Saga - 1953, Blaðsíða 8
352
er frá því um 1200.x) En með því að rúna-
letrið hefur óvéfengjanlega verið þekkt á ís-
landi frá öndverðri byggingu landsins, þá hafa
ýmsir inna eldri fræðimanna (Finnur Magnús-
son, Gísli Brynjólfsson eldri, Engelstoft, Kon-
ráð Gíslason og Thorsen) talið, að rúnaletrið
hafi verið notað til skrásetningar ýmiss þess,
sem nauðsyn þótti að geyma, t. d. laga, kvæða
o. s. frv. Árið 1883 birti Björn M. Ólsen rit-
gerð um „Runerne i den old-islandske litera-
tur“, þar sem hann reyndi að sýna það, að rúnir
hafi verið hafðar til skrásetningar rita á 11.
og fram eftir 12. öld. Þessi skoðun B. M. Ó.
hefur sætt andmælum fræðimanna síðan. Finn-
ur Jónsson segir,1 2) að þetta sé „fullur mis-
skilningur“, sem engar sannanir hafi verið
færðar að, sem dugi. Magnús Olsen segir,3)
að „som bokskrift paa pergament har runerne
sikkert ikke, som enkelte hævde, faatt göre sig
gældende i den eldste litterære tid“ á fslandi.
Loks segir Anders Bæksted4) að með því að
engar minjar rúna, er sýni notkun þeirra fyrir
um 1200, séu til nú, þá hafi „praktisk anven-
delse af runerne ......været saa godt som
ukendt paa Island fra et ikke nöjere bestem-
meligt tidspunkt eftir landnamstidens ophör
lige indtil omkring 1200“. Engin rök til þess-
1) Rekuspaði einn, sem geymdur er í Þjóðminja-
safninu er þó haldinn vera eldri, en það sýnist þó
vera óvísst, Bæksted Islands runeindskrifter Kbh.
1942. 208—211.
2) Rúnafræði 45.
3) Nordisk kultur VI. 100.
4) Islands runeindskrifter 16.