Saga - 1953, Blaðsíða 99
443
Gyrðs biskups, en hitt er rangt hjá honum,
-að aðeins sé til eitt embættisbréf vísitator-
anna. Segir höf. réttilega, að þar kalli Ey-
steinn sig „bróðir Eysteinn Ásgrímsson cano-
nincus regularis de Sancta Sede“. Þetta legg-
nr hann út „reglulegur kanúki á Helgisetri",
en sú útlegging er röng, því að það þýðir:
„reglubundinn kanúki af Helgisetri". Með því
er átt við það,. að hann var kanúki af reglu
heilags Augústínusar í Helgisetri í mótsetn-
ingu við kanúkana á dómkirkjunum (kórsbræð-
urna) og á eccelesiae collegiatae, einsog t. d.
kanúkana við Postulakirkju í Björgvin, sem
voru canonici seculares, er þýðir kanúkar í
veraldarklæðum, þ. e. a. s., sem ekki eru háðir
neinni reglu. Það er til annað bréf vísitoranna
frá 19. júlí 1358 (D.I. III, nr. 86), þar sem
bróðir Eysteinn líka kallar sig „canonicus re-
gularis de Sancta Sede“, og má heita stórfurðu-
legt, að höf. skuli ekki hafa rekið augun í það,
þar eð það er næsta bréf í Fornbréfasafni
á eftir bréfi því, sem hann minntist á. Auð-
vitað sannar bréfið ekki neitt sérstaklega, en
sjálfsagt var að geta þess, og enn sjálfsagðara
var að aftaka ekki, að það væri til. Hitt er
lakara, að höf. virðist ekki læra það lítið, sem
mátti, af þessu bréfi eða þessum bréfum.
Af því, að þeir Gyrður biskup og bróðir Ey-
steinn lögðu til Noregs 1355 og ekki fara sög-
ur af Eysteini aftur fyrr en 1357, ályktar höf.,
að „bróðir Eysteinn hafi sennilega gengið í
hið norska klaustur eftir 1355“. Til þess er
þó engin heimild, því að af klaustramanninum,
þegar hann er innan síns klausturs, berast