Morgunblaðið - 12.12.2009, Side 32
B
ráðum koma blessuð jólin, börnin
og konan mín eru löngu farin að
hlakka til og röðin kemur að mér
fljótlega eftir helgi. Ég hef satt að
segja verið of upptekinn til þess að
hefja tilhlökkunarferlið. Tekur maður annars
ekki þannig til orða á Íslandi í dag?
En nú er allt að verða klárt. Ég þarf reyndar
að sinna smáverkefni aðfararnótt mánudagsins
(þegar Stúfur kemur til byggða) en eftir það get
ég snúið mér alfarið að mínum heittelskuðu.
Að Stúfsverkefninu loknu kemur að vísu að
öðru og ekki léttara; að velja jólagjöf handa kon-
unni. Ég þurfti að skjótast til Reykjavíkur í gær
og datt þá í hug að gefa henni regnhlíf og vind-
jakka en mundi svo að þess er ekki þörf af því að
við búum fyrir norðan. Sólarvörn og bikini væri
nær. Eða að fjárfesta í einhverri bók sem hana
(lesist: mig) langar í.
Kannski læt ég Liverpoolferðina um daginn duga handa
henni og dætrunum. Ég var reyndar að efna gamalt loforð,
hafði safnað fyrir ferðinni lengi en bauð svo bara upp á jafn-
tefli við Manchester City, sem var hálfklént. Til að bæta
gráu ofan á svart var Torres ekki með, sem þeim þótti öllu
verra, þannig að ég þarf að líklega að kaupa eitthvað smá í
viðbót.
Við eitt get ég huggað mig: jólin koma hvort sem gjöfin
handa eiginkonunni kostar mig tvö hundruð þúsund krónur
eða tvö þúsund. Ekki að ég sé að velta hærri tölunni fyrir
mér (nema ferðin á Anfield teljist með), en hún lítur óneit-
anlega ansi vel út á prenti. Nema kannski akk-
úrat um þessar mundir. Ég skal ekki fullyrða um
það hvort Sigrún yrði jafn sæl með hvora gjöfina
sem er, en útiloka það alls ekki. Hún er raunsæ.
Hlýtur a.m.k. að vera það eftir svona langa sam-
búð með yðar einlægum.
Þetta þarf að vega og meta; í fyrsta lagi hug
hennar, í öðru lagi stöðuna á reikningnum og í
þriðja lagi hag kaupmannastéttarinnar. Þegar
hart er í ári verðum við öll að standa saman og af
tvennu illu er kannski skárra að ég borði lítið
annað en hafragraut og slátur fram á sumar en
að verslunarmenn stórskaðist vegna rýrrar upp-
skeru í desember.
Við hjónin – þá kærustupar – lærðum það fyrir
mörgum árum að hægt er að lifa sparlega. Prent-
arar fóru í verkfall, við blaðamenn vorum settir í
verkbann svo fyrirtækið ætti fyrir jólabónusnum
og krónurnar í litlu kjallaraíbúðinni í Hátúninu voru vand-
lega taldar á hverjum degi. Stundum oft á dag. Svo var
keypt hálft brauð og einn lítri af mjólk. Kannski smjör eða
ostbiti. Kærastan var í skóla, við áttum engin börn þá og
engan bíl, þannig að ekki þurfti að spreða í nammi og bensín
og eftir á að hyggja var þessi tími lærdómsríkur.
Kreditkortið var enn ekki komið til Íslands, sem betur fer,
því þá væri ég kannski enn að borga reikninginn, en jólin
komu samt. Ég man ekki lengur hvort ég hafði efni á því að
gefa elskunni minni eitthvað í jólagjöf nema kannski koss á
kinn. Efast um að hún muni það heldur. Nema það hafi verið
koss. skapti@mbl.is
Tilhlökkunarferli og koss á kinn
Pistill
Skapti
Hallgrímsson
32
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2009
Sú skýringsem ríkis-stjórnin hef-
ur gefið á þeim
miklu skattahækk-
unum sem fyrir-
hugaðar eru getur
ekki nema að litlu leyti talist
sannfærandi, jafnvel frá sjón-
arhóli stjórnarflokkanna
sjálfra. Forystumenn ríkis-
stjórnarinnar halda því fram að
nauðsynlegt sé að hækka
skatta til að afla meiri tekna í
ríkissjóð, en af framkvæmd
skattahækkunarinnar er aug-
ljóst að fleira hangir á spýt-
unni.
Staðreyndin er sú að innan
þeirra flokka sem nú fara með
stjórn landsins – að svo miklu
leyti sem segja má að þeir geri
það – er mikil tilhneiging til
aukinna ríkisafskipta almennt.
Þessi tilhneiging kemur meðal
annars fram í ríkum vilja til að
auka skatta og þenja þannig út
hið opinbera. Þau sjónarmið
hafa menn lengi séð, löngu áð-
ur en flokkarnir tveir settust
við stjórnvölinn.
