Saga - 1953, Blaðsíða 51
395
nokkurrar gremju hjá honum, er heimildirnar
við nánari athugun, rétt með farnar, leiða til
allt annarrar, og, að honum finnst, miklu
óskemmtilegri niðurstöðu, en hann komst að
í fyrstu. En maður má ekki láta það á sig fá,
heldur fylgja skilmálalaust þeim vegi, er heim-
ildirnar með skynsamlegum ályktunum vísa.
Ef það er ekki gert, færast menn mjög ískyggi-
lega nærri söguskoðun og vinnubrögðum ex-
pressionismans, sem telur, að sagan sé haug-
ur af atvikum, er gerzt hafa af einskærri til-
viljun, án þess að nokkur meining sé í því eða
samhengi. Það sé því réttmæt innri þörf höf.
að láta atvikin vekja skapbrigði með sér og
að hann megi skapa sjálfur upp úr þeim spán-
nýjan og gerbreyttan raunveruleika. Með því
að líta svona á söguna öðlist menn með tilfinn-
ingunni vissu, sem sé traustari en allar vísinda-
legar niðurstöður. Með þessum hætti verður
veruleiki og skáldskapur auðvitað ein færa-
flækja.
Höf. segir, að heimildir um ævi höfundar
Lilju „séu af skornum skammti, svo að nota
verður margvísleg brot og bræða saman til þess
að geta orðið einhverju vísari“. Að frágengnu
því, að það heitir að verða einhvers vísari, er
þetta alveg hárrétt, en hitt gildir ekki einu,
hvernig þessi brot eru brædd saman og með
hverju.
Rétt segir höf. til um það, að ég hafi „helzt“
orðið til að rengja það, að bróðir Eysteinn í
Þykkvabæ hafi verið höfundur Lilju, því að þótt
ég trúi, að höfundur hennar sé bróðir Eysteinn
Ásgrímsson úr Helgisetri, hef ég skýrlega tekið