Saga - 1953, Blaðsíða 113
457
sitt aftur. Til þess að sanna áhrif annars kvæð-
isins, hvort sem það hefur verið, á hitt, er því
gersamlega óþarft að telja það benda „á vin-
fengi afbrotabræðranna" eða að þeir hafi verið
„góðir kunningjar“. Þeir þurfa ekki að hafa
verið annað en menn, sem hafa þekkzt, eins og
og sannanlegt er, og haft líkar skoðanir. Þessar
hugleiðingar höf. um það, hvernig áhrifa-
tengslum kvæðanna er varið, eru því gersam-
lega órökstuddur hugarburður, sem er ekkert
á að byggja.
„Það væri mikils virði, ef Lilja gæti veitt
okkur einhverja vitneskju um höfundinn sjálf-
an, en því er ekki að heilsa“. Það er nú svo,
því að það hefur áður verið á það bent, að
Lilja lýsi höfundi sínum á nokkra vegu. Hún
sýnir, að hann hefur verið vel guðfræðilega
menntaður, eftir því sem þá gerðist, þaulkunn-
ugur helztu guðfræðiritum samtíðar sinnar og
fortíðar, og auk þess verið vel þjálfaður til
hugleiðinga (contemplationa) um æðstu sann-
indi trúarinnar, einsog venja var um vel til
hafða klaustramenn. Þá var hann prýðilegt
skáld, vel menntaður á íslenzk skáldfræði, þótt
hann afneitaði öllum þeim víxlsporum, sem
kenningakveðskapurinn hafði þjálfað hana til.
Loks var honum norsk tunga töm. Þetta eru
ekki litlar upplýsingar um að öðru leyti ókennd-
an mann. Sjálfur finnur höf., að þessi stað-
hæfing hans stendur ekki heima, því að hann
fer að reyna að ráða eitthvað um höfund Lilju
einmitt af kvæðinu sjálfu. Svo sem í inngangs
skyni, segir hann, að „þessi kaþólsku helgi-
kvæði eru mjög lík hvert öðru, bæn og lof til