Saga - 1953, Blaðsíða 73
417
ábóta þess gefnir, sem gat kallað þá heim, nær
sem honum leizt. Er þar gott dæmið af Ey-
steini Ásgrímssyni, sem var hér á landi árum
saman, en þó stöðugt kanúki í Helgisetri.
(IV) Þegar höf. telur óhugsandi annað en
að Jón biskup hafi fengið leyfi erkibiskups eða
páfa til þess að skipta um regluhald í Viðey,
hlýtur það beinlínis að vera rangt. Um erki-
biskupsleyfið af því, að erkibiskup gat ekki
veitt slíkt, og um páfaleyfið af því,. að ekki gat
hafa verið nægur tími til þess að ná því. Þeg-
ar af þeirri ástæðu kann ekki að hafa flotið
með samskonar leyfi til að flytja bræður.
En jafnvel þótt tími hefði verið nógur, hefði
það ekki getað átt sér stað vegna þess, að aldrei
voru veitt slík almenn (general) flutnings-
leyfi, heldur voru þau alltaf bundin við einn og
einn munk. Þegar greinarhöf. telur Jón biskup
hafa haft meira vald en aðra biskupa til að
rekast í málum klaustra, en það er þegar vegna
tímans, sem þyrfti til þess að útvega slíkt leyfi,
ógerningur, þá er það einnig af öðrum ástæð-
um ómögulegt. Jón hefur ekki haft neitt annað
vald í þeim efnum en hver annar biskup. Ef
Jón biskup var Islendingur, sem líklegast er, og
fékk leyfi það, sem höf. telur, þá hlýtur hann,
áður en hann fór út, að hafa verið búinn að
ásetja sér að fá leyfi til þess að breyta Við-
eyjarklaustri í Benediktsklaustur, og ef hann
var Norðmaður, hlýtur sá ásetningur að hafa
vaknað hjá honum, eftir að hann var kosinn
biskup í janúar 1343. Það eina, sem þá kæmi
til greina, væri hreinn og beinn duttlungur
biskups, eða ef íslendingur var, hugsanlegur
Saga . 27