Saga - 1953, Blaðsíða 121
465
urs Lilju, að atburðirnir hafi gerzt þá,. en um
aldur hennar veit maður ekkert, nema í hæsta
lagi, að hún hlýtur að vera kveðin einhvern-
tíma á árunum 1339—1361, einsog leidd eru
rök að hér áður. Frá því sjónarmiði væri þess
vegna ekkert því til fyrirstöðu, að þjóðsagan
hermdi rétt frá því, hvenær kvæðið væri ort,
ef hún yfirhöfuð væri sönn. Það telur greinar-
höf. líklegt, því að hann segir: „hins vegar
gæti þjóðsagan geymt þann sannleikskjarna,
að Lilja hafi orðið Eysteini til uppreistar eftir
afbrotið í Þykkvabæ". Nú er það, að yfirhöfuð
eru þjóðsögur einskisnýtar heimildir,, og í heild
sinni hafa þær engan sannleikskjarna að
geyma. Þó kann að hittast á, að svo sé, en þá
er fullkominn ógerningur að greina það, hvað
sé sannleikur og hvað ekki. Það er ekki hægt,
nema til komi einhver óyggjandi gögn annarrar
tegundar um hið sanna, sem í þjóðsögunni er
fólgið, en þar með er sönnunargagnið fyrir
sannleiksgildi hennar orðið heimild fyrir því,
sem hún hermir rétt, og þjóðsögninni er eftir
það ofaukið. Það er með öðrum orðum sama,
hvernig allt veltist, að þjóðsagan verður aldrei
heimild um neitt. En látum nú svo vera, að
þjóðsaga gæti verið heimild, þá gildir um hana
sama regla og um aðrar heimildir, að ekki má
,,lagfæra“ hana,. nema full rök séu færð fyrir
því, að það sé rétt. Forsendurnar fyrir niður-
stöðunum verða að vera sannaðar. Þessar regl-
ur brýtur höf., því að hann breytir efni þjóð-
sögunnar rakalaust að eigin geðþótta og sann-
ar það, að Lilja geti ekki verið samin eftir hið
svo nefnda ósamþykki þeirra Gyrðs og Ey-
Saga. 30