Saga - 1953, Blaðsíða 6
350
Eins og alkunnugt er, voru rúnir höggnar í
stein, ristar á málma, tré og horn, sbr. Sigur-
drífumál 7. erindi („á horni skal þær rista“),
Guðrúnar kviðu ina fornu 22. erindi („Váru
í horni hvers kyns stafir ristnir ok roðnir“)
og vísu Egils: Ristum rún á horni1) o. s. frv.
Minjar um rúnaletrið hafa geymzt á munum
úr þessum efnum. En ekkert gat verið því til
fyrirstöðu, að rúnaletur væri fest á hverja þá
muni, sem letur mátti festa á, svo sem papyrus
og skinn. Til þess þurfti einungis einhvem lit
og tæki til þess að festa litinn. Menn máluðu
(„skrifuðu") myndir á skjöldu og dúka, sbr.
Guðr. kviðu ina fomu 15. erindi („Höfum vit
á skriftum, þat er skatar léku, ok hannyrðum
hilmis þegna“) og 16. erindi („byrðu vit á
borða, þat er þeir börðusk"). Með sama hætti
mátti auðvitað draga rúnastafi á hvert það efni,
sem festa mátti á lit. Jafnvel á líkamshluta
mátti festa rúnir. I Sigurdrífumálum, 7. erindi,
er talað um að merkja (fremur en rista) rúnir
á handarbakið og merkja á nagli nauð. Og í
9. erindi segir, að bjargrúnir skuli „rista“ á
lófum. Sýnist líklegra, að rúnastafir hafi frem-
ur verið festir á handarbak og lófa með lit
(þar á meðal blóði), en að þeir hafi verið skom-
ir í hörundið. Líklegt er, að Norðurlandabúar
(þar á meðal Islendingar) hafi snemma kynnzt
skinnum, sem verkuð hafa verið til þess að
festa á þau liti (myndir, stafi), bæði í víkinga-
ferðum og kaupferðum suður um Evrópu og
1) Egilssaga 44. kap.