Saga - 1953, Blaðsíða 12
356
Ristum rún á horni o. s. frv. Hafa þetta senni-
lega verið ölrúnar til varnar við ólyfjaninni,
sbr. Sigurdrífumál 7. og 8. erindi.
Næst notar Egill rúnakunnáttu sína eftir
skiptin við Eirík konung blóðöx. Reisir hann
konungi þá níðstöng og risti á hana rúnir, er
sögðu formála þann allan, sem Egill hafði haft.
Voru þar í óbænir konungi til handa, sem
nokkru síðar rættust, Egilssaga 57. kap.
í Vermalandsför sinni gisti Egill að bónda
nokkurs. Var dóttir bónda sjúk, og segir sagan,
að Egill hafi fundið undir meynni í rúmi henn-
ar tálkn með rúnum, er bóndason einn hafði
rist henni. Egill skóf rúnirnar af tálkninu og
brenndi. Síðan risti hann aðrar rúnir og lagði
undir meyna, enda batnaði henni þá brátt.
Rúnir þær, sem bóndason risti, hafa víst átt að
vera lækningsrúnir (límrúnir), sbr. Sigurdrífu-
mál 11. erindi, en hann hefur ekki haft næga
þekkingu til að rista þær rétt, eins og gefið
er í skyn í vísu Egils: Skalat maðr rúna rista,
nema ráða vel kunni o. s. frv., Egilssaga 72.
kap.
1 dæmum þessum eru rúnir notaðar í töfra-
skyni, til varnar við ólyfjan í drykk, til ham-
ingjutjóns og til lækninga. Eins og sjá má í
Sigurdrífumálum og fleiri Eddukvæðum, var
almenn trú manna á töframátt rúna mikil, og
hefur sú trú lengi haldizt, sem kunnugt er. Ekki
er ósennilegt, að sagnir hafi gengið í ætt Egils
um þessa rúnanotkun hans, enda staðfesta vís-
ur þær, sem Egill er sagður hafa ort í sambandi
við tvo atburði þessa það, svo framarlega sem