Saga - 1953, Blaðsíða 74
418
fjandskapur til klaustursins. Þá er þess að
gæta, að Jón biskup var klausturmaður, og
gizkar Jón biskup Helgason í riti sínu „Islands
Kirke“ (I, bls. 190, 256) á, að hann hafi verið
af kanúkareglu heilags Augústíni og úr Þykkva-
bæjarklaustri. Nú er ókunnugt, að nokkur gögn
séu fyrir þessu, en ef þetta væri rétt, er alveg
óskiljanlegt, hvers vegna hann ætti að hafa
farið að vilja breyta klaustri af sinni eigin
reglu í Benediktsklaustur. Hefði hann sjálfur
verið Benediktsmunkur, þá hefði slík löngun
að vísu verið skiljanleg, en þá hefði hann hlotið
að vera Þingeyra- eða Munkaþverármunkur,
og þá úr hinu biskupsdæminu, en þess eru eng-
in dæmi um íslenzkan klaustramann, að hann
hafi orðið biskup í öðru biskupsdæmi en þar
sem hann var til heimilis, nema Brand Hóla-
biskup Jónsson. Það virðist því ekki vera heil
brú í þessu, enda þótt víst sé, að regluhaldinu
hafi verið breytt.
(V) Telur greinarhöf. vera mörg dæmi
þess, að bræður hér á landi hafi verið fluttir
á milli klaustra af sömu reglu,. en færir þó
engin til, enda eru þau engin til. Þessum mis-
skilningi þarf höf. á að halda til þess að geta
fleytt Arngrími, sem hann er búinn að setja
niður í Þykkvabæ, áleiðis til ábótadæmis í
Benediktsklaustrinu á Þingeyrum, og þar með
vekur höf. allmikinn grun á sér um að vera
að smeygja rökum undir niðurstöður, sem hann
hefur verið búinn að semja fyrirfram, en slíkt
er ekki góðra fræðimanna siður. Þess vegna
„má vel láta sér detta í hug“ eins og hann
orðar það, að Arngrímur hafi verið látinn fara