Morgunblaðið - 12.12.2009, Qupperneq 56
56 MessurÁ MORGUN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2009
AÐVENTKIRKJAN:
Aðventkirkjan í Reykjavík | Samkoma í dag, laugar-
dag, kl. 11 hefst með biblíufræðslu fyrir börn, ung-
linga og fullorðna. Einnig er boðið upp á biblíufræðslu
á ensku. Guðsþjónusta kl. 12. Oddný Þorsteinsdóttir
prédikar.
Aðventkirkjan í Vestmannaeyjum | Samkoma í dag,
laugardag, kl. 10.30. Boðið upp á biblíufræðslu fyrir
börn og fullorðna. Guðsþjónusta kl. 11.30. Þóra S.
Jónsdóttir prédikar.
Aðventsöfnuðurinn í Árnesi | Samkoma á Selfossi í
dag, laugardag, kl. 10, hefst með biblíufræðslu fyrir
börn og fullorðna. Guðsþjónusta kl. 11. Eric Guð-
mundsson prédikar.
Aðventsöfnuðurinn í Hafnarfirði | Samkoma í Loft-
salnum í dag, laugardag, hefst með fjölskyldusam-
komu kl. 11. Björgvin Snorrason prédikar. Biblíu-
fræðsla fyrir börn, unglinga og fullorðna kl. 11.50.
Boðið upp á biblíufræðslu á ensku.
Aðventsöfnuðurinn á Suðurnesjum | Samkoma í dag,
laugardag, kl. 11, í Reykjanesbæ hefst með biblíu-
fræðslu. Biblíu umræða kl. 12.
AKUREYRARKIRKJA | Aðventuhátíð barnanna kl. 11.
Yngri barnakór kirkjunnar og kór Lundarskóla syngja,
krakkar úr TTT-starfinu flytja söguna um týndu engla-
stúlkuna. Veitingar og jólaföndur í Safnaðarheimilinu
að hátíð lokinni.
ÁRBÆJARKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.
Litlu jól sunnudagaskólans í samvinnu við íþrótta-
félagið Fylki. Jólalög og jólasagan rifjuð upp í máli og
myndum. Barn borið til skírnar og Leikhópurinn Perlan
sýnir jólaleikrit. Eftir samveruna verður dansað í kring-
um jólatréð í safnaðarheimilinu og börnin fá góðgæti
frá sveinum sem koma af fjöllum.
ÁSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Elíasar og
Hildar. Messa kl. 14. Sr. María Ágústsdóttir héraðs-
prestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ásdísi
Pétursdóttur Blöndal djákna. Kór Áskirkju syngur, org-
anisti Magnús Ragnarsson. Kaffisopi í safnaðar-
heimilinu á eftir. Sjá askirkja.is.
BESSASTAÐAKIRKJA | Jólahátíð barnanna kl. 11.
Helgileikur, leynigestur, söngur og jólagleði. Bjartur
Logi organisti, Fjóla, Heiða Lind, Hans Guðberg og
hinir ungu leiðtogarnir.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Bryn-
dís Malla Elídóttir, kór Breiðholtskirkju syngur, organ-
isti Julian Isaacs. Sunnudagaskóli á sama tíma. Kaffi
í safnaðarheimili á eftir.
BRÆÐRATUNGUKIRKJA | Aðventukvöld á þriðjudag
kl. 20.30. Dagskrá fyrir börn og fullorðna. Ræðumað-
ur er Guðni Ágústsson.
BÚSTAÐAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Ath. breytt-
an tíma. Kór Bústaðakirkju syngur undir stjórn Renötu
Ivan, prestur er sr. Pálmi Matthíasson. Helgi Júlíus
Óskarsson læknir og Svavar Knútur Kristinsson flytja
frumsamið lag og texta Helga sem heitir, Árin líða.
Barnamessa kl. 14. Samvera fyrir alla fjölskylduna. Á
eftir bjóða börnin foreldrum sínum, öfum og ömmum
upp á hressingu í bókasafnssalnum á neðri hæð.
DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Yrsa
Þórðardóttir, organisti er Kjartan Sigurjónsson, kór
Digraneskirkju, B hópur. Sunnudagaskóli á sama
tíma í kapellu á neðri hæð. 350 klukknaslög og helgi-
stund kl. 15, í tilefni af loftslagsráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna. www.digraneskirkja.is
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson
prédikar, Dómkórinn syngur, organisti er Marteinn
Friðriksson. Á eftir er kaffi í safnaðarheimilinu. Þýsk
messa kl. 15. Sr. Gunnar Kristjánsson og sr. Jakob
Roland þjóna, organisti Marteinn Friðriksson.
