varðandi eign- arhald á kirkjujörðum og prests- setrum. Með þessum samningi var skilið á milli eigna ríkis og kirkju og er það framhald á samningi sem gerður var 1996 um afhendingu kirkjueigna gegn launaskuldbind- ingum á tilteknum fjölda prestsemb- ætta. Hér varð endapunktur á sögu þessara mála sem rekja má aftur til 1907. Eftir þessa þróun og í ljósi vilja kirkjunnar til aukinnar ábyrgðar í eigin málum er þó enn að finna leifar af valdi ráðherra. Hann setur enn gjaldskrá fyrir prestsverk sem verða að teljast furðu mikil afskipti af prestsþjónustu í landinu miðað við allar aðrar breytingar. Með frum- varpinu er lagt til að það hverfi og gjaldskrá verði í framtíðinni sett af kirkjuþingi. Og þess ber að geta að kirkjuþing hefur ítrekað samþykkt áskorun til ráðherra að fella alfarið niður gjald fyrir skírnir og ferming- arfræðslu. Þróunin í þessu litla efni yrði jákvæð fyrir kirkjuna og alla þá sem leita þessarar þjónustu á lífs- leiðinni, þ.e. foreldra skírnar- og fermingarbarna og börnin sjálf. Knýjandi að auka lýðræðisferlið Það er knýjandi að auknu vægi kirkjuþings, sem æðsta valdi kirkj- unnar, fylgi aukið lýðræði í kosningu til þingsins og við skipan æðstu stjórnar kirkjunnar. Með núverandi skipulagi eru t.d. ekki mörg atkvæði að baki þeim sem taka á sig mikla ábyrgð innan kirkjunnar. Kosninga- reglur þurfa að taka breytingum í átt til meira lýðræðis. Fjárstjórn- arvaldið innan kirkjunnar þarf að fá að styrkjast og einfalda þarf stjórn- sýsluna. Starfsemi þjóðkirkjunnar þarf að fá að taka breytingum sem létta henni að ráða málum sínum til lykta innan stofnana hennar. Með frumvarpinu er farið langt í þessa átt þótt ganga þurfi enn lengra í fram- tíðinni. Sú vegferð verður farsælli ef þetta frumvarp að bættri rammalög- gjöf nær fram að ganga. Ábyrgðin er skýrari núna í ljósi þeirrar reynslu sem við höfum öðlast með lögunum frá 1997, en þau lög voru á sínum tíma háð talsverðum málamiðlunum. Með nýja frumvarpinu er einnig tek- ið mið af þróun sem orðið hefur með lögum um almenna stjórnsýslu, hæfi, upplýsingarskyldu og jafnréttismál. Það væri í anda áberandi umræðu um gagnsæi stjórnsýslu í landinu ef þessi ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, sem á stuttum valdatíma hefur þegar markað stór spor í sögu þjóðarinnar, tæki hönd- um saman með kirkjunni svo að hægt verði að stíga þessi næstu skref sem allra fyrst. Ábyrgð þjóðkirkjunnar og aukið sjálfstæði Eftir Kristján Björnsson » Það er mat mitt að þjóðkirkjan þurfi að fá aukið svigrúm af hálfu Alþingis til að axla meiri ábyrgð á því en áður hvernig málefnum þjóðkirkjunnar er stýrt innan stofnana hennar. Kristján Björnsson Höfundur er sóknarprestur og kirkjuráðsmaður. ÉG LAS nýverið bók eftir hinn banda- ríska Norm Ledgin sem ber nafnið „Asperger’s and Self Esteem. Insight and Hope Through Famo- us Role Models“. Hann á son með Asperger-heilkenni og miðlar í bókinni af sinni reynslu, auk þess sem bókin er hvatning fyrir þá sem fæðast með þetta heil- kenni, foreldra og alla þá sem um- gangast krakka og unglinga með Asperger. Formálann ritar dr. Temple Grandin sem allir muna eftir sem sáu heimildarmyndina Sólskins- drenginn í leikstjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar. Í