Saga - 1953, Blaðsíða 95
439
Enda þótt hin ýmsu reglufélög legðu sömu
reglu til grundvallar líferni sínu, voru þær al-
gerlega óskyldar um tilgang, stjómarháttu og
starfssvið og ótengdar hver annarri um stjórn.
Predikaralifnaður lagði reglu heilags Augúst-
ínusar til grundvallar fyrir líferni sínu, og
bætti við ýmsu úr sérreglum Cistercíumunka,
er lifðu eftir Benediktsreglu, og kanúka af
reglu Praemonstratensa, er fóru að Augúst-
ínusarreglu, en bætti síðan smám saman við
reglum um séreinkenni sín með svonefndum
constitutionum. Þetta samheiti ,,regla“ á lífs-
reglunum og sambýlunum hefur, svo óvand-
ratað sem er á milli þessara heita, orðið til
þess að villa höf., þar sem hann, af því að
predikarabræður héldu Augústínusarreglu, hef-
ur ætlað, að þeir væru grein af Augústínusar-
reglunni, og þar með hafa allar hugleiðingar
hans og ályktanir af því orðið staðleysa ein.
(X) Þess vegna fer og á sömu leið, þegar
hann gerir vanþekkingu eða meinloku Chr.
Langes um það, að Arngrímur hafi verið ábóti
í klaustri af kanúkareglu heilags Augústín-
usar, að „ekki óskynsamlegri ályktun“, af því
að Arngrímur hefði heitið að ganga í pre-
dikaralifnað. Annars er klaustrasaga Langes,
nú rúmlega 100 ára gömul, orðin svo þraut-
úrelt rit, að ekki er boðlegt að vitna í hana
lengur.
Af þessu er auðséð, að staðhæfingar höf. um
að Arngrímur hafi verið einn Þykkvabæjar-
bræðranna, er í klandrið komust, og ályktanir
hans um skaphöfn Arngríms, sem reistar
eru á þessu, eru botnlausar. Segir höfundur,