FELLA- og HÓLAKIRKJA | Jólaskemmtun kirkjunnar
kl. 11. Gengið í kringum jólatré og sungin jólalög.
Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Sigurður Pálsson prédikar,
sr. Guðmundur Karl Ágústsson, sr. Svavar Stefáns-
son og Ragnhildur Ásgeirsdóttir djákni þjóna fyrir alt-
ari. Kór Gerðubergs syngur og leiðir almennan safn-
aðarsöng undir stjórn Kára Friðrikssonar, organisti er
Guðný Einarsdóttir. Eldri borgarar kveikja á aðventu-
kertunum og lesa ritningarlestra. Boðið upp á veit-
ingar á eftir í safnaðarheimilinu.
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnudagaskóli kl. 11. Að-
ventustund kl. 20. Umfjöllunarefnið er jólin og sorgin.
Margrét Blöndal hjúkrunarfræðingur og Erna Blöndal
söngkona leiða stundina. Örn Arnarson leikur á gítar
og Aðalheiður Þorsteinsdóttir á píanó. Kirkjugestum
gefst kostur á að tendra ljós í minningu ástvina sinna.
FRÍKIRKJAN Kefas | Jólafagnaður sunnudagaskólans
kl. 11. Söngur, gengið í kringum jólatréð, veitingar og
börnin fá glaðning. Samkoma kl. 14. Helena Leifs-
dóttir prédikar, lofgjörð, barnastarf og fyrirbænir. Á
eftir verður kaffi og samvera.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Jólatrésskemmtun kl. 14
sem hefst í kirkjunni með stuttri helgistund, en heldur
síðan áfram í safnaðarheimilinu. Dansað í kringum
jólatréð og jólasveinninn kemur í heimsókn færandi
gjafir.
GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr.
Lena Rós Matthíasdóttir prédikar og þjónar fyrir altari,
organisti er Hákon Leifsson og kór Grafarvogskirkju
syngur. Sunnudagaskóli kl. 11. Prestur sr. Bjarni Þór
Bjarnason, umsjón hefur Guðrún Lofsdóttir og undir-
leikari er Stefán Birkisson. Jólatónleikar kl. 17 til
styrktar orgelsjóði kirkjunnar. Allir kórar kirkjunnar
syngja aðventu- og jólalög, stjórnendur eru: Hákon
Leifsson, Oddný J. Þorsteinsdóttir, Arnhildur Valgarðs-
dóttir og Guðlaugur Viktorsson. Einsöng syngja Jó-
hann Friðgeir Valdimarsson og Gissur Páll Gissurar-
son, organisti er Hákon Leifsson og Hjörleifur Valsson
leikur á fiðlu. Allir sem koma fram gefa vinnu sína.
Borgarholtsskóli Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Vigfús Þór
Árnason prédikar og þjónar fyrir altari, Vox populi
syngur og organisti er Guðlaugur Viktorsson. Sunnu-
dagaskóli á sama tíma. Umsjón hefur Gunnar Einar
Steingrímsson.
GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10, bænastund
kl. 10.15. Barnastarf kl. 11 í umsjá Lellu og unglinga
úr kirkjustarfi. Messa kl. 11. Altarisganga og samskot
til Hjálparstarfs kirkjunnar. Messuhópur þjónar, kirkju-
kór Grensáskirkju syngur, organisti er Árni Arinbjarnar-
son og prestur er sr. Ólafur Jóhannsson. Molasopi eft-
ir messu. Kyrrðarstund á þriðjudag kl. 12.
Hversdagsmessa á fimmtudag kl. 18.10 með Þor-
valdi Halldórssyni.
GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Guðsþjónusta
kl. 14. Sr. Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur prédikar
og söngstjóri er Kjartan Ólafsson.
