Saga - 1953, Blaðsíða 69
413
jafnaði 3 ár, stundum, ef munksefnið var sér-
staklega líklegt, 2 ár, en aldrei minna en 1 ár,
og aldrei það, nema um greinilega gott munks-
efni væri að ræða, roskið og ráðsett og með
slíka forsögu, að þetta mætti þykja óhætt. Úr
því að síra Arngrímur var í sendiferðum fyrir
biskup í Möðruvallamálum 1327,. hlýtur hann
að hafa verið rösklega fertugur eða jafnvel
allmikið meira 1341, og ætti því aldursleysi
ekki að hafa bagað hann, en auk þess eru met-
in, sem hann var í hjá Skálholtsbiskupi, og
staða hans sem þingaprestur í Odda slík, að
harla líklegt má þykja, að fyrir hann hafi þótt
nægja eins árs reynslutími, þótt vel geti samt
hafa orðið lengri. En jafnvel þótt eins árs novi-
tiatus hafi þótt Arngrími nægja, þá urðu samt
að líða 3 ár (triennium) frá því að reynslu-
tíma lauk og þar til hann vann lokaheitin.
Það hlutu því minnst að líða 4 ár, unz hann
varð fullgildur munkur (professus), og allan
þann tíma gat reglan að frjálsu hafnað hon-
um og hann henni. Uppsteyturinn í Þykkva-
bæjarklaustri varð árið eftir, 1342, en slíkir
atburðir hafa að jafnaði nokkurn aðdraganda,
venjulega alliangan, og verður því, enda þótt
ókunnugt sé um hvaða tíma árs uppsteytur-
inn varð, að gera ráð fyrir því, ef síra Arn-
grímur hefur þá verið í Þykkvabæjarklaustri,
að hann hafi orðið var við, til hvers mundi
draga. Það verður og að ætla, að hann hafi þá
verið fullur af hugsjónum og áhuga, og að
hann því, er hann fann, hvað í loftinu lá,
mundi hafa notað heimild sína til þess að
draga sig í burt úr þessu vandræðaklaustri,