Sú skoðun, sem mikið vægi
hefur innan þessara flokka, að
aukin ríkisafskipti séu ekki
endilega óæskileg heldur geti
beinlínis verið æskileg í sjálf-
um sér, sést vel af því hvernig
flokkarnir kjósa að hækka
skattbyrðar almennings. Það
er ekki nema að hluta til gert
með flötum eða
hlutlausum hætti.
Flokkarnir velja þá
leið að hækka
skatta á sumt og
suma til að koma
afstöðu sinni til
hegðunar fólks á framfæri.
Vilji til neyslustýringar er því
ríkur þáttur í þeirri ákvörðun
stjórnarflokkanna að þyngja
skattbyrðarnar.
Afleiðingar aukinnar al-
mennrar skattbyrði liggja fyr-
ir; þær draga máttinn úr at-
vinnulífinu. Afleiðingar
neyslustýringarinnar verða
aðrar og minni, en slæmar
engu að síður. Skattkerfið
verður flóknara en áður var,
undanskotum mun fjölga og
óánægja með skattkerfið mun
fara vaxandi.
Til að mynda er augljóst að
lítil sátt verður um það að
ávaxtasafi beri nýjan 14% virð-
isaukaskatt en kókómjólk
helmingi lægra skatthlutfall.
Þetta er eitt dæmi af mörgum
sem Samtök verslunar og þjón-
ustu nefna í umsögn sinni um
frumvarp til laga um ráðstaf-
anir í skattamálum.
Í umsögn SVÞ er réttilega
bent á að erlendar þjóðir hafi
hingað til öfundað okkur fyrir
tiltölulega einfalt og gegnsætt
skattkerfi. Ótækt er að efna-
hagsþrengingar séu notaðar
sem átylla til að eyðileggja það.
Stjórnarflokkarnir
nýta sér kreppuna
til að auka
neyslustýringu. }
Kreppan misnotuð til
aukinna ríkisafskipta
Lífskjör Íslend-inga hafa ver-
ið furðu lítið til
umræðu í
tengslum við
frumvarp um rík-
isábyrgð vegna Icesave. Mikið
hefur verið rætt um skulda-
stöðu þjóðarbúsins og reynt
að meta hver hún er og hvort
þjóðin „ræður við“ skulda-
byrðina eða „getur borgað“,
eins og það er gjarna orðað.
Það hvort þjóðin getur
greitt skuldir sínar er þó langt
því frá það eina sem skiptir
máli. Sem dæmi má taka ein-
stakling með ráðstöfunar-
tekjur eftir skatta upp á
200.000 krónur á mánuði og
með greiðslubyrði af lánum
upp á 50.000 krónur. Segja má
í vissum skilningi að lífskjör
þessa manns séu 150.000 krón-
ur á mánuði. Fyrir þá fjárhæð
kaupir hann mat, föt og ým-
islegt sem hann langar í og
hefur ánægju af. Hækki
greiðslubyrði vegna lána um
50.000 krónur á mánuði heldur
hann aðeins eftir 100.000
krónum. Hann verður aug-
ljóslega að skera
verulega niður í
öðrum útgjöldum
þó að hann geti ef
til vill með herkj-
um staðið undir
byrðunum. Segja má að lífs-
gæði mannsins hafi minnkað
um 50.000 krónur á mánuði því
að hann verður að neita sér
um neysluvörur fyrir þá fjár-
hæð.
Þjóðarbúið er í samskonar
stöðu þó að tölurnar séu aðrar,
en þegar rætt er um þjóðar-
búið vill oft gleymast að á bak
við þá umræðu eru ríflega 300
þúsund einstaklingar. Verði
frumvarp um ríkisábyrgð
vegna Icesave samþykkt er
óhjákvæmilegt að þeir munu
þurfa að skera neyslu sína um-
talsvert niður. Tölurnar eru
ekki endilega þær sömu og í
dæminu hér að ofan, en afleið-
ingarnar sambærilegar.
Mikilvægt er að hafa í huga,
að Icesave-umræðan snýst
einkum um það hvort ásætt-
anlegt er að skerða lífskjör
alls almennings vegna skulda
einkafyrirtækis.
Umræðan um
Icesave snýst í
raun um lífskjör. }
Lífskjörin
FRÉTTASKÝRING
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
S
kráð atvinnuleysi í nóv-
ember síðastliðnum var
8% eða að meðaltali
13.357 manns. Atvinnu-
leysi jókst um 5,3% að
meðaltali frá október eða um 675
manns, samkvæmt yfirliti Vinnu-
málastofnunar.
Atvinnulausum fer hægt fjölgandi
og í gær voru 15.835 á atvinnuleysis-
skrá. Fjölgun fólks á skránni hefur
verið nokkru minni á þessu hausti en
reiknað hafði verið með. Að sögn
Karls Sigurðssonar forstöðumanns
vinnumálasviðs Vinnumálastofnunar
er ekki önnur skýring nærtækari en
að atvinnulífið standi betur en menn
höfðu talið. Einnig beri að hafa í huga
að eftirlit með brotum hefur verið
hert og hinir brotlegu umsvifalaust
teknir af atvinnuleysisskrá.
