Saga - 1953, Blaðsíða 119
463
til útlanda er litið, má t. d. benda á ritið De
civitate Dei eftir heilagan Augústínus og yfir-
höfuð rit allra kirkjufeðranna. Ef litið er til
íslenzlcra rita eftir siðaskiptin, má vísa í post-
illu meistara Jóns, og meðal kaþólskra erlendis
t. d. til Exercitia spiritualia heilags Ingatiusar
Loyola, en meðal mótmælenda t. d. til Histrio-
Mastix eftir púrítanann William Prynne, og
svo ég nefni kaþólskt rit frá þessari öld,
„Helvedfjender“ eftir hinn fræga danska rit-
höfund Johannes Jörgensen. En um persónu-
legt eðli eða ástand hins einstaka nútíðar- eða
miðaldamanns verður ekkert af þessu ráðið.
Hins vegar má telja greinarhöf. það til vork-
unnar um þessa missýningu hans, að það hljóti
að bera vott um vonda samvizku og iðrunar-
og yfii-bótarhneigð hjá miðaldamanni, að hann
nefni djöfulinn oft, að sú nýguðfræðilega og
materíalistiska stefna, er nú veður uppi meðal
leiðtoga íslenzku þjóðkirkjunnar, er fyrir all-
löngu búin að nema djöfulinn úr lögum, svo að
þeir geta hans hvergi, hvort sem hann hefur
nú látið skipazt við það eða ekki. Menn verða að
vara sig á því að miða nokkurn skapaðan hlut
á fyrri öldum eða meta við það, sem einhvers-
staðar eða hjá einhverjum gerir vart við sig
nú á tímum.
Niðurstaðan af þessu öllu er sú, að djöfull-
inn sannar ekkert um hugarástand Liljuhöf-
undarins, og ekki heldur um það, hver áhrif
líflát nunnunnar í Kirkjubæ kann að hafa haft
ú munkana í Þykkvabæ, eða hvort það hafi
»komið einsog reiðarslag yfir klausturbúa“. —
Svo virðist þó sem þeir vegna uppsteytsins í