Saga - 1953, Blaðsíða 81
425
það, hvernig þessir sex Viðeyjarmunkar, sem
vígðir voru 1344, hafi verið undirkomnir, eru
staðleysa ein. Ef hefðu verið 6 kanúkar eftir í
Viðeyjarklaustri, þegar Helgi ábóti dó, hefðu
þeir að sjálfsögðu kosið sér ábóta á tilsettum
tíma, en ef þeir hefðu látið það undir höfuð
leggjast, voru þeir að lögum búnir að fyrir-
gera kosningarrétti sínum að því sinni, en
kosningin fallin til biskups, sem sjálfsagt hefði
þá kjörið ábóta. En það gerði hann ekki, sem
ekki hefur getað verið af öðru en því, að klaustr-
ið var autt. Segjum þó svo, að þarna hefðu
verið sex kanúkar, og að biskup hefði verið
með löglega heimild til þess að hafa þarna
regluskipti, sem reyndar gat ekki verið, þá gat
hann ekki vígt kanúkana undir Benediktsreglu,
nema þeir væru þjálfaðir undir hana, sem
ómögulega hefði getað verið lokið frá því 3
mánuðum eftir andlát Helga ábóta og til 11.
júlí 1344. Segjum þó svo, að það hefði verið
hægt, en hvað í ósköpunum hefði kanúkunum,
sem alls ekki voru undir lögsögu biskups gefnir
og honum með öllu óháðir, átt að ganga til þess
að gefa sig undir nýja þjálfun og nýjan lifnað
í því skyni einu, að biskup gæti komið fram
tilefnislausu og tilgangslausu áformi? Ef þetta
hefði allt verið gert að lögum, hefði það auð-
vitað ekki verið neitt brot á ákvæðinu um
stabilitas loci, sem þýðir staðfesta, en ekki
fastur dvalarstaður, einsog höf. vill vera láta;
þetta liggur í hlutarins eðli, og er það fljótséð.
Þetta allt hefði þurft að vera búið að athuga
áður en verið var með nokkrar bollaleggingar,