SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Side 4

SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Side 4
4 2. maí 2010 Eins og Hawking bendir á í þáttum sínum er það eng- in óskhyggja að halda að líf þrífíst annars staðar en á jörðinni. „Tölfræðin ein og sér gerir það að verkum að það er fullkomlega skynsamlegt að áætla að geim- verur séu til,“ segir hann. Það var árið 1961 að stjarneðlisfræðingurinn Frank Drake, upphafsmaður SETI-verkefnisins, lýsti með frægri jöfnu líkunum á að okkur tækist að heyra í vítsmunalífi á öðrum plánetum í Vetrarbrautinni. Jafnan gerir ráð fyrir þáttum eins og hve margar nýjar stjörnur myndast í stjörnuþokunni ár hvert, hversu margar þeirra eru með reikistjörnur þar sem vits- munalíf getur þróast, og hversu lengi þróað sam- félag myndi senda frá sér merki sem við gætum num- ið hér á jörðu. Frá 0 til 20.000 í okkar hverfi Byggt á formúlunni hljóða bjartsýnustu spár upp á 20.000 samfélög geimvera sem bíða nánast eftir að við svörum símanum. Ágætis fjöldi, en stjörnuþokan er þó svo stór að næsti nágranni okkar væri í um 1.500 ljósára fjarlægð. Svartsýnustu tölur benda hins vegar til þess að við séum alein á sveimi hér í okkar þoku. Þegar nýjustu rannsóknir og vandlega meitlaðar tilvistarlegar vangaveltur eru settar inn í formúluna er niðurstaðan sú að a.m.k. eitt samfélag þróaðra vitsmunavera sé á sveimi hér með okkur. En það er bara á Vetrarbrautinni, sem er aðeins eitt agnarsmátt korn í óendanlegri mauraþúfu af stjörnuþokum. Ekki hvort, heldur hversu margir Fagur geimurinn myndaður af Hubble-sjónaukanum. Reuters M arkaðsdeildin hjá sjónvarpsstöð- inni Discovery kann augljóslega sitt fag. Netheimar hreinlega loguðu í byrjun vikunnar vegna þeirra ummæla Stephens Hawking að ástæða væri til að hafa varann á: verur úti í geimi gætu haft illan ásetning og koma þeirra til jarðarinnar haft svipaðar afleiðingar fyrir mannkynið og landafundir Kólumbusar höfðu fyrir innfædda í Ameríku. Hawking klykkti út með þessum orðum í lokin á fyrsta hluta þáttaraðar þar sem hann fræðir áhorfendur um geiminn og það sem í honum kann að leynast. Því miður færir Hawking ekki mjög ítarleg rök fyrir þeirri skoðun sinni að það sé vara- samt fyrir mannkynið að reyna að ná sam- bandi við aðrar verur úti í geimnum. Megnið af þættinum fer í vangaveltur um hvort og hvernig líf geti þróast á öðrum plánetum, og þau lögmál sem ætla má að eigi við um þró- unina þar rétt eins og hér á jörðu. Ekki nema örfáar mínútur undir lokin fjalla um háþróað vitsmunalíf og ferðalög milli sólkerfa. Rökin hjá Hawking eru nokkurn veginn þessi: Ef við lítum á þróun vitsmunalífs á jörðinni til þessa, þá getum við vel ímyndað okkur að vitsmunalíf á öðrum hnöttum geti þróast út í eitthvað sem við kærðum okkur ekki um að hitta. Þróaðar geimverur væru líklegar til að þurrausa á endanum auðlindir sinnar heimaveraldar, og ímyndar Hawking sér að þá geti orðið til n.k. flökkuþjóðflokkur sem ferðast um geiminn og notar allt sem á vegi verður. Stórt er spurt Hawking varð ekki fyrstur til að setja fram tilgátur um illan ásetning geimvera. Ein til- gátan hljóðar einmitt á þá leið að óttinn við þróaðri verur, sem ættu alveg örugglega