GUÐRÍÐARKIRKJA Grafarholti | Messa og sunnu-
dagaskóli kl. 11. Prestur er sr. Sigurjón Árni Eyjólfs-
son og um tónlistina sér Þorvaldur Halldórsson. Árni
Þorlákur og Björn Tómas stýra sunnudagaskólanum.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Jólavaka kl. 20. Ræðu-
maður er Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra. Að-
ventu-og jólatónlist, flytjendur eru Unglingakór Hafnar-
fjarðarkirkju, stjórnandi Helga Loftsdóttir, píanóleikari
er Anna Magnúsdóttir, Barbörukórinn. Organisti og
kórstjóri er Guðmundur Sigurðsson, einsöngvari er Jó-
hanna Ósk Valsdóttir, flautuleikari er Gunnar Gunn-
arsson og prestar sr. Þórhallur Heimisson og sr. Guð-
björg Jóhannesdóttir. Veitingar í safnaðarheimilinu á
eftir.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr.
Kristján Valur Ingólfsson prédikar og þjónar fyrir altari
ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni og hópi messu-
þjóna. Kvennakór Háskóla Íslands syngur undir stjórn
Margrétar Bóasdóttur, organisti er Björn Steinar Sól-
bergsson.
HAUKADALSKIRKJA | Aðventukvöld á fimmtudag kl.
20.30. Ræðumaður er sr. Kristinn Ágúst Friðfinns-
son. Dagskrá fyrir börn og fullorðna.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa og barnaguðsþjónusta kl.
11. Umsjón með barnastarfi hafa Sunna Kristrún og
Páll Ágúst. Organisti er Douglas Brotchie, prestur sr.
Helga Soffía Konráðsdóttir. Léttur málsverður eftir
messu. Aðventusöngvar við kertaljós kl. 20. Dagskrá
í tali og tónum í umsjá starfsfólks og sóknarnefndar
kirkjunnar. Einar Clausen tenór, syngur einsöng og
Kór Háteigskirkju syngur undir stjórn Douglas
Brotchie og leiðir almennan söng. Tómas Sveinsson
og Helga Soffía Konráðsdóttir.
HEILSUSTOFNUN NLFÍ | Guðsþjónusta kl. 14.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa kl. 11. Sr. Sigfús
Kristjánsson þjónar, barnakór úr Snælandsskóla
syngur undir stjórn Svövu Kristínar Ingólfsdóttur. Fé-
lagar úr kór kirkjunnar leiða safnaðarsöng og organ-
isti er Jón Ólafur Sigurðsson. Jólaball sunnudagaskól-
ans kl. 13. Sungið og dansað í kringum jólatréð.
Jólasveinn gefur börnunum glaðning. Sjá www.hjalla-
kirkja.is.
HJÁLPRÆÐISHERINN Akureyri | Samkoma kl. 17.
Bæn kl. 16.30. Ræðumaður er Anne Marie Reyn-
holdtsen yfirforingi.
HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Samkoma kl. 20.
Umsjón hefur kafteinn Sigurður Hörður Ingimarsson
og ræðumaður er sr. Guðmundur Karl Brynjarsson.
HVALSNESSÓKN | Aðventutónleikar í safnaðarheim-
ilinu í Sandgerði sunnudag kl. 20.30. Fram koma Kór
Hvalsneskirkju og Kór Útskálakirkju, Söngsveitin Vík-
ingarnir, barnakórar, nemendur tónlistarskóla auk
fleiri hljóðfæraleikara. Tónlistarstjóri er Steinar Guð-
mundsson organisti. Aðgangur ókeypis.
HVERAGERÐISKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11.
Fjórði bekkur Grunnskólans flytur helgileikinn „Fæð-
ing frelsarans“.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Samkomur kl. 11.
Vörður Leví Traustason prédikar. Alþjóðakirkjan kl.
13, samkoma á ensku, Kristín Jóna Kristjónsdóttir
prédikar. Lofgjörðarsamkoma kl. 16.30. Jón Þór Eyj-
ólfsson prédikar.
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Barnastarf kl. 11 í aldurs-
skiftum hópum. Fræðsla á sama tíma fyrir fullorðna.
Friðrik Schram kennir. Einnig verður Heilög kvöld-
máltíð. Samkoma kl. 20. Lofgjörð og fyrirbænir, Frið-
rik Schram predikar.
KAÞÓLSKA KIRKJAN:
Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11 og laugardag kl.
18.
Þorlákskapella, Reyðarfirði | Messa kl. 11 og 19.
Virka daga er messa kl. 18.
Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl. 10.30 og virka
daga kl. 18.30 (nema föstudaga).
Karmelklaustur, Hafnarfirði | Messa kl. 8.30 og virka
daga kl. 8.
Barbörukapella, Keflavík | Messa kl. 14.
Kristskirkja, Landakoti | Messa kl. 10.30 og á ensku
kl. 18. Virka daga er messa kl. 18.
