Saga - 1953, Blaðsíða 122
466
steins, með þeirri ósönnuðu staðhæfingu, að
aldur kvæðisins leyfi það ekki. Svo gerir höf.
sér lítið fyrir og breytir rakalaust og að eigin
geðþótta þjóðsögunni á þann hátt, „að Lilja
hafi orðið Eysteini til uppreistar eftir afbrotið
í Þykkvabæ". Loks fer höf. að reyna að leiða
líkur að því, hver sé aldur kvæðisins, sem hann
þó hefði átt að gera áður en hann notaði ósann-
aða staðhæfingu sína um aldur kvæðisins til
þess að ,,sanna“, að þjóðsagan hermdi rangt
frá því, hvenær Lilja væri ort. Það gerir hann
með þessum orðum: „Líklegast má því — þ. e.
vegna þess að Lilja hafi orðið Eysteini til
uppreistar eftir afbrotið í Þykkvabæ — telja,
að Lilja sé ort síðla árs 1343 eða 1344“. Höf.
notar með öðrum orðum niðurstöður af ósönn-
uðum forsendum til þess að leiða líkur að þess-
um sömu forsendum. Þar með er hann kominn
hringinn, og er þetta enn rökleysa sú, sem köll-
uð er circulus vitiosus. Þá segir hann um Lilju:
„Hefir Arngrímur lesið hana strax eða Ey-
steinn jafnvel borið hana undir Arngrím, enda
var hann nógu gáfaður til að skilja, hvílíkt
snilldarverk hér hafi verið skapað". Það má
vera undarlegt, ef greinarhöf. finnur ekki, að
þetta er hreinn hugarburður, blátt áfram skáld-
skapur, fullkomin staðleysa, krydduð með hor-
tittinum um gáfnafar Arngríms með því, sem
honum fylgir.
Þá er að athuga, að hve miklu leyti það hefði
getað orðið bróður Eysteini í Þykkvabæ til
uppreistar, ef hann hefði ort Lilju. Þykkva-
bæjarbróðirinn hafði gerzt sekur um óhlýðm
við ábóta sinn og auk þess brotið á honum svo