Morgunblaðið - 12.12.2009, Side 33

Morgunblaðið - 12.12.2009, Side 33
33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2009 Skórinn settur út í glugga Fyrsti íslenski jólasveinninn var á ferðinni í morgun og hefur eflaust laumað einhverju skemmtilegu og góðu í margan skóinn. Sjálfur Stekkjarstaur er mættur í bæinn. Árni Sæberg HART var gengið að þjóðkirkjunni úti um landið á síðasta Kirkju- þingi. Prestaköllum var enn fækkað og þau sam- einuð. Geysivíðlend hjeruð eru nú prestlaus, þótt helgihaldi verði haldið úti. Menn hlaupa þarna varla á prestsfund fyrirvaralítið, svo sem löngum var flestum hægt víðast hvar á Ís- landi. Þessi þróun er ekki ný af nálinni, þótt nú keyri um þverbak. Samn- ingur þjóðkirkju og ríkis frá árinu 1997 er á því grundvallaður, að eignir kirknanna úti um landsbyggðina voru flestar afhentar ríkinu til var- anlegs halds, kirkjujarðirnar svo- nefndu. Þær voru lauslega metnar til verðs og þannig fundinn út höf- uðstóll. Af þeim höfuðstóli voru áætl- aðir vextir, einhvers staðar á milli eins og tveggja prósenta og standa þeir undir launum 138 presta þjóð- kirkjunnar. Í þessum kaupum var látinn sá böggull fylgja skammrifi að ríkissjóður greiddi 18 starfsmönnum yfirstjórnar kirkjunnar laun. Varð þá úr sögunni uppgjör vegna sölu konungs á jarðeignum bisk- upsstólanna, en sá höf- uðstóll liggur allur inni hjá ríkinu og má um hann fræðast í kröfu- gerð Jóns Sigurðs- sonar, sem nefnd var fjárhagskrafan. Af þeirri kröfu nærist Há- skóli Íslands meðal annarra þarfaþinga. Því er það svo að prestsembætti þjóð- kirkjunnar eru kostuð af eignum kirknanna úti um landið. Stundum voru þessar eignir kallaðar eign prestakallanna. Kirkjuþingið nú sem fyrr hjó í þann knjerunn. Með því að fækka prestaköllunum úti um landið, án þess að nokkur skerðing kæmi niður í þjettbýlinu í Reykjavík og nærsveitum, voru fjármunir presta- kallanna í landinu látnir standa í auknum mæli undir prestsþjónust- unni þar. Auk sóknarpresta er fjöldi kapell- ána starfandi í Reykjavík og nær- sveitum. Þeir heita þar prestar við kirkjurnar, sjerþjónustuprestar við sjúkrahús, fangelsi, daufdumba og hjeraðsprestar. Þeim var ekki fækk- að á síðasta kirkjuþingi eða leitað hagræðingar á umbúnaði þeirra emb- ætta. Ekki var heldur hreyft við starfsliði Biskupsstofu. Þar starfa nú tvöfalt fleiri, en nemur stöðunum 18, sem tilgreindar eru í samningi ríkis og kirkju frá 1997. Allir alast þessir embættismenn á fjármunum kirkj- unnar, en stofn þeirra tekna er hinar fornu eignir kirkna og staða úti um landið, sem áður er nefnt, auk ann- arra sjóða þjóðkirkjunnar, sem allir eiga sjer sína forsögu þar sem til- gangi þeirra er lýst. Nú er það ekki erindi þessarar greinar að deila á Kirkjuþing eða Kirkjuráð, eða aðrar stofnanir yf- irstjórnar kirkjunnar, heldur minna á áratuga gamla stefnumótun, sem margítrekuð hefur verið á vettvangi kirkjunnar. Þegar kirkjulöggjöfin, sem varð að lögum 62/1990, var und- irbúin, lá fyrir tillaga þjóðkirkjunnar, samþykkt á kirkjuþingum og synod- um, um þrískiptingu Íslands biskups- dæmis. Embætti Biskups Íslands er hrein arfleifð einveldisins. Í sparnaðar- skyni og til þess að ná eignum bisk- upsstólanna var embættum