Saga - 1953, Blaðsíða 75
419
í Viðeyjarklaustur, sem var af sömu reglu.
Auðvitað má láta sér detta í hug allt á milli
himins og jarðar, en slíkar hugdettur verður
síðan að vega og meta, hvort þær fá staðizt,
og það getur þessi hugdetta ekki, sem sjá má
af því, sem að framan greinir.
(VI) Ástæðan til þess, að höf. þarf að flytja
Arngrím svona um set er sú, að Jón biskup
tekur af kanúkareglu í Viðey „21. marz“ 1344
og setur í staðinn Benediktsreglu, en af því
megi að hans dómi sjá, að æðri kirkjuvöld
hafi veitt undanþágu, eða að kirkjulögunum
hafi ekki verið fylgt. Hvorugt er rétt, en höf.
hefur ekki verið svo forvitinn að reyna að
skyggnast eftir því, hvað Jóni biskupi hafi get-
að gengið til slíks, og hvort skýringarinnar á
regluskiptunum sé ekki að leita í tilgangi bisk-
ups. Þá er dagsetningin, 21. marz, alveg út í
hött. Þessi dagur er natalis heilags Benedikts,
en samkvæmt annálnum gerðist þetta „in trans-
latione Sancti Benedicti", en hún er 11. júlí,
og ætti hverjum manni að vera auðvelt að gera
greinarmun á því.
Er nú bezt að svipast um í nágrenni þessa
atburðar, og verður þá fyrst fyrir manni, að
1343, árinu áður en þetta gerðist, andaðist
Helgi Sigurðarson ábóti í Viðey, sá er tók við af
Andrési dreng, er tekin hafði verið ábótastétt af,
fyrir hverjar sakir, sem það hefur verið gert.
Sama árið, sem regluskipti urðu í Viðey, var
tekin ábótastétt af Þorkatli ábóta á Helgafelli,
og er yfirhöfuð eftirtakanlegt, að allar þær
nýstárlegu fregnir, sem um þessar mundir
fara af klaustrum hér á landi, eru af kanúka-