Saga - 1953, Blaðsíða 68
412
ar sitt hverjum manni. Er þá alls gáð vand-
lega, því að ekki er aftur tekið, ef búið er að
vinna heitin. Klaustralífið var og er svo snautt
að ytri lífsins gæðum, að naumast er hugsan-
legt, að nokkur leggi inn á þá braut, nema hún
henti honum, og honum þyki sálarheill sinni
betur borgið við þau kjör en önnur. Ekki sízt
verður að ætla, að það hafi verið svo rík innri
þörf, er knúið hefur síra Arngrím til að hafna
svo miklum auði og ytri þægindum, sem prestur-
inn í Odda hafði frá að hverfa, að ætla verð-
ur, að hann hafi vitað, hvað hann var að gera.
Þetta styrkist og nokkuð við það, að hann gaf
sig mjög að sönglist og hljóðfæraslætti, en
slíkt bendir til andlegrar menningar. Óvíst er,
hvenær árs það hefur verið, að síra Arngrímur
leitaði upptöku í klaustur, en ekki var sopið
kálið, þótt í ausuna væri komið, því að það að
ganga í klaustur, er og var ekki eins og að
ganga í t. d. Sögufélagið eða Bókmenntafé-
lagið, þar sem nægir að tilkynna inngöngu
sína,, heldur varð inngöngubeiðandi með all-
löngum reynslutíma að sanna hæfileika sinn
til þess að lifa undir klausturaganum. Nær
sem var, meðan á reynslutímanum, sem á lat-
ínu er nefndur novitiatus, stóð, og að honum
loknum, var hægt að vísa innsóknarmanni á
bug, og sjálfur gat hann nær sem var á sama
tíma yfirgefið klaustrið alfrjáls, án þess að
þurfa að snúa þangað aftur. Má því ganga að
því vísu, að síra Arngrímur hafi ekki sagt
lausu brauði sínu þegar í stað, heldur látið það
dragast, unz reynslutími hans var á enda.
(II) Reynslutími klaustramannaefna var að