Saga - 1953, Blaðsíða 84
428
að hann var ekki professus? Er hægt að láta
sér detta í hug, að Benediktsreglan hafi viljað
taka við Arngrími tæpum 9 mánuðum, og senni-
lega skemmri tíma, eftir að hann var kominn
úr tájárnunum, og hvernig skyldi honum þá
hafa gengið að uppfylla það skilyrði fyrir því
að vera tekinn til þjálfunar, að hafa lifað sið-
prúðu lífi og hafa á sér gott orð? Og úr því
Arngrímur átti að dómi höfundar að fara svo
til viðstöðulaust í Þingeyraklaustur, hvað átti
hann þá að gera í Viðeyjarklaustur? Var það
til þess eins að gera allt málið flóknara?
Sannleikurinn um síra Arngrím er sá, að
hann hefur aldrei í Þykkvabæjarklaustur kom-
ið og því síður í Viðeyjarklaustur, heldur hef-
ur hann milliliðalaust gerzt nýliði í Þingeyra-
klaustri, verið þar að líkindum eitt ár og síðan
þau þrjú ár (triennium), sem líða áttu milli
þjálfunarinnar og þess, að munkurinn ynni
lokaheitin — yrði professus, sem svo er nefnt,
eða alls 4 ár. Eftir þeim bókum mun Arngrím-
ur hafa orðið raunverulegur Benediktsmunkur
á Þingeyrum um 1345, er kemur mjög sæmi-
lega heim við það, að hann kemur fyrst fyrir
í bréfum nyrðra með nafninu bróðir Amgrím-
ur í marz 1346.
Þar til Arngrímur var orðinn heitbundinn
munkur, hefur hann haldið Oddastað og haft
þar staðgengla, ef það skyldi bregðast, að hann
yrði munkur. En um leið og hann varð munkur,
hefur hann gefið upp Odda. Nú var hver prest-
ur í þá daga, og er enn, á sama hátt háður
biskupsdæmi sínu og biskupi þess, einsog munk-
urinn klaustri sínu og ábóta þess, enda kenndu