Saga - 1953, Blaðsíða 20
364
tungu, eftir því sem Þóroddr rúnameistari1) ok
Ari prestr hinn fróði hafa sett í móti latínu-
manna stafrofi, er meistari Priscianus hefur
sett“.2) Telja má afarlíklegt, að Þóroddur
kirkjusmiður Gamlason og Þóroddur rúna-
meistari sé einn og sami maður. Þetta skiptir
þó engu máli í þessu sambandi, því að sam-
kvæmt berum orðum formálans hafa þeir Þór-
oddur rúnameistari og Ari fróði báðir þekkt
rúnastafrofið. Það, sem þeir eru sagðir hafa
gert,, er það, að þeir hafi „sett“ rúnahljóð-
táknin sextán „í móti latínumanna stafrófi“,
er meistari Priscianus hafi sett. Þetta verður
naumast skilið öðruvísi en svo, að þeir Þórodd-
ur og Ari hafi athugað það, hvaða hljóðtákn
rúnastafrofsins táknuðu sama eða líkt hljóð og
tiltekið hljóðtákn í latínustafrofi, t. d. að bjark-
an (b) rúnastofnsins mætti hafa bæði fyrir
b og 'p latínustafrofsins, að kaun (k) rúna-
stafrofsins mætti hafa bæði fyrir g, q og c (k)
latínustafrofsins, ár (a) rúnastafrofsins svar-
aði til a latínustafrofsins o. s. frv. 1 rúnastaf-
rofið vantaði alveg tákn fyrir tvíhljóða (ae,
au, ei, ey og oe), og má vera, að þeir Þóroddur
og Ari hafi bætt þeim 5 rúnahljóðtáknum sem
í 3. hljóðfræðiritgerð getur í það.3) í þriðju
málfræðiritgerðinni4) segir, að hvorutveggja
1) í orðinu felst sennilega það eitt, að maðurinn
hefur verið snillingur í rúnagerð, endur hagur vel.
Bendir það til rúnanotkunar um hans daga.
2) Den tredje og fjerde grammatiske afhandl.,
Kbh. 1884, 154.
3) Den tredje og fjerde grammat. afh. 47—48.
4) Samastaðar 43.