Morgunblaðið - 12.12.2009, Síða 72

Morgunblaðið - 12.12.2009, Síða 72
LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 346. DAGUR ÁRSINS 2009  Kristján Jó- hannsson syngur á aðventukvöldi í Keflavíkurkirkju annað kvöld kl. 20 ásamt Karlakór Keflavíkur og Rúnari Þór Guð- mundssyni, nemanda sínum. Að- ventukvöldið er haldið til styrktar Velferðarsjóði Suðurnesja og allir listamennirnir gefa vinnu sína þetta kvöld. TÓNLIST Kristján syngur til styrktar Velferðarsjóði Suðurnesja  Nýleg hljóm- plata tónlistarkon- unnar Lay Low, Flatey, hefur vakið nokkra athygli í Kaliforníu, nánar tiltekið á útvarps- stöðinni KCRW. Stöðin hyggst kynna lagið Sorgin sem „Today’s Top Tune“ þriðjudag- inn nk., 15. des., það er „besta lagið á stöðinni“. Á Flatey er að finna sjö lög á hljóð- og mynddiski. TÓNLIST Lay Low með lag dagsins á KCRW í Kaliforníu Sunnudags Mogginn er nú borinn út með laugardagsblaðinu Heitast 10°C | Kaldast 5°C  S og SA 5-10 m/s og víða rigning eða súld, þó síst NA-lands. Hvessir heldur síðdegis. »10                       ! " #  $    $  ! %& '!&  !  ( )*+,-. */),-+ ))0,-. *1,22. *),.*) )0,2/3 )*/,-* ),+3)3 )3.,3- )-*,00  456  4 ))"  5 *//3 )*1,). */*,+* ))-,*) *1,.*- *),.-2 )0,2. )*),). ),+3. )30,20 )-+,*- *+2,2)*) %  78 )*1,1. */*,-) ))-,2. *1,0 *),013 )0,.)) )*),2 ),1//) )3-,). )-+,03 ÞETTA HELST» MYNDLIST» Abstraktverk sem minna á andlit. »64 Útgáfu þáttanna um Klaufabárðana verð- ur fagnað með klaufagangi og klaufabrauði í dag á Rósenberg. »64 SJÓNVARP» Klaufaleg uppákoma FÓLK» Alce Baldwin varð appelsínugulur. »67 TÓNLIST» Plata Ólafs Arnalds fær 4½ stjörnu. »68 Gagnrýnendur fjalla um Bankster, eftir Guðmund Ósk- arsson, og bókina um Kristin E. Hrafnsson. »62 Myndlist og framtíðin BÆKUR» reykjavíkreykjavík 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 590 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Sambýliskona Larssons hafnar fé 2. Lést við köfun í Hvalfirði 3. Prestur moldríkur í … DNA-prófs 4. Prófessor græðir á óförum Tigers  Íslenska krónan hélst óbreytt  Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, er með hinn 18 ára gamla Guðlaug Victor Pálsson í sínum framtíðarplönum og vill ekki að hann verði lánaður til annars félags. Guð- laugur Victor hefur leikið með vara- liði og unglingaliði Liverpool frá því hann samdi við félagið í janúar á þessu ári. Þar leikur hann nú í nýrri stöðu sem miðvörður og kann vel við það. ,,Það kom mér mest á óvart fyrstu mánuðina hversu fljótur ég var að koma mér inn í varaliðið og þá kom það mér á óvart að þjálfararnir hafa látið mig spila sem miðvörð í síðustu leikjunum en ég hef alltaf spilað á miðjunni. Mér finnst mið- varðarstaðan mjög skemmtileg og ég sé alveg fyrir mér að ég spili þá stöðu áfram,“ sagði Guðlaugur Victor við Morgunblaðið. KNATTSPYRNA Benítez vildi ekki lána Guðlaug frá Liverpool „ÉG hlakka til að fá að spila aftur og vonandi fæ ég tækifæri hjá þjálf- aranum í leiknum á morgun (í dag),“ sagði körfuknattleiksmaðurinn Jón Arnór Stefánsson í samtali við Morgunblaðið í gær en hann spilar að öllum líkindum sinn fyrsta leik á tímabilinu með spænska úrvalsdeild- arliðinu Granada í dag á útivelli gegn Estudiantes í Madrid. Jón Arnór brákaði fjóra hryggjar- liði í æfingaleik gegn Khimki frá Rússlandi í byrjun október en hann slapp við að fara í aðgerð. Jón segist hafa lagt mikið á sig í endurhæfingunni á undanförnum vikum. „Ég er