Saga - 1953, Blaðsíða 103
447
gert það, því að predikarabræðrum er beinlínis
bannað að taka við nokkrum beneficiis eða
prelátastöðum, nema bein skipun páfa og leyfi
yfirmanna reglunnar komi til. Leiðin til kirkju-
frama lá ekki, og liggur ekki, um reglu pre-
dikarabræðra. Loks segir höf., að þessi fyrir-
ætlun Amgríms sanni það að minnsta kosti,
„að íslendingum var mögulegt að ganga í norsk
klaustur". Þetta er, ef satt skal segja, eitt
af því hinu marga, sem engrar sönnunar þarf
við, af því að það liggur í hlutarins eðli. —
Klaustur eru ekki þjóðlegar stofnanir, heldur
kirkjulegar, og standa því öllum þeim opin,
sem hæfir eru, hvar sem þeir eru staddir og
hverrar þjóðar, sem þeir eru. En ef hefði þurft
að sanna þetta, þá hefði óneitanlega verið
hentugra dæmið af bróður Árna Laurentius-
syni, er fyrst var Benediktsmunkur á Þingeyr-
um, en gerðist síðar raunverulega predikara-
bróðir í Niðarósi (D. I. II, nr. 455).
Þegar höf. segir frá deilu þeirra Gyrðs bisk-
ups og bróður Eysteins, áttar hann sig á því,
að henni hefur ekki getað verið varið einsog
frá henni er sagt, og sérstaklega er honum
réttilega ljóst, að Gyrður biskup gat ekki bann-
fært vísitatorana. Þó bætir hann þessu við:
„En ekki er þetta ólíkt skaplyndi Eysteins að
lenda í slíku stímabraki“. Er þetta mjög hall-
fleytt kenning. Er þar fyrst, að höf. getur
ekki stutt þetta með öðru en því, að Eysteinn
í Þykkvabæ og Eysteinn í Helgisetri séu sami
maður. Þetta er það, sem höf. ætlar að sanna,
en hefur ekki gert. Sú staðhæfing er því ónot-
hæf undirstaða undir dómi um skaplyndi