formálanum lýsir hún meðal annars sinni skólagöngu þar sem henni var strítt mikið vegna þess að hún var öðruvísi en allir hinir og hún sótti því í klúbba í skólanum sem hent- uðu hennar áhugamálum og voru gjarnan á vísindasviði þar sem hún fékk að vera í friði innan um nemendur sem voru í svipuðum sporum og hún. Grunnskólaárin voru martröð fyrir hana, en hún þakkar velgengni sína þeim góðu kennurum sem urðu á vegi hennar og sáu hvar hæfileikar hennar lágu. Hjá þeim fékk hún stuðning og afdrep. Jafnframt sagði hún að hennar reynsla sýndi að lítið varð úr þeim sem höfðu strítt henni í skóla, en meira varð úr henni og þeim sem voru með henni í vísindaklúbbnum. Hvað er Asperger? Það var barnalækn- irinn Hans Asperger frá Austurríki sem lýsti fyrst þessu heil- kenni árið 1944. Í lýs- ingum hans voru helstu einkennin þau að börnin áttu erfitt með að lesa í hegðun annarra eins og lík- amstjáningu, svip- brigði eða raddbeit- ingu, einnig að setja sig í spor annarra. Þau tóku því alveg bókstaflega sem sagt var og gátu illa áttað sig á þegar var ver- ið að gera grín. Þá áttu þau í erf- iðleikum með að samlagast jafn- öldrum og voru klaufsk í hreyfingum. Dr. Temple Grandin er þeirrar skoðunar að börn með Asperger séu oft með miklar gáfur á ákveðnum sviðum en litlar á öðr- um. Hún heldur því fram að ann- aðhvort séu þau með gáfur varð- andi að hugsa um allt sjónrænt og hafa þau þá gjarnan mikla teikni- hæfileika (eins og hún sjálf), eða að þau hafi mikla hæfileika varð- andi tölur, reikning og tónlist. Tölvugeirinn er þekktur fyrir það að margir með Asperger kom- ast þar langt áfram. Hluti af skýr- ingunni er sá að fólk með Asper- ger fær gjarnan þráhyggju yfir áhugamálum sínum og nær undra- verðum árangri. Gott dæmi er um 43 ára gamlan Breta sem nú á að framselja til Bandaríkjanna eftir sjö ár. Hann braust inn í tölvu- kerfi Pentagon og NASA fyrir sjö árum því hann vildi komast að því hvort þeir vissu eitthvað meira en hann um fljúgandi furðuhluti (UFO). Þetta átti ekki með nokkru móti að vera hægt, en honum tókst þetta með þessum saklausa tilgangi og þarf vænt- anlega að sitja inni í mörg ár. Bretar eru ævareiðir yfir þessu, einkum vegna þess að maðurinn er greindur með Asperger. Snillingar? Fólk með Asperger er ekki öðruvísi en annað fólk hvað varðar að það hefur þörf fyrir félagsskap, ást og umhyggju. Þótt það virðist stundum einrænt þá er það meira til þess að vernda sjálft sig fyrir öllu áreitinu í kringum það vegna þess að það er mun næmara fyrir öllum hávaða, fjölmenni og breyt- ingum almennt. Það þarf skýran ramma og verður að vita að hverju það gengur. Fræðin segja að margir af mestu snillingum sögunnar hafi verið með Asperger. Má þar nefna Charles Darwin, Wolfgang Ama- deus Mozart, H.C. Andersen, Al- bert Einstein og Thomas Jeffer- son. Svo er spurningin að líta aftur í tímann og spyrja sig: Hverjir af íslensku snillingunum voru hugsanlega með Asperger? Eftir Hönnu Láru Steinsson » Fólk með Asperger er ekki öðruvísi en annað fólk hvað varðar að það hefur þörf fyrir félagsskap, ást og um- hyggju. Hanna Lára Steinsson Höfundur er félagsráðgjafi og foreldri. Asperger – snillingar? Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.