Saga - 1953, Blaðsíða 89
risið upp gegn Jóni biskupi Eiríkssyni, og er
það bersýnilega af því, að síra Þorsteinn hefur
viljað verða biskup og fylgjendur hans fá hann
í þá stöðu. Samkvæmt sama annál sigldi síra
Þorsteinn 1362, væntalega til þess að ná í bisk-
upsembættið, en andaðist samkvæmt annálum
árið eftir, 1363. Árið 1364 eru Eyfirðingar enn
með uppsteyt við Jón biskup, en eftir það
sýnist á annálnum sem öll mótstaða gegn hon-
um hafi dottið niður. Athugandi er, að annáll-
inn ársetur þessa atburði einu ári of seint. Af
frásögn þessari, sem er ofureinföld og eðlileg,
virðist svo sem ástæðan til þess, að Arngrímur
ábóti var ekki kosinn officialis aftur, hafi verið
sú, að hann hafi verið áhangandi Jóns biskups
Eiríkssonar, og að Eyjafjarðarprestar því hafi
hamlað kosningu hans, en biskupsmálið virðist
þá hafa verið orðið að heiftarmáli, og þó ekki
meiru en svo, að síra Þorsteinn er með öðrum
Hólaprestum vottur Jóns biskups að samningi,
sem hann gerði við Gyrð biskup 20. júlí 1360.
Annað veit þessi annáll ekki af Arngrími ábóta
að segja í þessu sambandi.
Er nú að athuga Lögmannsannál, en höfund-
ur hans, síra Einar Hafliðason á Breiðabóls-
stað 1 Vesturhópi, sem stóð í öllum þessum
málum og segist hafa verið fremsti stuðnings-
maður Jóns biskups, segir frá því við árið
1357 í beinu sambandi við tilraunir Jóns bisk-
ups til að verða Hólabiskup, að „prestar í Hóla-
biskupsdæmi afsögðu hlýöni viðr Ásgrím
ábóta, því að hann var borinn ljótum málum“,
en hver þau mál hafi verið, greinir ekki, —
því miður. Við næsta ár segir annállinn frá
Saga.28