Saga - 1953, Blaðsíða 64
408
lendis, en þó aðeins með leyfi réttra yfirvalda“,
segir höf. enn.
Nú vaknar fyrir höf. spurningin um það,
hvernig Arngrímur hafi getað orðið ábóti á
Þingeyrum, þar sem hann hafði að dómi höf.
svarizt undir Augústínusreglu í Þykkvabæ.
Svarar hann því fyrst með því að segja: „Má
vel láta sér detta í hug, að Arngrímur hafi
verið látinn fara í Viðeyjarklaustur", því að
þar hafi verið Augústínusarregla.
(VI) En þá „tekur (biskup) af Augústínusar-
reglu í Viðey 21. marz 1344, en setur þar Bene-
diktsreglu og vígir 6 bræður undir hana“. Telur
höf. þá aðeins hafa verið tvennt til, að kanúk-
arnir, sem fyrir voru, hafi vígzt undir Bene-
diktsreglu, eða að „fengnir“ hafi verið 6 nýir
menn, er gengust undir regluna.
(VII) En þá hefðu kanúkarnir orðið að víkja
fyrir Benediktsmunkunum, og þar með verið
brotið ákvæðið um stabilitas loci, og þar eð
óheimilt að ganga undir aðra reglu en þá sem
gengið var í áður, né „bersýnilegt, að æðri
kirkjuvöld hafa veitt hér undanþágu eða kirkju-
lögunum ekki verið fylgt“.
(VIII Sennilegra telur höf. þó, að kanúk-
arnir, er fyrir voru í Viðey, hafi verið vígðir
undir Benediktsreglu, „því að varla er ætl-
anda, að svo mikil gróska hafi verið í íslenzku
klaustralífi, að 6 menn hafi bundizt reglu-
heiti á einum degi“.
Svona varð Arngrímur Benediktsmunkur, og
var nú ekkert til fyrirstöðu, „að hann færi til
Þingeyra, að boði biskupanna, til að setja sam-