Saga - 1953, Blaðsíða 92
436
áttu dómararnir fyrst að ganga úr skugga um
það með svo nefndri inquisitio famae — orð-
rómsrannsókn, — hvort væri um að ræða nægi-
lega vel rökstudda diffamatio — mannorðs-
spell. Ef þeim leizt svo, þá urðu þeir að reka
málið á venjulegan hátt til endanlegs dóms
eða, einsog þá tíðkaðist, til dóms um, að sak-
borningur bæri af sér sökina með tylftareiði,
sjöttareiði eða eineiði. En litist þeim diffamatio
ekki nægilega rökstudd eða órökstudd með öllu,
þá urðu þeir að vísa málinu frá. Það er einmitt
þetta, sem af Lögmannsannál virðist hafa ver-
ið gert, og er það þó hvað berast af Flateyjar-
annál, sem er greinilega óánægður með máls-
niðurstöðuna.
1 Flateyjarannál er frásögnin komin á hæsta
stig, og af henni allri er ekki að efa, að þar
mætir maður frásögu heiftúðugra andstæð-
inga Arngríms ábóta. Þar er sagt nákvæmlega
eins frá afstöðu Hólapresta til hans og Lög-
mannsannáll hermir, en hér er Amgrímur ekki
„borinn ljótum málum“, heldur „Ijótustum mál-
um“, og svo er við bætt: „Var Amgrímur og
afsettur offcialatu og ábótadæmi“, en þetta er
í beinni mótsögn við annálsbrotið frá Skál-
holti og Lögmannsannál, því að Amgrímur
lagði hvort tveggja af sjálfur. Þegar þessi
annáll segir frá því við árið 1358,, að vísita-
torar hafi skipað Arngrím aftur í ábótastétt,
þá bætir hann við: „gefandi engan gaum að
heiti hans eður annarri úfrægð, er á honum
var“. Er af því enginn vafi á, að annállinn,
höfundar hans eða heimildarmenn, eru sár-
óánægðir með málsúrslitin, svo óánægðir, að