Saga - 1953, Blaðsíða 52
396
það fram, að hugsanlegt sé, að Lilja sé eftir
bróður Eystein í Þykkvabæ, en það verði að
sanna það sérstaklega, ef duga skal, gegn skiln-
ingi allra fyrr og síðar. Ég vil enda bæta því
við hér, að vel gæti hafa verið einhver þriðji
bróðir af einhverri reglu og í einhverju klaustri
hér á landi með nafninu Eysteinn eða jafnvel
leikmaður, sem væri höf. hennar, enda þótt
ekkert annað væri um hann kunnugt. Eðli
klaustra og lífsins þar er bæði fyrr og síðar
slíkt, að af því fara, ef allt er með feldu, engar
sögur utan þess, og má svo heita, að klaustra-
maðurinn sé gengin fyrir hamra í borgara-
legu lífi, þegar hann er í klaustur kominn.
Allir þeir fræðimenn, er unnið hafa úr gögnum
þeim, sem til eru um Lilju og höfund hennar,
hafa verið sammála um það, að telja Lilju-
höfundinn Ásgrímsson, en hér má skjóta því
inn í, að hvergi eru Þykkvabæjarbræðurnir
Eysteinn og Arngrímur feðraðir, og er þá ekki
öðrum til að dreifa en Eysteini kanúka úr
Helgisetri. Þar sem ég tel mig hafa fært svo
gott sem sönnur á það — það er ekki hægt að
sanna neitt fyllilega frá þessum tímum um-
fram það, sem fábreytt og slitrótt gögn sýna
— að Eysteinn úr Þykkvabæ og Eysteinn úr
Helgisetri séu tveir menn, en ekki einn, þá
hlýt ég, nema annað reynist sannara, að halda
því fram, að höfundur Lilju sé Eysteinn kanúki
úr Helgisetri, en gegn því veit ég hvorki mig
né neinn annan hafa neinar dugandi líkur,
hvað þá heldur beinar sannanir. Hér veltur því
allt á því, hvort Eysteinarnir voru tveir, eða
allt er einn maður. Hið síðara hefur herra