Saga - 1953, Blaðsíða 23
367
svo sem síðar verður nefnt, hafa efni staðið til
rannsóknar og tillagna um umritun þeirra til
latínuleturs. En auðvitað er þetta einungis get-
gáta. En hvað sem um þetta atriði má segja,
þá virðist einsætt, að starf þeirra muni hafa
verið unnið í því skyni, að hafa mætti niður-
stöðu þeirra að leiðarvísi, er umrita skyldi
rúnatexta til latínustafa. Þó að vitanlega sé af
þessu einu ekkert fullyrðandi um það, hversu
mikið hafi þá verið af rúnaskráðu efni í land-
inu, þá bendir starf þeirra Þórodds og Ara til
þess, að það muni meira hafa verið en eitthvað
af stuttum rúnaristum á tré eða stein. Því má
loks við bæta, að þörf á leiðbeiningum til um-
ritunar rúnaleturs til latínuleturs hefur sýnzt
því meiri sem meira var til af rúnaletruðu efni
í landinu, enda má gera ráð fyrir því, að kenni-
lýðurinn hafi stefnt að almennri notkun latínu-
leturs, sem allir lærðir menn í kristnum lönd-
um hafa þá þekkt og lesið.
En það, sem nú hefur verið sagt, skýrir það
ekki, hvers vegna endurbætur þær voru gerðar
á rúnastafrofinu, sem nefndar voru, viðbót tví-
hljóðatáknanna. Samsvarandi hljóðtákn voru
ekki í latínustafrofi, og þeirra var auðvitað út
af fyrir sig engin þörf, er umrita skyldi rúna-
texta til latínuleturs. En endurbótin hefur þó
fráleitt verið gerð alveg út í bláinn. Þar hefur
einhver þörf krafizt endurbótarinnar. Spakir
menn hafa fundið það, að rúnastafrofið skorti
alveg sérstök tákn fyrir ýmis hljóð í tungunni
(tvíhljóðana). En þetta gat þó litlu máli skipt,
ef tilætlunin var almennt sú, að rúnaritun legð-
ist niður með öllu eða jafnvel þótt gera mætti