Saga - 1953, Blaðsíða 27
371
minni sínu með því að festa ákvæði laganna að
einhverju leyti með rúnum. Dæmin eru annars
staðar til um það, að menn skráðu lög sín á
leir eða steintöflur (lög Hammurabis, lög Mose,
Tólf taflna lög Rómverja o. s. frv.). Og hvers
vegna skyldu ekki þeir, sem kunnáttu höfðu
til, hér hafa notað þá kunnáttu í svo mikils-
verðu efni sem varðveizla laganna óbrjálaðra
var? Var mönnum hér norður nokkru torveld-
ara, að festa rúnir á tré eða jafnvel skinn en
Rómverjum, Hebreum eða Babiloníumönnum
letur sitt á stein eða leirspjöld? Stafina mátti
líka festa með lit á tré, eins og menn máluðu
myndir og annað á skip og skjöldu.
En jafnvel þótt in upphaflegu lög hefðu ver-
ið svo einföld og óbrotin, að eigi væri talin frá-
gangssök að muna þau, þá hefur ekki verið
svo lengi. Gömul lagaákvæði hafa verið felld
niður með öllu, ný lög hafa verið sett og við
in gömlu lög aukið með margvíslegum hætti.
Minnisverkið varð því meira eftir því, sem
tímar liðu. Einum manni, lögsögumanni, mátti
því verða ofraun að hafa það allt í minni sér,
án nokkurs stuðnings letraðs máls. Hitt er
annað mál, að letrun laga hefur verið mjög
ófullkomin, mæld á nútíðar mælikvarða, jafn-
vel þótt letur hafi verið haft til hjálpar. Sjálft
stafrofið var ófullkomið, því að sextán hljóð-
tákn voru sjálfsagt langt frá því að nægja til
táknunar allra hljóða í málinu. Það, sem nú er
nefnt skammstöfun, hefur sjálfsagt oft og víða
verið höfð. Letrun hefur verið óglögg í upp-
hafi og sumstaðar máðst. Sumt hefur ekki verið
letrað o. s. frv. Mörg vandamál máttu því rísa,