Saga - 1953, Blaðsíða 124
468
fyrir hendi, annaðhvort opinberlega eða á laun
eða að minnsta kosti innan veggja klausturs-
ins, eftir því hvernig málsatvik voru, en um
hið síðara — þyrmslabrotið — var það ekki
hægt. Nú fara ekki neinar sögur af því, að
ábótinn hafi hlotið veruleg meiðsl af meðferð-
inni, ef yfirhöfuð nokkur, og hefur biskup því
getað afleyst munkinn og vafalaust gert það,
ef skilyrðin hafa verið fyrir hendi. Hitt er þó
víst, að yfirbótin hefur ekki getað verið falin
í því að yrkja helgikvæði, þótt ekki væri af
öðru en því, að yfirbótarverkin voru ekki
samningsatriði milli biskups og afbrotamanns-
ins, heldur álag, er biskup íhlutunarlaust, samt
eftir alveg skorðuðum reglum, gerði honum, en
hæpið fyrir biskup að leggja á hann kveðskap,
því að óvíst hlaut að vera, hvort sökudólgur
væri hagorður. Þá er eðli kveðskapar jafnframt
slíkt, að hann er í sjálfu sér óhæfur til þess að
vera yfirbótaverk í skilningi skirftanna. Um
allt þetta hefði höf. getað sannfært sig laus-
lega, jafnvel þótt hann hefði ekki gripið það
til fulls, með því að líta í skriftaboð þau, kirkju-
skipanir og biskupastatútur, sem prentaðar eru
í D. I. Það hefði því engin áhrif getað haft á
hegninguna og yfirbótina fyrir afglapaverk Ey-
steins, þótt hann hefði kveðið Lilju, en álit hans
manna á meðal hlaut auðvitað að vaxa við
það.
Með ritgerð sinni hefur höf. ekki tekizt að
hnekkja þeirri staðreynd, að bróðir Eysteinn í
Veri og bróðir Eysteinn á Helgisetri hafi verið
tveir menn, en ekki einn. Ekki hefur honum
heldur tekizt að sanna það, að Arngrímur ábóti