Saga - 1962, Page 19
STAÐA HÆNSA-ÞÓRIS SÖGU
359
með liði sínu öllu megi teljast ránsmannaflokkur, og ráns-
mannaflokki var mönnum heimilt samkvæmt Jónsbók að
eyða að vítalausu, gervöllu liði, þótt það samrýmdist eigi
Grágás nema að sektardómi fengnum.
1 kap. um níðingsverk (Mannhelgi 2) tekur Jónsbók svo
til orða: ,,Menn þeir, er láta líf sitt fyrir þýfsku eða úti-
legu, hvort er heldur ræna á skipum eða landi . . . þá hefir
sá fyrirgert fé og friði, og eru þeir friðhelgir allir, er fé
sitt verja og frændkonur fyrir þeim, en hinir allir ógildir,
hvort er þeir fá sár eða bana, bæði konungi og karli.“ —
Og í næsta kap. (Um ránsmenn) segir, að allir nema
venzlamenn eru skyldir að fara eftir ránsmönnum, þeir
sem sýslumaður krefur eða sá, er fyrir ráni eða hernaði
verður, — „það er hernaður, er þeir taka menn eða fé
manna af þeim nauðgum . . .“.
Þorvaldur Oddsson, sem hafði samkvæmt Grágás ekk-
ert tilefni að veita Blund-Katli óskunda umfram það að
birta honum stefnu í umboði annars manns, var skyldur
samkvæmt Jónsbókarákvæði þessu til að sækja sem skjót-
ast með vopnum þann mann, sem hann var sjálfur nýbú-
lnn í stefnu sinni að kalla þjóf og ránsmann, sem og
hjálparmenn Ketils alla. Hæns. er í engu ósamræmi við
sjálfa sig um þetta, heldur í ósamræmi við fornlög og
skilning landsmanna fyrir 1271 á einkamálarekstri sem
■^óris þessum.
I ljósi nýlegra ákvæða um „hernað“, útlegðarverk og
sakeyri til konungs þurfti engan, sem las Hæns. eftir 1280,
a<5 undra, þótt Þorvaldur teldi ónóg að þiggja sjálfdæmi
Uln fébætur og viðbótarþóknun fyrir „lögmálsstaðinn“
(Hæns., 8. kap.); útlægur úr landi hefði Ketill þurft að
ara, eftir Jónsbók.
Hér skal staðar numið að ræða hin mörgu aldaskipta-
Ulnkenni Hæns. hvert um sig. Þótt eigi væru fleiri, mundu
Pau nægja til að tímasetja hana seint á 13. öld. Heldur
8 f* ^ninnzt á viðkvæmt deilumál í sögunni, sem bendir
kert síður til minninga frá fyrstu en seinustu áratugum