Saga - 1953, Blaðsíða 90
434
komu vísitoranna, bróður Eysteins og síra
Eyjólfs, og „skipuðu þeir Arngrím aftur í
ábóta stétt á Þingeyrum vísitatores, en hann
hafði áður upp gefið og svarið sig í predikara-
klaustur í Björgvin". Er Arngrímur þar með
úr sögunni í þessum annál. Er þá að athuga,
hvað orð þessarar frásagnar þýða. Hvað þýðir
það, að prestar Hólabiskupsdæmis afsögðu
hlýðni við Amgrím. Þeir voru honum ekki
skyldugir um neina hlýðni sem ábóta, því að
sú staða veitti honum aðeins svo sem biskup-
legt vald (jurisdictio quasi-episcopalis) í
klaustri sínu. Ekki voru þeir honum heldur
skyldugir um neina hlýðni sem officialis, eftir
að þeir höfðu kosið nýjan mann í þá stöðu á
prestastefnu, því að officialisdæmi Arngríms
lauk sjálfkrafa með dauða Orms biskups. Það
var því engin ástæða til neins uppsteyts, þar
sem þetta mál afgreiddi sig sjálft. Það verður
því að skilja orð annálsins svo, að menn á
prestastefnunni hafi ekki viljað kjósa Arngrím
officialis, og „prestar í Hólabiskupsdæmi“
virðist ekki þýða annað en meiri hluti presta
á prestastefnunni. En þá er að spyrja, hví
þeir vildu ekki kjósa Arngrím. Sé gert ráð
fyrir því, einsog þegar hefur verið gert, að
Arngrímur hafi verið áhangandi Jóns biskups,
en jafnframt höfuðklerkur, sem hann var, svo
að í sjálfu sér hefði verið eins sjálfsagt fyrii’
prestastefnuna að kjósa hann officialis og það
hafði verið, að Ormur biskup hafði skipað
hann officialis, þegar er hann hafði verið kos-
inn ábóti, þá er sú hugsun ekki fjarri sanni,
að prestarnir, sem ekki vildu kjósa hann vegna