Skál- holts- og Hólabiskupa slegið saman og þeim komið fyrir í tómt- húsmennsku í Reykjavík. Embætt- isheitið „biskupinn yfir Íslandi“ lætur ekki að sjer hæða og ber þessum uppruna sínum vitni. Halldór Ás- grímsson kirkjumálaráðherra tók við frumvörpunum að kirkjulöggjöfinni áðurnefndu við lok níunda áratugar síðustu aldar. Hann afsagði að skipta upp embætti biskupsins yfir Íslandi, en lagði það til, að svo yrði gengið frá umbúnaði um embætti biskups Ís- lands, að unnt væri að fela vígslubisk- upunum á Hólum og í Skálholti í um- boði hans ýmis verkefni. Þessari stefnumótun til styrkingar voru titlar vígslubiskupanna uppfærðir til þess, að þeir hafa gegnt embættum síðan árið 1990 og skulu sitja á hinum fornu stöðum byskupsstólanna. Skemmst er frá því að segja, að rýr varð eftirtekjan. Þess í stað hafa bein völd biskups Íslands vaxið í rjettu hlutfalli við það, sem kirkju- málaráðherra og ríkisvald hafa losað sig við af skyldum við yfirstjórn kirkjunnar. Hið nýjasta og hið stærsta þessara skrefa er það, er biskup Íslands í stað ráðherrans skipar nú presta. Fátt eitt er þá eftir af lúthersk evangelískri skipan þjóð- kirkjunnar, þess umbúnaðar, sem henni var fenginn í siðbótinni. Eg tel nú svo komið að eigi þjóð- kirkjan að eiga einhverja framtíð í landinu öllu, er henni það nauðsyn- legt að Íslands biskupsdæmi verði skipt upp og falið þremur biskupum. Umbúnaður þessara embætta og yf- irstjórn allsherjarkirkjunnar verði lagaður að þessari breytingu, sem af sjálfu leiðir. Ein allsherjarregla, eins- leitt fyrirkomulag fyrir kirkjuna alla með Reykjavík og nærsveitir innan- borðs mergsýgur á skömmum tíma þá tekjustofna, sem hún hefur um aldir haft til þjónustu sinnar. Ein- ungis þannig verður landsbyggðinni kleift að halda í svo mörg prestsemb- ætti að henni verði þjónandi. Það er orðið öldungis óþolandi að vaxandi þjónusta kirkjunnar í Reykjavík og nágrenni verði öll borin uppi af hin- um fornu tekjustofnum prestakall- anna úti um landið, svo sem auglýst var með óumdeilanlegum hætti á Kirkjuþinginu síðasta. Reykholti um þríhelgar 2009. Eftir Geir Waage »Eigi þjóðkirkjan að eiga einhverja fram- tíð í landinu öllu, er henni það nauðsynlegt að Íslands biskupsdæmi verði skipt upp og falið þremur biskupum. Geir Waage Höfundur er sóknarprestur í Reykholti. Þjóðkirkjan og Íslands biskupsdæmi SÚ VAR tíðin að orðið „fyr- irgreiðsla“ festist í íslenskunni, sem eins konar lýsing á þakklæti þeirra viðskiptavina bankanna, sem hlutu náð fyrir augum bankastjóra og fengu lán. Þá var lán að geta fengið lán. Svo breyttust tímarnir og bankarnir fundu upp endurlán erlendra lána og þá var ekki lengur talað um „fyrirgreiðslu“, heldur buðu bankarnir lántak- endum lán og báðir aðilar voru nokkurn veginn jafnsettir. Bankinn vildi lána og við vildum taka lán. Við lántakendur vorum jafnvel taldir mikilvægir viðskiptavinir og ein- hverjum okkar var boðið í veislur og sumum í dýrlegar ferðir sem frægt er orðið. Bankar lifa á því að lána peninga og fá greidda vexti og við lifðum á því að fá lánaða peninga á hæfilegum vöxtum og borguðum þá skil- víslega í hverjum mánuði. Svo kom hrunið og þá breyttist allt aftur. Við sem höfðum tekið lánin, vorum