Saga - 1953, Blaðsíða 107
451
nefndir conversi — það heiti hefur að vísu
einnig aðra og þrengri merkingu —, vegna
þess, að þeir höfðu tekið upp conversio morum
(siðabreytingu) — þeir höfðu bætt ráð sitt,
og mun þetta orðatiltæki,, sem nú er notað í
annarri merkingu á íslenzku, einmitt eiga rót
sína til hins latneska orðtækis að rekja. Þeir
voru einnig á latínu nefndir illitterati (ólærð-
ir) eða barbati (skeggjaðir), vegna þess að
þeir áttu að bera skegg; var það gert til þess
að greina þá frá prestum og klerkum, enda
segir í skipunum Jónanna Halldórssonar og
Sigurðarsonar Skálholtsbiskupa frá 1323 og
1345, að „skegg sitt og krúnu skulu lærðir
menn láta raka svo oft sem þarf“ (D. I. II,
bls. 532, 804). Leikbræður tóku að vísu ekki
svo mikið sem krúnuvígslu, en nutu þó sömu
þyrmsla og klerkar, enda þótt þeir væru það
ekki, en klerkar voru í þá daga, og eru enn,
allir þeir, sem vígslur hafa tekið og ekki brotið
þær af sér eða verið sviptir réttindum þeim, er
vígslunum fylgja.
Leikbræður höfðu miklu minni rétt en kon-
ventubræður. Þeir höfðu ekki atkvæðisrétt um
málefni klaustursins og hvorki kosningarrétt
né kjörgengi til ábótadóms og áttu ekki sæti
í konventunni. Þjálfunartími þeirra var mun
lengri en prófessbræðra, og þeir unnu ábóta
sínum hlýðnisheit, og jafnframt unnu þeir
skírlífisheit. Skyldur þeirra voru að ýmsu leyti
minni og að ýmsu leyti aðrar en skyldur kon-
ventubræðra. Þeir sungu ekki fullar tíðir á
kóri, heldur styttar tíðir og sér utan kórs, hins
vegar urðu þeir að hlýða hinni daglegu klaust-