Maríukirkja við Raufarsel, Reykjavík. | Messa kl. 11
og virka daga kl. 18.30. Laugardaga er messa á
ensku kl. 18.30.
Stykkishólmur | Messa kl. 10 og virka daga kl. 18.30.
Ísafjörður | Messa kl. 11.
Flateyri | Messa laugardag kl. 18.
Bolungarvík | Messa kl. 16.
Suðureyri | Messa kl. 19.
Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta og jóla-
trésskemmtun kl. 11. Holtaskólakórinn syngur, prest-
ur er sr. Erla Guðmundsdóttir. Aðventukvöld kl. 20.
Kristján Jóhannsson óperusöngvari syngur með Karla-
kór Keflavíkur og Rúnari Þór Guðmundssyni. Stjórn-
endur eru Arnór Vilbergsson og Guðlaugur Viktorsson,
prestur er sr. Sigfús B. Ingvason. Aðgangur er ókeypis
en tekið verður á móti frjálsum framlögum í Velferð-
arsjóð Suðurnesja.
KFUM og KFUK | Samkoma kl. 20 á Holtavegi 28 kl.
20. Ræðumaður er sr. Ragnar Gunnarsson, tónlist,
söngur og boðskapur. Samfélag og kaffi á eftir.
KOLAPORTIÐ | Helgihald kl. 14 á Kaffi Port. Þorvaldur
Halldórsson leikur og syngur frá kl. 13.30 á meðan
fyrirbænum er safnað. Sungnir veða sálmar og lög
sem tengd eru jólahátíðinni. Prestar, djáknar og sjálfs-
boðaliðar leiða stundina.
KÓPAVOGSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.
Leikskólabörn frá Kópasteini flytja helgileik. Jólaball í
nýja safnaðarheimilinu Borgum á eftir.
LANDSPÍTALI Landakot | Messa á Landakoti kl. 14 á
stigapalli á 2. hæð. Sr. Gunnar Rúnar Matthíasson og
Ingunn Hildur Hauksdóttir organisti.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11.
Kveikt á aðventukertunum. Barnastarfið hefst í kirkj-
unni. Sr Arna Ýrr Sigurðardóttir messar, einsöngur,
organisti er Jón Stefánsson. Jólatónleikar Graduale
Nobili kl. 22. Sjá langholtskirkja.is.
LAUGARNESKIRKJA | Jólaball sunnudagaskólans kl.
11 hefst á helgistund í kirkjunni og færist síðan í safn-
aðarheimilið. Aðventukvöldmessa kl. 20. Sr. Hildur Eir
Bolladóttir þjónar, barnakór Laugarness syngur ásamt
Kór Laugarneskirkju, stjórnendur eru Gunnar Gunn-
arsson og Hulda Guðrún Geirsdóttir.
LÁGAFELLSKIRKJA | Jólastund barnastarfsins kl. 11.
Sr. Skírnir Garðarsson, auk fastra starfsmanna barna-
starfsins: Arndís Linn, Hreiðar Örn og Jónas Þórir.
Jólasaga og jólasöngvar. Hátíðarsamvera eldri borg-
ara á Eirhömrum fimmtudaginn 17. des. kl. 14.30.
Báðir prestarnir.
LINDAKIRKJA Kópavogi | Sunnudagaskóli kl. 11.
Kveikt á hirðakerti aðventukransins. Skátar í St.
Georgsgildi afhenda söfnuðinum friðarlogann frá
Betlehem. Brúðuleikhús og aðventustemning. Guðs-
þjónusta kl. 14. Samkór Kópavogs syngur og leiðir
safnaðarsönginn undir stjórn og við undirleik Björns
Thorarensen. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar.
NJARÐVÍKURKIRKJA Innri | Sunnudagaskóli kl. 11.
Umsjón hafa Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir og Jenný
Þórkatla Magnúsdóttir, organisti er Stefán H. Krist-
insson.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Guðsþjónusta kl. 14 og
barnastarf á sama tíma í umsjón Elíasar og Hildar. Kór
Orkuveitu Reykjavíkur syngur undir stjórn Árna Heið-
ars Karlssonar organista í byrjun messunar og mun
svo ásamt kór Óháða safnaðarins leiða sönginn í
messunni. Maul eftir messu.
