Morgunblaðið - 23.08.2009, Side 25

Morgunblaðið - 23.08.2009, Side 25
því að vera dæmigerð stríðsmynd að hætti Hollywood eftir miðja síðustu öld. Hér fáum við t.d. glæ- nýja útgáfu af endalokum Hitlers. IB segir tvær samhliða sögur þar sem Shosanna Dreyfuss (Mél- anie Laurent), eitilhörð gyð- ingastúlka sem hefur misst fjöl- skyldu sína í böðulshendur nasistaforingja, er þungamiðja annarrar. Hún kemur sér fyrir í kvikmyndahúsi í Parísarborg og bíður hefnda. Hin segir af banda- rískri herdeild skipaðri gyðingum, sem hefur það að markmiði að knésetja Þriðja ríkið. Fyrir flokknum fer liðsforinginn Aldo Raine (Brad Pitt), ættaður úr Ozark-fjöllum í miðríkjum Banda- ríkjanna. Raine og menn hans ganga til liðs við Bridget Von Hammersmark (Diane Kruger), leikkonu og foringja í þýsku neð- anjarðarhreyfingunni sem stefnir að sama marki og Bandaríkja- mennirnir. IB er dæmigerð fyrir vinnu- brögð Tarantinos; kaflaskipt með löngum samtölum sem færa okkur á nýjar og óvæntar slóðir, þar sem nánast enginn einstaklingur er all- ur þar sem hann er séður en lúrir á sínum leyndardómum og áætl- unum. Fjölþjóðleg tungu- málanotkun setur sterkan svip á myndina og eru málin notuð á ný- stárlegan hátt. Var áratug í smíðum Tarantino hóf að skrifa handrit IB árið 1998, með mikið til sömu persónum og í lokaútgáfunni, en söguþráðurinn hefur tekið sífelld- um breytingum. Upphaflega áttu „bastarðarnir“ að slást í för með dæmdum lituðum hermönnum og flokkarnir síðan að ráðast í sam- einingu á óvininn. Efnið var of yf- irgripsmikið og Tarantino lagði það til hliðar í mörg ár í von um að hann gæti komið á það skikk síðar meir. Það gekk eftir, í fyll- ingu tímans datt leikstjórinn og handritshöfundurinn niður á glæ- nýja útgáfu sem hann var fyllilega sáttur við. Þar kemur við sögu kvikmyndagerð og heilmikil frum- sýning í hjarta Þriðja ríkisins, nokkuð sem hefur ekki verið gert áður í stríðsmynd. Tarantino hafði engan áhuga á að setja hlutverk Foringjans í hendurnar á þekktum leikara sem kæmi áhorfendum kunnuglega fyr- ir sjónir. Að lokum datt hann nið- ur á Martin Wuttke, þýskan sviðs- og kvikmyndaleikara, en hann hafði túlkað Hitler á sviði ein- hvern tímann í fyrndinni í leikriti eftir Brecht. Margir eru þeirrar skoðunar að hann hafi sjaldan eða aldrei verið betur leikinn á sviði. Wuttke hafði samt sem áður eng- an áhuga á að túlka þrjótinn á tjaldinu og sagði Tarantino að frekar vildi hann leika vínarsnitsel en Adolf Hitler! Tíminn leið, Tarantino fann eng- an færan í Hitlershlutverkið og um síðir lét Wuttke tilleiðast og tók það upp á arma sína, leikstjór- anum til ómældrar ánægju. Hann hefur sagt að Wuttke hafi jafnan gætt sín á að ofleika ekki skrímsl- ið, en hreinlega umbreyst í For- ingjann, beint úr kassanum, á fyrstu æfingu. Tarantino hefur þá venju að kalla leikarana ekki sínum réttu nöfnum meðan á tökum stendur, heldur nöfnum persónanna sem þeir túlka. Kallaði Brad Pitt jafn- an Aldo, ekki Brad. Og það var engin leið að kalla Wuttke gamla annað en „mein Führer“. Litríkur mannskapur í aukahlutverkum Brad Pitt er aðalskrautfjöðrin í leikhópnum og fer með stærsta hlutverkið, liðsforingjann. Fær einnig tækifæri