Saga - 1953, Blaðsíða 77
421
eins heimilt, heldur beinlínis skylt, að taka til
sinna ráða, án alls páfaleyfis, og skapast heim-
ild og vald biskups til þess af járnharðri nauð-
syn. Hann verður að ráðstafa þessu, helzt
reyna að koma klaustrinu á laggirnar aftur
með því að laða klausturleitna menn til þess
að leita inngöngu þar, en sé þess ekki kostur,
verður hann að ráðstafa þessu á þann hátt,
sem honum þykir skynsamlegastur. Sama gild-
ir, ef stjórn og agi í klaustri fer svo gersem-
lega út um þúfur, að ekki sé hægt að rétta
hann, hverra ráða, sem leitað er, og þá má
biskup, og honum er skylt að slíta klaustr-
inu. Ef hið fyrra á sér stað, eru mjög litlar
líkur á, að nokkuð sé eftir af mannhöfn klaust-
ursins, eða að minnsta kosti svo lítið, að ekki
verði haldið uppi reglulifnaðinum, og verður
þá að dreifa þessum fáu mönnum á gistivistir
hjá öðrum klaustrum af sömu reglu. Engu að
síður eru þessir klaustramenn svo bundnir hinu
forna klaustri sínu, að þeir verða að snúa
þangað aftur, ef tekst að koma því á laggirn-
ar á ný. En ef vandræðin stafa af því, sem
síðar var greint frá, má fara eins með klaustra-
mennina, en ef þess er ekki kostur að koma
þeim í gistivistir á öðrum ldaustrum, má láta þá
á prestavistir eða ráðstafa þeim á annan hátt,
er sæmir stöðu þeirra. Réttur klaustursins eða
þeirra er þar með engan veginn horfinn, og
verður að koma öllu í hið fyrra far, ef þess
verður kostur og þegar þess verður kostur.
Það er þarna, einsog endranær, að nauðsyn
brýtur lög og skapar ný réttindi og nýjar skyld-
ur, er haldast, meðan neyðarástandið helzt. Það