SAFNKIRKJAN Árbæjarsafni | Aðventuguðsþjónusta
kl. 14. Signý Sæmundsdóttir söngkona syngur að-
ventu- og jólalög og Sigrún Steingrímsdóttir organisti
stjórnar almennum safnaðarsöng, prestur er sr. Krist-
inn Ágúst Friðfinnsson. Tækifæri til að leyfa börn-
unum að upplifa undirbúning jólanna í gamalli kirkju.
SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17 á Háaleitis-
braut 58-60. Ræðumaður er Hermann Bjarnason.
SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Tendrað á
fjárhirðakertinu. Almenn guðsþjónusta kl. 14. Sr. Val-
geir Ástráðsson prédikar, nemendur úr Tónskóla Eddu
Borg flytja tónlist, kór Seljakirkju leiðir safnaðarsöng
og organisti er Tómas Guðni Eggertsson. Kvöldguðs-
þjónusta kl. 20. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar, Þor-
valdur Halldórsson leiðir tónlistina ásamt kirkjukórn-
um. Altarisganga.
SELTJARNARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Kammerkór
kirkjunnar leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn
Friðriks Vignis Stefánssonar organista, einsöngvari er
Agnes Amalía Kristjónsdóttir og prestur er sr. Hans
Markús Hafsteinsson. Sunnudagaskólinn á sama
tíma.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Sóknar-
prestur.
STAFHOLTSKIRKJA | Aðventuhátíð kl. 20. Ræðumað-
ur er Óskar Guðmundsson rithöfundur, kirkjukórinn
syngur aðventulög ásamt stelpnakvintett. Organisti er
Jónína Erna Arnardóttir og prestur sr. Elínborg Sturlu-
dóttir.
ÚTSKÁLAKIRKJA | Aðventutónleikar kl. 17. Fram
koma Kór Hvalsneskirkju og Kór Útskálakirkju, Söng-
sveitin Víkingarnir, barnakórar, nemendur tónlistar-
skóla o.fl. hljóðfæraleikarar. Tónlistarstjóri er Steinar
Guðmundsson organisti. Aðgangur ókeypis.
VEGURINN kirkja fyrir þig | Aðventustund kl. 14 í
umsjá barna- og krakkastarfsins. Öll börn sem vilja,
taka þátt í helgileik og leikriti og þurfa að mæta kl.
13.20 til að undirbúa sig.
VÍDALÍNSKIRKJA | Aðventumessa og sunnudaga-
skóli kl. 11. Börnin fara í sunnudagaskólann. Nem-
endur Flataskóla hafa undirbúið efni í tali og tónum,
þar á meðal helgileik, sem börnin í sunnudagaskól-
anum fá að sjá. Sr. Friðrik J. Hjartar þjónar ásamt Jó-
hanni Baldvinssyni organista. Margrét Rós Harðar-
dóttir og leiðtogar sunnudagaskólans taka á móti
börnunum.
VÍÐISTAÐAKIRKJA Hafnarfirði | Fjölskylduhátíð kl.
11. Árlegur helgileikur í flutningi Stúlknakórs Víði-
staðakirkju undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttur,
einsöngvara og hljóðfæraleikara, fermingarbarna,
starfsfólks kirkjunnar, systrafélagskvenna og sóknar-
nefndarfólks. Veitingar í safnaðarheimilinu á eftir í
boði Systrafélags Víðistaðakirkju.
YTRI-Njarðvíkurkirkja | Aðventusamkoma kl. 17.
Helgileikur í umsjá barna af Leikskólanum Gimli. Kór
kirkjunnar syngur undir stjórn Stefáns H. Krist-
inssonar organista og María Rut Baldursdóttir stjórn-
ar barna-og unglingakór Njarðvíkurkirkna ásamt org-
anista. Kórinn Eldey syngur undir stjórn Hannesar
Baldurssonar, Baldur Rafn Sigurðsson sóknarprestur
flytur hugleiðingu. Sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón
hafa Halla Rut Stefánsdóttir og María Rut Baldurs-
dóttir.
ÞINGVALLAKIRKJA | Bænastund og klukknahringing
kl. 15, í tilefni af loftslagsráðstefnunni í Kaupmanna-
höfn. Hringd verða 350 slög. Prestur er Kristján Valur
Ingólfsson.
ÞORLÁKSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Kvöld-
messa kl. 20. Látinna minnst, orgelspil og hugleið-
ing.
(Matt. 11)
Orð dagsins:
Orðsending Jóhannesar.
Morgunblaðið/Sigurður ÆgissonSaurbæjarkirkja í Eyjafirði.