Saga - 1953, Blaðsíða 104
448
bróður Eysteins í Helgisetri,. sem maður veit
ekkert um, nema ef til vill af Lilju. En það er
líka sá galli á þessari staðhæfingu, að höf.
sýnist berlega ganga út frá því, að til þess að
lenda í „stímabraki", einsog hann orðar það,
þurfi menn að vera skapúfnir. Honum getur
eftir þessu ekki skilizt það, að það getur verið
skylda embættismanns að taka upp deilu em-
bættis vegna, og að það þurfi ekki að bera
vott um neina skapstirfni. Höf. virðist ekki
heldur geta látið sér detta í hug annað en að
deila þessi hljóti að hafa verið Eysteini að
kenna, en hafi ekki getað stafað af ósanngirni
mótaðilans. Fyrir slíku er enginn stafur, því
að algerlega er ókunnugt um eðli og orsök þess-
arar deilu, og er ekkert til, sem hægt er að
álykta af um þau efni. Þetta getur því naum-
ast verið nema hugsunarlaust hjal hjá höf.
Þá er komið að niðurstöðu rannsóknar höf.
á ævi Eysteins, og er hún á þessa leið: „Margt
hnígur í eina og sömu átt, að bróðir Eysteinn
hafi fetað þessa hlykkjóttu braut“, og á hann
þar við það, að bróðir Eysteinn sé bæði bar-
smíðabróðirinn austan úr Veri, kanúkinn í
Helgisetri og vísitator erkibiskups. Einsog að
framan má sjá, hníga öll rétt rök í þveröfuga
átt, en það, sem höf. færir fram sínu máli til
stuðnings, er ýmist rangt eða misskilið. Það
situr því enn við sama keip um það, að bróðir
Eysteinn í Veri og Eysteinn Ásgrímsson í
Helgisetri hljóta að hafa verið tveir menn.
Höf. finnur það, að hann hefur vikið of langt
frá vegi laga og réttar þess tíma, sem um ræð-
ir, til þess að það geti verið sannfærandi, og