til að spreyta sig í mállýsku Ozark-fjallabúa, en leik- arinn er snillingur í málhreimum, eins og þeir muna sem sáu Snatch. Valið í aukahlutverkin er ekki síður forvitnilegt. Eli Roth, leik- stjóri og handritshöfundur Hostel og Cabin Fever (hugmyndinni að þeirri síðarnefndu laust niður í koll hans austur á Selfossi af öll- um stöðum), kemur við sögu sem liðþjálfinn Donny Donowitz, einn „bastarðanna“. Hans eftirlæt- isvopn er hafnaboltakylfa þar sem félagar hans hafa ritað nöfn ást- vina sinna í Evrópu sem lent hafa í útrýmingarbúðum Foringjans. Roth leikur m.a. í ofbeldisfullu lykilatriði sem gerist í brennandi kvikmyndahúsi og verður ekki lýst hér nánar. Aftur á móti fór eldhaf- ið úr böndunum og sluppu Roth og fleiri úr hópnum naumlega við að verða því að bráð. Það leynir sér hins vegar ekki að blóðhrollshöf- undurinn er greinilega í essinu sínu með þetta fræga ofbeldistól í höndunum og leikstíllinn minnir á kollega hans og velgjörðarmann, Tarantino, sem hefur m.a. komið fram í myndum Robertos Rodrigu- ez. Diane Kruger, sem fer m.a. með aðalhlutverkið í Inhale, nýjustu mynd Baltasars Kormáks, leikur þýsku andófs- og aðalskonuna Von Hammersmark. Mike Myers túlk- ar Ed Fenech hershöfðingja og nokkur fleiri óvænt nöfn krydda myndina. Hér stingur t.d. upp kollinum Rod Taylor (sem Win- ston Churchill), sú fáséða fyrrver- andi stórstjarna, sem lék m.a. að- alhlutverkið í Hitchcock-myndinni The Birds (’63). Hann er vafalaust í náðinni hjá Tarantino. Hópurinn er ekki síðri sem ann- ast störfin bak við tökuvélarnar. Þar er að finna kvikmyndatöku- stjórann Robert Richardson (The Aviator, Natural Born Killers o.fl. myndir e. Scorsese og Stone; auk Kill Bill I. & II.). Klipparinn Sally Menke hefur unnið með Tarantino allt frá Reservoir Dogs, líkt og út- litshönnuðurinn David Wasco. Það er hins vegar nýjast fregna af þeim umdeilda snillingi Tarant- ino að hann hefur ekki í hyggju að hætta endurgerðum á ólíklegustu slóðum og hyggst næst leita fanga í ljósblárri B-myndasmiðju Russ Meyers. Verður forvitnilegt að sjá hvernig honum tekst upp við að sníða Faster, Pussycat! Kill! Kill! (’65) að þörfum samtímans, en frummyndin var með þeim slök- ustu sem sýndar voru í Hafnarbíói sáluga. mar að þýskum Reuters Gleði Quentin Tarantino er aug- ljóslega ánægður með nýjustu mynd sína, „Inglourious Basterds“. Leiðtoginn Liðsforinginn Aldo Raine (Brad Pitt) leggur áherslu á mál sitt við undirmenn. 25 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 2009 Heyrnartækni hefur um áraraðir boðið upp á vönduð heyrnartæki í mörgum verðflokkum frá Oticon. Heyrnartækin frá Oticon eru með þeim fullkomnustu sem völ er á og hönnun þeirra er svo nett að þau eru nánast því ósýnileg bak við eyra. Það skiptir miklu máli að vanda valið þegar það kemur að heyrninni. Hafðu samband eða komdu í heimsókn og fáðu nánari upplýsingar um hvað við getum gert fyrir þig. G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 Re y k j a v í k | w w w. h e y r n a r t a e k n i . i s Nánari upplýsingar og tímapantanir í síma 568 6880 eða á www.heyrnartækni.is Nánast því ósýnileg heyrnartæki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.