Morgunblaðið - 12.12.2009, Side 61
Dagbók 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2009
Sturla Friðriksson hefur gefið útsafn af limrum, lausavísum og
stuttum kvæðum undir yfirskrift-
inni: „Ljóð úr lífshlaupi“. Þar eru
sléttubönd sem hann orti í fyrsta
bekk Gagnfræðaskóla Reykjavík-
ur 1934:
Sáran bítur jörðu jel,
jafnvel skrugga kemur.
Báran fleyi vaggar vel,
veður gluggann lemur.
Og þar er limran:
Með ástarhug klókan og kænan
hún kúrði við hlaðvarpann grænan
og flennti út sitt stél
svo færi það vel.
„Og hana nú,“ sagði svo hænan.
Sturla varpar einnig nýju ljósi á
heimsendingu á pítsum:
Þótt hafirðu flutt á heimsenda,
heita pizzan lokkar,
er hana færðu heimsenda
með hraðsendlinum okkar.
Pétur Stefánsson fylgdist með
mannlífinu:
Um allar götur bílar bruna.
Börn af kæti æpa og góla.
Fólk er eflaust farið að gruna
að fáir dagar séu til jóla.
Það gengur ýmislegt á í sam-
skiptum dýra og manna á heimili
Sigurðar Ingólfssonar, en hann á
hagmæltan hund: „Elvis kom til mín
rétt í þessu og hnussaði að mér, eftir
að hafa kúkað á stofugólfið:
Ég hef verið gríðarlega góður
og gjammað lágt og sjaldan angrað þig.
En þó ég hafi innbyrt allt þitt fóður
þá áttu að þrífa skítinn eftir mig.“
Vísnahorn pebl@mbl.is
Af jólum, pítsu og Elvis
Allt er hey
í harðindum
HVAÐ mætti halda
mörgum hjúkr-
unarfræðingum, lög-
regluþjónum og
bráðaliðum í starfi
eða halda mörgum
sjúkrastofum opnum
fyrir 90 milljóna só-
unina í ráðherrabíla
ár hvert? Ekki var við
öðru að búast frá
ráðuneytum jafn-
aðarmanna en fullyrð-
ingum um að ráð-
herrabíll sé nauðsyn
og meira að segja lög-
reglan, lömuð af niðurskurði, bor-
in fyrir því. En á krepputímum er
fólki með milljón á mánuði engin
vorkunn að reka ráðherrabílinn
fyrir eigin reikning. Ef um allt
sneyddist mætti líka láta einhvern
úr aðstoðarmannagerinu skutla
sér, enda einatt á sömu leið. Það
er í svo hróplegri mótsögn við
kjör fólks almennt, sem margt er
atvinnulaust að missa íbúðina og
bílinn í verð- og gengistryggðri
skjaldborg um heimilin, að sjá
ráðherra stíga út úr glæsikerr-
unum okkar og bílstjórana aka
burt, kannski að skreppa fyrir
ráðherrann í Bónus, með börnin í
skólann, makann á golfvöllinn eða
hjólið í viðgerð. Hvað getur hann
verið annað að gera allan daginn
meðan ráðherrann svarar kvabbi
um fleiri göng og fleiri álver?
Auðvitað þarf að bóna bílinn vel
og lengi en fyrr má
nú vera. Hjá ónefndu
fyrirtæki voru yf-
irmenn hér áður
sendir í þarflausar
reisur með fulla vasa
dagpeninga í stað
þess að hækka launin.
Oft rifjast það upp
undir fréttum af
ferðalögum okkar
fólks sem ekki virðast
knýjandi nauðsyn.
Albaníuförin arfavit-
lausa er dæmi um só-
un sem vekur þá
spurningu hvort
ferðalangarnir séu
bara að sækja sér
sporslu í formi dagpeninga. A.m.k.
ætti að vera bannað að sækja
Norðurlandaráðstefnur eftir neit-
un „frænda vorra“ um fjárhags-
aðstoð nema við kyngdum Icesave.
Í eina tíð þótti sjálfsagt að ráð-
herra færi tvívegis við fjórða
mann til Kína að horfa á hand-
bolta eða að uppgjafahöfðingjar
væru leystir út með heimsreisu.
En nú er gullöldin önnur og full
ástæða til að skora á ráðuneytin
að auka eigin sparnað. Tækist vel
til væri alltént minni hætta á að
nota þyrfti öryggisbúnaðinn í bíl-
um hönnuða stóraukinnar skatt-
heimtu og hættulegs niðurskurðar
í heilbrigðiskerfinu og lögreglunni.
Atgeir.
Ást er…
… þegar orð eru
bergmál hjartans.
VelvakandiBórisfrísa Eftir: Þorgrím Kára Snævarr
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Af hverju að bíða og bíða eftir stóra vinningnum þegar þú getur unnið
fyrir öllu sem þig langar að eignast? Það eina sem þú þarft að gera
er að bera út blöð í 1-3 tíma á dag.
Besta aukavinna sem þú getur fundið og góð hreyfing í þokkabót!
Hringdu núna og sæktu um í síma 569 1440 eða á mbl.is!
Sæktu um blaðberastarf
– alvörupeningar í boði!