ekki lengur viðskiptavinir og ekki heldur lántakendur heldur skuld- arar, ef ekki vanskilamenn eða jafnvel bara vandræðagemlingar. Við vorum og erum enn að reka sömu gömlu góðu fyr- irtækin og áður, tekjurnar hafa hækkað, gjöldin hafa líka eitt- hvað hækkað, reksturinn gengur bara vel, að undanskildum þeim vandræðum, sem skyndilega dundu yfir okkur, þegar lánin tvöfölduðust á fáum vikum. Nú mætum við nýorðnir stór- skuldugir á fund í bankanum okkar. Sá sem tekur á móti okkur er kannski sá sami og bauð okkur velkomna sem við- skiptavini fyrir fáum misserum, og lagði á ráð- in um hvernig best væri að haga lánum okkar. Nú er viðhorfið breytt. Hvað kom til að þér datt í hug að taka svona háa upphæð að láni og það í erlendri mynt? spyr hann. Var þér ekki kunnugt um að gengi krónunnar gæti fallið? Starfsmaður bankans er allt í einu orðinn dálítið flóttalegur, gott ef ekki neikvæður í þinn garð sem viðskiptavinar eða eigum við að segja lántakanda. Heyrðu vinur, segi ég, hefurðu aldrei heyrt talað um breyttar forsendur? Ég kom til þín og vildi fá lán. Þú bentir mér á að það væri lít- ið vit í að taka ekki erlent endurlán, eins og vextirnir væru á íslenskum lánum. Við vorum hjartanlega sammála um það, ég, business- maðurinn og þú, sérfræðingurinn í lánveit- ingum, að allt annað væri bara heimska. Svo við sömdum um lán í evrum. Gott mál. Svo kom hrunið og þá breyttist allt, segi ég. Hvernig þá? spyr bankamaðurinn. Jú, segi ég, þú lánaðir og ég tók lán. Við vorum svo ánægðir með samskiptin að eig- inlega varð þetta lánið okkar. Við vorum báðir í góðri trú. Báðir í góðri trú. Nú kemur þú til mín og segir að eftir að lánið okkar hefur tvö- faldast eigi ég að bera allan skaðann. Hvað um sanngirni í viðskiptum, viðskiptasiðferði, langtíma viðskiptasambönd og hvað um jafn- ræði með aðilum? Við vorum báðir í góðri trú, þegar lánasamningurinn var undirritaður. Hvað gerði ég af mér? Ekkert … eða hvað? Hvað gerðir þú af þér? Ekkert … eða hvað? Eigum við þá ekki að líta svo á, að eina sann- gjarna niðurstaðan sé sú, úr því að bæði bank- inn og viðskiptavinurinn lentu í hruninu, að við náum um það samstöðu að skipta kostn- aðinum við hrunið á milli okkar til helminga? Mér finnst það svo augljóst, svo sanngjarnt, svo sjálfsagt að allt annað sé nánast útilokað. Sérðu ekki að þetta er augljóst? spyr ég bankamanninn minn. ÞEIR myndu aldrei samþykkja það, segir hann. Þessir þeir í bönkunum nú til dags eru orðnir enn dularfyllra fyrirbæri en fljúgandi furðuhlutir. Voru það ekki bankarnir sem hrundu og kölluðu þessi ósköp yfir okkur hin, þar á með- al starfsmenn bankanna? Það voru bankarnir sem ollu íslenska hruninu – ekki við, venjuleg- ir, skilvísir viðskiptavinir. Mér finnst sanngjarnt að bjóða bankanum þá „fyrirgreiðslu“ að greiða helminginn af þeim kostnaði sem hann kallaði yfir mig – og satt að segja finnst mér ég bjóða vel. Eftir Friðrik Pálsson » Við vorum báðir í góðri trú. Báðir í góðri trú. Nú kemur þú til mín og segir að eftir að lánið okkar hefur tvöfaldast eigi ég að bera allan skaðann. Friðrik Pálsson Hverjir eru þessir þeir í bönkunum? Höfundur er hótelhaldari á Hótel Rangá.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.