Saga - 1953, Blaðsíða 32
376
alþekkt fyrr og síðar, og vita menn, að áður
voru þó til mörg og margvísleg skráð og óskráð
lög og aðrar réttarreglur um ýmis þau atriði,
er skipa skal með nýjum lagabálkum. En þó
að lög væru bæði endurbætt og skráð 1117—
1118, þá er auðvitað ekki þar með girt fyrir
alla óvissu manna um tilvist laga og skýringu
þeirra. Bæði er það, að lögin hafa ekki verið
öll skráð, svo sem skilja verður orð Ara, og
lagaskrár hafa lengstum verið í fárra manna
eigu, og svo hitt, að ákvæði hafa fallið niður og
nýmæli verið gerð, svo að marga hefur eftir
sem áður skort þekkingu á því, hvað lög væri
um tiltekið efni. Fyrir því var nauðsynlegt,
að menn gætu framvegis leitað til lögréttu og
lögsögumanna um fræðslu varðandi lög um til-
tekið atriði, eins og mælt var í lögum lýðríkis-
ins.1)
Eins og sagt var, skera orð Ara fróða,, að
lögin skyldi „skrifa á bók“, ekki úr um það,
hvort skráningin hafi verið gerð með rúnaletri
eða latínuletri. En um meðferð málsins á al-
þingi sumarið 1118 segir Ari, að lög þau, sem
skráð höfðu verið, hafi verið „sögð“ (þ. e. lesin
upp) í lögréttu „af kennimönnum“ (þ. e. klerk-
um). Ef lögin hafa verið skráð latínuletri, þá
var upplestur þeirra að öllum líkindum ein-
ungis á færi kennimanna, með því að aðrir
hafa sennilega ekki verið svo læsir á latínu-
letur, að þeim væri upplesturinn fær eða hæg-
ur. En efalaust hafa líka margir kennimenn,
sem margir voru úr höfðingjastétt og úr hópi
1) Grágás Ia 213—215, 216.