langt á undan áætlun og það var ekki búist við því að ég yrði klár í slaginn fyrr en í janúar. Ég er því mjög spenntur að fá loks- ins tækifæri til þess að spila á ný. Ef það væri eitthvað að mér væri ég ekki að fara að spila aftur á morgun. Ég er búinn að fá högg á bakið, detta á bakið og þetta er allt í fínu lagi,“ sagði Jón Arnór í gær. | Íþróttir Jón langt á undan áætlun Jón Arnór Hann er klár í slaginn. Spilar líklega í dag Borgarnes | Pólsk hjón, þau Beata Sokolowska og Jacek Lesek, ásamt tveggja ára dóttur sinni Júlíu urðu fyrir því óhappi að heimili þeirra við Egilsgötu brann á fimmtudagskvöld. Innbúið var ótryggt. Beata hafði sett upp kartöflurnar og ætlaði að hafa matinn tilbúinn þegar Jacek kæmi heim úr vinnunni klukkan átta. ,,En þvottavélin okkar er biluð og ég hef fengið að þvo hjá systur minni sem býr hérna í sömu götu. Við Júlía skutumst þangað og ég gleymdi kartöfl- unum á suðu á meðan. Þó að ég hafi ekki verið nema um 20 mínútur lagði reyk út um gluggana, það var dimmt en mér sýndist ég sjá loga í gegnum gluggann.“ Nágranna dreif að og pössuðu þeir Júlíu á meðan Beata fór inn í íbúðina, en þá blossaði eldurinn upp fyrir alvöru. Hún gerði þau mistök að grípa í logandi pottinn og fara með hann út en brenndist við það á hægri hendi og fékk 1. og 2. stigs brunasár. Fljótlega kom slökkviliðið á vettvang og gekk vel að slökkva eldinn. Jacek kom á sama tíma heim úr vinnunni og varð eðlilega hverft við að sjá heimili sitt brenna. Strax varð ljóst að eldhúsið væri alveg ónýtt og flest annað í íbúðinni er skemmt. Húsgögn, leikföng, persónulegir munir og fatnaður eru í misjöfnu ásigkomulagi enda smaug reykur og sót um all- ar vistarverur nema geymsluna. Ekki skemmdir í öðrum íbúðum Beata hafði sama dag tekið út peninga og voru þeir í umslagi í eldhúsinu og hélt hún fyrst að þeir hefðu brunnið. Sem betur fór fannst umslagið heilt í tösku sem slapp við eldinn. Beata segir þau ekki vera húsnæðislaus næstu nætur þar sem þau gisti í íbúð systurinnar og fjöl- skyldu sem eru í Póllandi fram yfir áramót. Þau hafi hins vegar nýlega endurnýjað leigusamning til eins árs og vilji gjarnan búa í íbúðinni áfram. Er ljóst að mikla vinnu þarf að leggja í að koma henni í íbúðarhæft stand. ,,Leigusalinn segir að það taki um tvo mánuði að lag- færa og við verðum að fá bráðabirgðahúsnæði á meðan. Mér finnst ákaflega leiðinlegt að ég skyldi gera þessi mistök að gleyma kartöflunum á eldavélinni og hef verið í áfalli yfir því. Ég er samt mjög fegin að ekki urðu skemmdir á öðrum íbúðum í húsinu. Við höfum líka fund- ið fyrir miklum velvilja hjá nágrönnum og öllum sem hafa aðstoðað okkur.“ Beata segist ekki finna mikið til í brunasárunum, en óneitanlega sé upplifun af eldsvoða erfið reynsla. Þess má geta að Júlía litla var hin sprækasta og lék á als oddi þrátt fyrir að leikföngin hennar væru skemmd. Þeir sem vilja leggja fjölskyldunni lið geta styrkt þau með fjárframlagi á reikning 0326-26-112809, kt. 280969- 2739, eða haft samband við Borgarfjarðardeild Rauða krossins í Borgarnesi. Pólsk Hjónin Beata Sokolowska og Jacek Lesek ásamt dóttur sinni Júlíu. Þau segjast víða hafa fundið stuðning. Eldfimar kartöflur Morgunblaðið/Guðrún Vala Skemmdir Innanstokks er íbúðin mikið skemmd og sót- ið liggur yfir öllu. Viðgerðirnar taka nokkra mánuði. Íbúðin stórskemmd og innbúið var ótryggt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.