að vera til, sé ástæða þess að við greinum ekki neitt vitsmunalíf hér á Jörðu: Þegar samfélag nái vissum þroska komi fram hugsuðir eins og Hawking og telji sitt fólk á að slökkva ljósin, að segja má, svo aðrir verði þeirra ekki varir. Kenningin er síðan að öll þróuð samfélög frá miklahvelli hafi fallið í þessa sömu rökrænu gildru og skjálfi á beinunum þegar þau horfa til stjarnanna. Önnur kenning er reyndar á þá leið að við heyrum ekki merki frá öðrum plánetum hér á Jörðinni einmitt vegna þess að einhvern tíma fyrir óendanlega löngu síðan hafi komið fram herská geimverutegund sem leitar uppi og út- rýmir öðru vitsmunalífi með þeim rökum að af öðru þróuðu lífi stafi hætta. Jafnvel þó sú siðmenning væri löngu liðin undir lok gætu sjálfvirkir tortímendur verið enn á sveimi leitandi uppi „geimkakkalakka“ sem slysast til að senda frá sér merki um þróaða tækni. Órökrétt svartsýni? Erfitt er að andmæla Hawking þar sem hann útskýrir mál sitt ekki í þaula. En sá sem þetta skrifar vill halda, eða vona, að Hawking hafi rangt fyrir sér. Sú skoðun byggist kannski umfram allt á óhóflegu glápi á Star-Trek seríuna. Menn geta haft sínar skoðanir á afþreyingargildi þáttanna en um hitt er ekki hægt að deila að hvergi hafa verið settar fram jafnfjölbreyttar kenn- ingar og útpældar heimspekilegar vangaveltur um eðli og ásetning annarra vitsmunavera. Stef sem kemur þar ítrekað upp er að sam- félög sem ekki tileinka sér friðsemd og um- burðarlyndi nái yfir höfuð ekki að þróast svo langt að geta ferðast milli sólkerfa. Þar sem græðgin og grimmdin þrífst eru samfélög lík- legri til að tortíma sjálfum sér frekar en vera ógn við aðrar plánetur. Við þurfum ekki annað en að skoða fjölda- mörg dæmi úr mannkynssögunni: þar sem góðmennskan þrífst þar verða framfarir og velmegun fyrir háa sem lága. Þar sem ógnun og ótti ríkir, hvað þá virðingarleysi fyrir lífi, verður afturför og eymd. Það væri synd ef við reyndum að fela plán- etuna okkar fyrir geimnum og meiri líkur en minni að það verði til góðs þegar við loksins uppgötvum geimnágranna okkar. Hitt er sennilega meira áhyggjuefni en skarar grimmra geimbandíta, hvort við náum yfir höfuð að forðast það nógu lengi að tor- tíma okkur sjálf. Kannski erum við vondu geimverurnar. Vondu geimver- urnar Á að slökkva ljós- in svo geim- skúrkar finni ekki Jörðina? Worf í Star Trek er gott dæmi um geimveru sem virðist vond, en þegar betur er að gáð er hann alls ekkert svo slæmur. Vikuspegill Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Þar sem tölfræðilega eru ágætar líkur á að heimurinn sé iðandi af vitsmunalífi, hvers vegna verðum við ekki vör við það? Sú ráðgáta hefur ver- ið kölluð Fermi- þversögnin. Kenningarnar eru af ýmsum toga: Kannski er það eðli þróaðra samfélaga að tortíma sjálfum sér. Kannski berast okkur þegar skilaboð sem okkur skortir tæknina eða vitsmunina til að skilja. Eða er jörðin einangruð af ásetn- ingi og bíða geimver- urnar þess að sýna sig þar til mannkynið hefur tekið út nægi- legan félagslegan þroska? Fermi- þversögnin www.noatun.is Nóatúni Nýttu þér nóttina í Nú eru allar verslanir Nóatúns opnar allan sólarhringinn

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.