Saga - 1953, Blaðsíða 80
424
var miðuð við annað regluhald en var í kan-
úkaklaustrum, og hentuðu þeir því ekki til þess
að halda uppi lifnaði á kanúkavísu. Þá er og
ekki sennilegt, að þeir hefðu viljað yfirgefa
þá reglu, eða það klaustur, er þeir höfðu sjálf-
ir kosið, enda þótt þess hefði verið kostur, eða
ábótar þein*a viljað láta þá af hendi. Það er
því ofur sennilegt, að nýliðar þeir í Benedikts-
reglu, sem til Viðeyjar fóru, hafi aðeins verið
úr öðru hinna íslenzku Benediktsklaustra, og
þá líklega frá Þingeyraklaustri, sem var vold-
ugra og mannfleira, og að þeir hafi unnið upp-
runaklaustri sínu og ábóta þess hlýðniheit, er
Jdn biskup vígði þá undir reglu. Það er því og
sennilegast, að Benediktsklaustrið í Viðey hafi
verið útbú frá öðru hvoru (prioratus obedien-
tiarius), Þingeyraklaustri eða Munkaþverár-
klaustri, heldur þó Þingeyraklaustri, en til
þess bendir nokkuð, að forstöðumaður þess
var aðeins príor, þótt ekki sé það óyggjandi.
Slík klaustraútbú voru sérstaklega algeng inn-
an Benediktsreglunnar, og lutu jafnt munk-
arnir sem príorinn undir ábóta móðurldaust-
ursins á sama hátt, einsog þeir væru munkar
búsettir í móðurklaustrinu. Þetta var auðvitað
einskær bráðabirgðaráðstöfun, því að eftir sem
áður var skylt að koma á kanúkalifnaði í Við-
ey aftur svo fljótt sem kostur var. Það dróst
og ekki mjög lengi — eitthvað 7 ár —, því að
1351 reyndist þetta kleift, og fóru Benedikts-
munkarnir þá úr Viðey heim í sitt klaustur,
en allt fór í gamla farið þar, einsog vera bar.
(VII) Allar hugleiðingar greinarhöf. uffl