Yfirleitt versnar atvinnuástandið
frá nóvember til desember og þróun
síðustu vikna bendir til þess að svo
verði einnig í ár. Vinnumálastofnun
áætlar að atvinnuleysið í desember
verði á bilinu 8,1% til 8,6% af vinnu-
afli í landinu. Búist er við að atvinnu-
leysið nái hámarki á fyrstu mánuðum
næsta árs. Á þessu ári fór atvinnu-
leysið hæst í apríl, 9,1%.
En þótt heldur færri séu nú at-
vinnulausir en menn reiknuðu með
eru ýmsir váboðar í yfirliti Vinnu-
málastofnunar um stöðuna á vinnu-
markaði í nóvember. Þannig er fjöldi
þeirra sem hafa verið atvinnulausir í
meira en 6 mánuði 7.394 eða 49%
þeirra sem voru á skránni. Til að
setja þessa tölu í samhengi má nefna
að samkvæmt nýjustu tölum Hag-
stofunnar eru íbúar Árborgar 7.928.
Fjöldi langtíma-atvinnulausra slagar
því hátt í íbúafjölda Árborgar og
þetta er hærri tala en íbúafjöldi
Akraness, sem er 6.630. Fjölgað hef-
ur hratt í hópi langtíma-atvinnu-
lausra á síðustu mánuðum og líkur
eru á því að enn fjölgi í þessum hópi.
Atvinnuleysi meðal ungs fólks er
einnig mikið áhyggjuefni. Í lok nóv-
ember voru 5.164 á atvinnuleysis-
skránni á aldrinum 16-29 ára eða
34,3% þeirra sem eru á skránni. Þetta
er hærri tala en allir íbúar Fjarða-
byggðar sem eru 4.736, samkvæmt
nýjustu tölum Hagstofunnar.
Félagsmálaráðuneytið hefur sér-
staklega skoðað langtíma-atvinnu-
leysi og atvinnuleysi meðal ungs
fólks. Nýlega skilaði vinnuhópur
skýrslu. Í tillögum hans er Vinnu-
málastofnun m.a. hvött til að skylda
unga atvinnuleitendur til virkni í
samræmi við lagaheimildir, enda sé
þessi hópur betur settur í námi eða
öðrum reglubundnum úrræðum en
afskiptalaus á bótum.
Árni Páll Árnason félagsmálaráð-
herra gerði vanda ungs fólks að um-
talsefni á ársfundi Vinnumálastofn-
unar og sagði þar mikinn auð liggja
ónýttan hjá garði. „Við höfum á und-
anförnum vikum með skipulegum
hætti kannað aðstæður og viðhorf at-
vinnulausra ungmenna í þessu landi.
Því miður er það svo að þúsundir
þeirra sitja heima á bótum. Þau eru
mörg hver vonlítil um vinnu, vonlítil
um nám og vonlítil um eigin framtíð.
Þeim hefur ekki tekist að finna sér
stað í samfélaginu.
Við þessu verðum við að bregðast.
Við getum ekki og við megum ekki
láta hundruð eða þúsundir ungmenna
alast upp sem bótaþega.“
Langtíma atvinnu-
leysi vaxandi vandi
Morgunblaðið/Golli
Háskólatorg Ungt fólk er mun betur sett í námi eða öðrum úrræðum en af-
skiptalaust á bótum, að mati vinnuhóps sem félagsmálaráðherra skipaði.
Um helmingur fólks sem er á at-
vinnuleysisskrá, alls 7.394
manns, hefur verið án atvinnu í
meira en hálft ár. Til samanburðar
skagar þessi fjöldi hátt upp í íbúa-
fjölda Árborgar, sem er 7.928.
Alls voru 15.017 án atvinnu í
lok nóvember, 8.756 karlar og
6.261 kona. Þeir sem voru at-
vinnulausir að fullu, eins og
það er kallað, voru 12.141. Af
þeim voru 2.226 í einhvers
konar úrræðum á vegum
Vinnumálastofnunar, auk þess
sem mikill fjöldi fer í viðtöl
hjá ráðgjöfum stofnunarinnar
og á kynningarfundi.
Samtals voru 2.521 af þeim
sem voru skráðir atvinnulaus-
ir í lok nóvember í hlutastörf-
um á móti hluta atvinnuleys-
isbóta.
Atvinnuleysið er misjafnt
eftir landshlutum. Mest er at-
vinnuleysið hlutfallslega á
Suðurnesjum eða 13% en
minnst á Vestfjörðum eða
2,8%. Atvinnuleysi á höf-
uðborgarsvæðinu er 8,7%,
Norðurlandi eystra (6,8%),
Vesturlandi (5,8%), Suður-
landi (5,2%), Austurlandi
(3,6%) og Norðurlandi vestra
(3,2%).
Staðan í einstökum kaup-
stöðum er þessi: Reykjavík
(6.443 atvinnulausir), Kópa-
vogur (1.455), Hafnarfjörður
(1.336), Reykjanesbær (1.167)
og Akureyri (874).
15.017 voru á skrá
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon