SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Síða 2
2 2. maí 2010
12 Ósanngjörn eignatilfærsla
Úlfur Eldjárn sendi alþingismönnum bréf í vikunni, þar sem hann
deildi harkalega á úrræðaleysi vegna skuldavanda heimilanna.
34 Hver gítar hefur sína sál
Listasmiðirnir Eggert Már Marinósson og Björn Bollason una hag sín-
um vel þar sem þeir nostra við að handsmíða gítara.
36 Alþingismaður á
línuskautum
Pétur H. Blöndal fer ekki troðnar slóðir í tóm-
stundum sínum. Sumardaginn fyrsta fór
hann frá Gljúfrasteini að Gróttu á línu-
skautum.
38 Alvöru hamfarir
Íslendingar hafa lagt hönd á plóginn við
hjálparstarfið á Haíti.
42 Snýr Schwarzenegger aftur?
Tapar hinn stæðilegi ríkisstjóri Kaliforníu stólnum í næstu kosningum
og hallar sér aftur að kvikmyndunum?
Lesbók
48 Gestur á heimaslóð
Friðgeir Helgason sýnir á Listahátíð í Reykjavík myndir frá Breiðholtinu
þar sem hann ólst upp.
48 Kvika málsins
Guðrún Egilson hefur umsjón með Tungutaki.
52 Jesús og Kristur
Breski rithöfundurinn Philip Pullman skrifar Nýja testamentið upp á
nýtt í nýrri bók og úr verður beitt gagnrýni.
Efnisyfirlit
Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson af Ljótu hálfvitunum
Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudags-
moggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Jónsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Hólmfríður Gísladóttir, Ingveldur Geirs-
dóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristján Jónsson, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir , Skapti Hallgrímsson, Ylfa Kristín K. Árnadóttir.
40
32
Augnablikið
H
aldið hefur verið pylsupartí á hverjum
föstudegi í tuttugu ár í elsta húsinu
sem búið er í á landinu, Krambúð í
Neðstakaupstað á Ísafirði.
Stemmningin var með besta móti í gær, því þá
var upphitun fyrir Fossavatnsgönguna sem fram
fer í dag, en segja má að skíðaganga sé höfuðíþrótt
Ísfirðinga.
„Við krakkarnir báðum alltaf um pylsur og upp-
haflega hugmyndin hjá mömmu og pabba var að
hafa pylsur það oft að allir yrðu leiðir á þeim, en
það heppnaðist ekki,“ segir Hinrik Jóhannsson,
verkfræðingur, sem mættur var vestur til að taka
þátt í göngunni.
Þau eru fjögur systkinin og vinahópurinn er því
stór, sem foreldrarnir, Jóhann Hinriksson, bóka-
vörður, og Sigríður Steinunn Axelsdóttir, fyrrver-
andi kennari, hafa tekið á móti á föstudögum í
þessu 250 ára gamla húsi. Í þetta skipti voru gest-
irnir níu á mismunandi aldurskeiðum.
Hinrik er 35 ára, en samt tiltölulega nýbyrjaður
á skíðum, sem er óvenjulegt af Ísfirðingi að vera.
Hann segir að stemmningin í bænum hafi ráðið
úrslitum um að hann lét slag standa. „Þetta snýst
allt um undirbúninginn, að bera vel á skíðin, og
kvöldið fyrir keppni hópast fólk saman í bíl-
skúrum hingað og þangað – þetta er félagssport.“
Margar sögur eru til frá kvöldinu fyrir keppni.
Ein er af verkfræðingnum Eiríki Gíslasyni, sem var
einnig gestur í pylsupartíinu í gær. Í fyrra mætti
Eiríkur of seint í bílskúrinn. Ástæðan var sú að
hann ruglaðist á bílskúrum, en áttaði sig ekki á
því, því þar var líka verið að bera á skíði og auð-
vitað glatt á hjalla.
„Það er gaman að því hvað fólk er samt stressað
yfir áburðarvalinu þegar það kemur saman, enda
er þetta keppni,“ segir Eiríkur. „Ef spurt er hvort
það ætli að nota þennan eða hinn áburðinn, þá
jánkar það kannski en meinar lítið með því og er
ekkert of hjálplegt!“
Hinrik og Eiríkur eru með fjölskyldurnar með
sér og eru börnin, sem eru um þriggja ára aldur,
þegar farin að renna sér á minnstu gerð af göngu-
skíðum, þó að þau taki ekki þátt í keppninni. Slík
skíði voru ekki til þegar Eiríkur byrjaði. „Þá grip-
um við gönguskíðin ef skíðasvæðið lokaði vegna
veðurs og við höfðum ekki þolinmæði til að vera
inni,“ segir Eiríkur. „Ég var á gönguskíðum af
mömmu, sem voru helmingi lengri en maður
sjálfur, en það dugði í hallæri.“
Hann segir marga byrja fyrst á gönguskíðum
þegar líði á vorið. „Þá getur maður farið upp um
fjöllin, fengið víðsýni eftir að hafa verið lokaður í
dimmunni. Þá er líka hlýtt og notalegt og hægt að
fara á öllum tímum sólarhringsins.“
Og keppnin er að hefjast. „Það setja sér allir
persónuleg markmið og máta sig við aðra á
heimasíðunni,“ segir Eiríkur. „Einn þátttakand-
inn verður áttræður á þessu ári, Gunnlaugur Jón-
asson bóksali. Maður vill helst ekki vera fyrir aftan
hann.“
pebl@mbl.is
Jóhann, Hinrik og Eiríkur í pylsupartíinu í Krambúð á Ísafirði í gær.
Skíðaganga og pylsupartí
5. maí
Caput-hópurinn heldur tónleika næstkomandi miðvikudag, en á þeim
verða frumflutt þrjú ný íslensk verk. Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari
mun flytja einleikskonsertinn Allt hefur breyst. Ekkert hefur breyst eftir
Hauk Tómasson og Hávarður Tryggvason kontrabassaleikari flytur Kons-
ert fyrir kontrabassa og kammersveit eftir Snorra Sigfús Birgisson. Einnig
verður frumflutt verkið Hrím eftir Önnu Þorvaldsdóttur. Stjórnandi er
Snorri Sigfús Birgisson og hefjast tónleikarnir kl. 20.
Caput-hópurinn í Listasafni Íslands
Við mælum með…
2. maí Í dag býð-
ur Þjóðminjasafn-
ið upp á barna-
leiðsögn um
safnið, sem að
þessu sinni er
ætluð börnum á aldrinum 5-8
ára. Ferðast verður um tímann
frá landnámi og fram til nú-
tímans og verða t.d. skoðaðar
beinagrindur, gömul sverð og
dularfullur álfapottur. Leiðsögnin
hefst kl. 14 og stendur í um 45
mínútur.
8. maí Létt-
sveit Reykjavík-
ur heldur upp
á 15 ára af-
mæli sitt með
tónleikum í Háskólabíói. Með-
limir kórsins eru um 120 tals-
ins, en auk þeirra munu hinir sí-
glöðu Álftagerðisbræður kíkja í
heimsókn. Tónleikarnir hefjast
kl. 17.
hollt og gott!
Brazzi appe
lsínu-
og eplasafi
99kr.stk.