SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Page 9

SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Page 9
2. maí 2010 9 Engan bilbug er á Fatimu Bhutto að finna. „Veg- urinn til réttlætis er langur og strangur,“ sagði hún í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC, og í Twit- ter-færslu lét hún þess getið að góðu fréttirnar væru þær að heima í Pakistan hötuðu allir hana ennþá. Sjálfri var Benazir Bhutto kunnugt um kenningar Fatimu. Skömmu áður en hún var myrt sagði hún við blaðamann: „Hún er besta skinn og allir segja að hún sé alveg eins og ég. Vonandi sér hún ljósið á endanum.“ AFP Synir Zulfikars Ali Bhuttos, Murtaza og Shahnawaz, fæddust árin 1954 og 1958. Þeir voru báðir í háskólanámi í Evrópu þegar líflátsdómur var kveðinn upp yfir föður þeirra í Pakistan árið 1977, Murtaza í Bretlandi og Shahnawaz í Sviss. Eftir fráfall Bhuttos sóru synirnir þess eið að hefna hans. Sumarið 1985 fannst Shahnawaz látinn í Nice í Frakklandi. Talið var að honum hefði verið byrlað eitur. Enginn var dreginn fyrir dóm en eiginkona Murtaza lá um tíma undir grun. Þau skildu í kjölfarið. Ellefu árum síðar féll Murtaza fyrir byssukúl- um lögreglunnar í Karachi. Morðið á honum er líka óupplýst.Nusrat og Zulfikar Ali Bhutto ásamt börnum sínum meðan allt lék í lyndi. AP Létust báðir við dul- arfullar aðstæður Benazir Bhutto fæddist 21. júní 1953 í Karachi í Pak- istan. Hún var elsta barn Zulfikars Ali Bhutto, fyrr- verandi forsætisráðherra Pakistans, og eiginkonu hans, Nusrat. Föður hennar var steypt af stóli í bylt- ingu hersins undir forystu Muhammads Zia-ul-Haq hershöfðingja árið 1977 og hann síðar tekinn af lífi. Benazir var um tíma í varðhaldi. Benazir Bhutto lagði stund á háskólanám í Banda- ríkjunum og Bretlandi og féll þar að eigin sögn fyrir lystisemdum lýðræðisins. Benazir Bhutto varð fyrsta konan til að verða kjör- in til forystu í múslimaríki en hún tók fyrst við starfi forsætisráðherra í Pakistan árið 1988, 35 ára að aldri. Hún lét af embætti 1990 vegna gruns um spill- ingu en komst aftur til valda þremur árum síðar og sat á forsætisráðherrastóli til 1996. Aftur var henni borin spilling á brýn og árið 1998 hélt hún til Dubai í sjálfskipaða útlegð. Bhutto sneri aftur til Pakistans í október 2007 eft- ir að Pervez Musharraf forseti veitti henni friðhelgi og hreinsaði hana af öllum grun um spillingu. Hún hugði á endurkomu í stjórnmálin og var forsætisráð- herraefni stjórnarandstöðunnar fyrir kosningarnar í ársbyrjun 2008. Bhutto var þó ekki í kjöri því hún var ráðin af dögum 27. desember 2007 skömmu eftir að hún yfirgaf kosningafund flokks síns, Þjóðarflokks- ins, í borginni Rawalpindi. Ári síðar hlaut Benazir Bhutto Mannréttinda- verðlaun Sameinuðu þjóðanna. Féll ung fyrir lysti- semdum lýðræðisins Benazir Bhutto var umdeildur stjórnmálamaður í Pakistan. Reuters Jón Ásbergsson framkvæmdastjóri Útflutningsráðs: Markaðssókn og útflutningsaðstoð Reynslusögur og framtíðarsýn >> Eldar Ástþórsson kynningarstjóri Gogoyoko.com >> Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands >> Rúnar Ómarsson framkvæmdastjóri Nikita Lokaorð >> Friðrik Pálsson hótelhaldari Hótel Rangár 12.00-13.00 Léttur hádegisverður og tengslamyndun >> Frá klukkan 11.15 til 12.00 Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka Fjármálageirinn og útflutningur – syllustefna Íslandsbanka Reynslusögur og framtíðarsýn >>Eggert Benedikt Guðmundsson forstjóri HB Granda >>Sigsteinn Grétarsson forstjóri Marels á Íslandi >>Svana Helen Björnsdóttir forstjóri Stika >>Eyþór Arnalds framkvæmdastjóri Strokkur Energy 11.00-11.15 Kaffihlé Fjármögnun og sókn á nýja markaði >> Frá klukkan 10.15 til 11.00 Fundarstjóri, Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri Opna háskólans í Háskólanum í Reykjavík, setur fundinn. Grímur Sæmundsen varaformaður Samtaka atvinnulífsins: Útflutningsdrifinn vöxtur og samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja Bjarni Már Gylfason hagfræðingur Samtaka iðnaðarins: Þróun útflutnings - staðan í dag og vaxtartækifæri Reynslusögur og framtíðarsýn >> Rannveig Rist forstjóri Alcan á Íslandi >> Birkir Hólm Guðnason framkvæmdastjóri Icelandair 10.00-10.15 Kaffihlé Dagskrá >> Frá klukkan 9.00 til 10.00 Reynsla, þekking og stuðningsumhverfi Staða útflutnings í dag H V ÍT A H Ú S I / S ÍA 1 0 -0 4 5 8

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.