Saga - 1953, Blaðsíða 24
368
ráð fyrir því,. að einstaka maður kynni að festa
rúnir endrum og eins á tré eða stein, eins og
nokkuð tíðkaðist lengi fram eftir öldum. Endur-
bæturnar sýnast benda til þess, að höfundur
eða höfundar þeirra hafi gert ráð fyrir því,
að ýmsir kynnu framvegis að nota rúnaletur
til skráningar ýmiskonar efna. Þeir, sem orðnir
voru því vanir, voru líklegir til að halda þeim
vana og einnig að kenna öðrum að nota þetta
gamla þjóðlega letur. Og þá hefur það verið
talinn kostur að fullkomna það, enda yrði það
þá auðfærðara til latínuleturs þeim, sem það
vildu gera. Fastheldni við fornar venjur er
jafnan nokkuð ríkur þáttur í hugum manna, og
má það atriði hafa nokkru máli skipt í þessu
efni.
Nokkru síðar en þeir Þóroddur og Ari inntu
sitt starf af hendi skráði einhver, að þeirrar
tíðar hætti hálærður klerkur, ritgerð um ís-
lenzka hljóðfræði og breytingar á latínustaf-
rofinu. Lét hann alla hljóðstafi latínustafrofs-
ins haldast, er rita skyldi íslenzka tungu lat-
ínustöfum, en fjórum hljóðtáknum bætti hann
við, auk merkja fyrir löng hljóð og nasahljóð.
Nokkra samhljóðendur latínustafrofsins, er hann
taldi óþarfa, vildi hann fella niður, en einum
bætti hann við.1) Tilgangur hans hefur verið
að skapa stafrof, er betur fullnægði íslenzkri
tungu en latínustafrofið eitt saman. Vitanlega
má ekki leiða af þessu þá ályktun, að lærðir
1) Den förste og anden grammat. afhandl., Kbh.
1884—6. 22, 39—46.